Hamilton óviðráðanlegur

Formúla-1/mótsfréttir | 29. ágúst 2020

Hamilton óviðráðanlegur

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í Spa Francorchamps. Er það 93.póllinn á ferlinu, sá fimmti í ár m og sá sjötti í Spa.

Hamilton óviðráðanlegur

Formúla-1/mótsfréttir | 29. ágúst 2020

Lewis Hamilton (t.h.) ræðir við Max Verstappen eftir tímatökuna í …
Lewis Hamilton (t.h.) ræðir við Max Verstappen eftir tímatökuna í Spa. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í Spa Francorchamps. Er það 93.póllinn á ferlinu, sá fimmti í ár m og sá sjötti í Spa.

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í Spa Francorchamps. Er það 93.póllinn á ferlinu, sá fimmti í ár m og sá sjötti í Spa.

Annar varð  liðsfélagi hans Valtteri Bottas og - svo sem algengt hefur verið - þriðji Max Verstappen á Red Bull.

Daniel Ricciardo á Renault kom einna mest á óvart þar sem hann varð fjórði. Liðsfélagi hans Esteban Ocon undirstrikaði framfarir Renaultbílsins með sjötta sætinu. Eftir fyrri atlöguna í lokalotu tímatökunnar var Ricciardo aðeins 23 þúsundustu úr sekúndu á eftir Bottas og á milli þeirra  komst Verstappen sem sýnir hversu jafnir bílarnir virðast, ef álykta má af þessum mun. Ricciardo mistókst í lokatilrauninni og kláraði hringinn ekki.

Tímatakan var söguleg sakir þess að báðir Ferraribílarnir sátu eftir og komust ekki í lokaslag 10 fremstu ökumannanna. Varð Charles Leclerc í þrettánda sæti og Sebastian Vettel í fjórtánda. Þá sýnir það máttleysi Ferrarivélarinnar að af sex ökumönnum sem urðu á eftir þeim voru fjórir á bílum sem knúnir eru henni.

Í sætum fimm til tíu urðu annars - í þessari röð - Alexander Albon á Red Bull, Ocon, Carlos Sainz á McLaren, Sergio Perez og Lance Stroll á Racing Point og Lando Norris á McLaren.

Daniel Ricciardo á Renault var maður tímatökunnar.
Daniel Ricciardo á Renault var maður tímatökunnar. AFP
mbl.is