Svona sigrastu á sykurlönguninni

Sykurlaus lífsstíll | 6. september 2020

Svona sigrar þú sykurlöngunina

Það getur verið áhugaverð áskorun að breyta lífsstílnum. Þeir sem hafa ákveðið að taka þátt í sykurlausum september á Smartlandi eru um þessar mundir margir hverjir að keppast við að borða holla fæðu og takmarka viðbættan sykur. 
Það sem skiptir lykilmáli er að vera með rétta hugarfarið og þekkja leiðir til að láta ekki undan þegar sykurlöngunin sækir að.

Svona sigrar þú sykurlöngunina

Sykurlaus lífsstíll | 6. september 2020

Það getur reynt verulega á andlegu hliðina að hætta að …
Það getur reynt verulega á andlegu hliðina að hætta að borða sykur í mánuð. Þá getur verið gott að fara út að ganga eða að dreifa athyglinni í eitthvað annað. Sharon Mccutcheo/Unsplash

Það getur verið áhugaverð áskorun að breyta lífsstílnum. Þeir sem hafa ákveðið að taka þátt í sykurlausum september á Smartlandi eru um þessar mundir margir hverjir að keppast við að borða holla fæðu og takmarka viðbættan sykur. 
Það sem skiptir lykilmáli er að vera með rétta hugarfarið og þekkja leiðir til að láta ekki undan þegar sykurlöngunin sækir að.

Það getur verið áhugaverð áskorun að breyta lífsstílnum. Þeir sem hafa ákveðið að taka þátt í sykurlausum september á Smartlandi eru um þessar mundir margir hverjir að keppast við að borða holla fæðu og takmarka viðbættan sykur. 
Það sem skiptir lykilmáli er að vera með rétta hugarfarið og þekkja leiðir til að láta ekki undan þegar sykurlöngunin sækir að.

Hér eru átta leiðir til að styrkja fólk í mánuðinum:

1. Hafðu nóg fyrir stafni

Til að sigrast á sykurlönguninni er mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni. Fíkn eða fá óstjórnleg sykurlöngun varir einungis í um 20 mínútur, sem er gott að hafa í huga í þeim aðstæðum. Það getur því verið góð hugmynd fyrir þig að taka upp símann og hringja í vin eða fara út að ganga þegar löngunin tekur yfir. 

2. Borðaðu rétt

Stundum má slá á sykurlöngunina með því að borða hollan og góðan mat yfir daginn. Það sem er mikilvægt er að vera ekki svangur/svöng þótt sykurinn sé tekinn út. Stundum misskiljum við svengd fyrir löngun í sykur. Nóg af grænmeti og prótein getur gert gæfumuninn. 

3. Drekktu vatn

Þorsti veldur meiri sykurlöngun svo ef hugurinn er að fara á flug í átt að nammilandi er gott að byrja á því að fá sér vatn. 

Brett Jordan/Unsplash

4. Forðastu streitu

Sykurlaus september er tíminn til að lágmarka alla streitu. Þess vegna er gott að sniðganga aukaverkefni í vinnunni eða taka að sér verkefni annarra. Reyndu að halda ró þinni yfir daginn og stunda hugleiðslu og bæn til að friða hugann.

5. Sofðu vel

Með því að sofa eins mikið og þörf er á undirbýr maður líkama og sál fyrir ferðalag mánaðarins. Fátt styrkir fólk meira en að vera vel útsofin/n. 

6. Fáðu aðstoð

Það ætti enginn að vanmeta áskorunina sem felur í sér að sniðganga sykur í september. Það getur gert gæfumuninn að fá fjölskylduna eða vini til að minna á af hverju sykur ætti ekki að vera á boðstólum í dag. 

7. Sýndu sjálfsmildi

Sykurlaus september er mánuðurinn þar sem fólk ætti að panta sér tíma í nudd. Fara á snyrtistofu eða láta dekra við sig á uppáhaldssnyrtistofunni. Það er auðveldara að forðast freistingarnar þegar fólk er gott við sjálft sig. 

Vertu með í hópnum Sykurlaus september á Smartlandi. HÉR getur þú skráð þig! 

mbl.is