17 ára unglingur ákærður fyrir 2 morð

Lögreglan í Bandaríkjunum | 28. ágúst 2020

17 ára unglingur ákærður fyrir 2 morð

17 ára unglingur hefur verið ákærður fyrir að hafa drepið tvær manneskjur og sært eina í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki. 

17 ára unglingur ákærður fyrir 2 morð

Lögreglan í Bandaríkjunum | 28. ágúst 2020

AFP

17 ára unglingur hefur verið ákærður fyrir að hafa drepið tvær manneskjur og sært eina í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki. 

17 ára unglingur hefur verið ákærður fyrir að hafa drepið tvær manneskjur og sært eina í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki. 

Kyle Rittenhouse skaut þrjá manneskjur sem mótmæltu lögregluofbeldi í borginni en á sunnudag skaut lögregla 29 ára gamlan svartan mann, Jacob Blake, ítrekað í íbúðahverfi borgarinnar. Blake var óvopnaður. 

Rittenhouse sagði við blaðamenn að það væri hans hlutverk að verja byggingar í Kenosha fyrir mótmælendum. Ákæran er í sex liðum. BBC greinir frá því að á síðum hans á samfélagsmiðlum megi sjá að hann styðji Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og sé mikill aðdáandi lögreglu og byssa. 

Lögregla fann hníf í bifreið Blake en engin önnur vopn. Rannsókn stendur enn yfir á því hvers vegna lögreglan skaut Blake sjö sinnum fyrir framan þrjú börn hans. 

Myndskeið á samfélagsmiðlum frá því við mótmælin á þriðjudag sýna hóp fólks elta mann (Kyle Rittenhous) með riffil áður en hann fellur og skýtur á hópinn. 

Varað er við myndefninu sem fylgir hér að neðan en það kemur af YouTube og er frá Milwaukee Journal Sentinel

Joseph Rosenbaum, og Anthony Huber létust báðir en þeir voru á þrítugs og fertugs aldri. 26 ára gömul kona, Gaige Grosskreutz, særðist. 

Kyle Rittenhouse var handtekinn á heimili móður hans í Antioch, Illinois á miðvikudag og ákærður fyrir morð í gær. 

mbl.is