Elsku Nautið mitt,
Elsku Nautið mitt,
þú átt eftir að brosa út að eyrum því þú átt eftir að fá mikilvægar fréttir sem bæta stöðu þína. Þú átt líka eftir að brosa hringinn yfir því að þú sérð að þú ert kominn á réttan stað. Það er heilmikið af tilfinningum búið að leka útúr hjartanu þínu og þú ert svo sannarlega eitt mesta tilfinningamerkið. Fólk elskar þig hvort sem þú ert niðurbeygður eða fullur af bjartsýni eða gleði. Stattu beinn og sterkur og leyfðu fólki að sjá hvað þú ert að gera, það er gott fyrir þig að treysta meira bæði á fólk og máttinn í lífinu öllu.
Þú þarft ekki að skammast þín fyrir nokkurn skapaðan hlut, því þú ert svo mikið mannlegur. Talaðu við þig eins og þú værir að tala við barnið þitt eða besta vin þinn. Þú myndir ekki rífa þær manneskjur niður heldur byggja þær upp. Þú hlustar svo sterkt á rödd þína, svo notaðu þann stíl til að peppa þig sjálfur upp.
Ég er komin svo langt í þessu að jafnvel þótt ég sé í búð eða á Laugaveginum þá tala ég upphátt við sjálfa mig. Ég tala við mig með nafninu mínu, eins og: „Sigga hresstu þig við, þetta verður ekkert mál“. Ef eitthvað hefur gerst sem ég ekki get breytt segi ég: „Það verður að hafa það!“ Sterk orð gefa sterka orku, svo notaðu ekki neikvæð orð á fallegu sálina þína. Ég sé þú flýgur inn í þennan vetur með vængina þína þanda. Að sjálfsögðu fellur ein og ein fjöður af en þú flýgur samt hátt yfir.
Það eru margir í þínu merki sem kynnast ástinni á þessu ári og hún er þess virði að þú veitir henni athygli sem þýðir ljós og að þú látir ljós þitt skína á þann sem er svo heppinn að vera inni í tilverunni þinni. Það eru samt margir sem eru að lesa þetta sem nenna bókstaflega ekki að bjóða ástinni inn, en ef þú ert tilbúinn skaltu ímynda þér þú haldir á hjartanu þínu og kastir því frá þér til þess að rétta manneskjan grípi það. Þetta er gamall ástargaldur og þú ert sannur töframaður.
Knús & kossar,
Sigga Kling
Fræg Naut:
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, 22. apríl
Hannes Þór Halldórsson markvörður, 27. apríl
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, áhrifavaldur, 21. apríl
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, 14. maí
Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, 23. apríl
Helga Möller söngkona, 12. maí
Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, 10. maí