Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps, annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Max Verstappen á Red Bull. Daniel Ricciardo á Renault varð fjórði og setti hraðasta hring dagsins á lokahringjunum.
Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps, annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Max Verstappen á Red Bull. Daniel Ricciardo á Renault varð fjórði og setti hraðasta hring dagsins á lokahringjunum.
Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps, annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Max Verstappen á Red Bull. Daniel Ricciardo á Renault varð fjórði og setti hraðasta hring dagsins á lokahringjunum.
Ágæti og framfarir Renaultbílsins undirstrikaði svo Esteban Ocon með því að vinna sig upp í fimmta sætið. Á stjórnpalli Ferrari voru menn í daprara lagi þar sem þeir Sebastian Vettel og Charles Leclerc óku yfir marklínuna í aðeins þrettánda og fjórtánda sæti, 75 sekúndum á eftir heimsmeistaranum í fyrsta sæti.
Hamilton var eiginlega aldrei ógnað og virtist sem Bottas hafi verið meinað á fyrstu hringjunum að leggja til atlögu við hann. Varð hann 8,5 sekúndum á undan og sjö sekúndur skildu Bottas og Verstappen að. Ricciardo varð svo aðeins þremur sekúndum á eftir Max.
Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Alex Albon á Red Bull, Lando Norris á McLaren, Pierre Gasly á Alpha Tauri, Lance Stroll og Sergio Perez á Racing Point.