Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood | 31. ágúst 2020

Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood hefur ásamt Mondi Group AB undirritað viljayfirlýsingu um að Iceland Seafood kaupi öll hlutabréf í fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons Seafood Limited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaupverðið nemur 6,5 milljónum evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Iceland Seafood.

Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood | 31. ágúst 2020

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, við tilefni þess að fyrirtækið …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, við tilefni þess að fyrirtækið var skráð á aðalmarkaðinn í kauphöllinni. mbl.is/​Hari

Iceland Seafood hefur ásamt Mondi Group AB undirritað viljayfirlýsingu um að Iceland Seafood kaupi öll hlutabréf í fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons Seafood Limited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaupverðið nemur 6,5 milljónum evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Iceland Seafood.

Iceland Seafood hefur ásamt Mondi Group AB undirritað viljayfirlýsingu um að Iceland Seafood kaupi öll hlutabréf í fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons Seafood Limited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaupverðið nemur 6,5 milljónum evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Iceland Seafood.

Yfirlýsingin er sögð ekki vera bindandi og að um sé að ræða grundvöll fyrir frekari viðræður um hvernig staðið verður að endanlegum viðskiptum, en stefnt er að því að hægt verði að ljúka viðskiptunum fyrir 30. nóvember.

Aukið vægi smásölu

Fram kemur í tilkynningunni að Carrs & Sons er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu reyktra laxafurða og að velta félagsins hafi numið 11,5 milljónum evra á síðasta ári, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna. Framleiðir fyrirtækið bæði vörur undir eigin merkjum og fyrir aðra.

Árið 2018 festi Iceland Seafood kaup á írska fyrirtækinu Oceanpath og eru fyrirhuguð kaup nú sögð falla vel að þeim rekstri. „Kaupin munu styrkja enn frekar þjónustu samstæðunnar við írska smásölumarkaðinn. Frá sjónarhóli samstæðunnar er það einnig mikilvægt skref að skapa hagstætt jafnvægi milli smásölu og matvælaþjónustu. Með fyrirhuguðum kaupum og væntanlegum smásöluvexti í Bretlandi mun um 50% af arðsemi samstæðunnar verða til vegna smásölu.“

mbl.is