Renault liðið tekur nafnbreytingu fyrir keppnistímabilið 2021 og kennt við sportbílinn Renault Alpine. Verður það nefnt Alpine F1 team.
Renault liðið tekur nafnbreytingu fyrir keppnistímabilið 2021 og kennt við sportbílinn Renault Alpine. Verður það nefnt Alpine F1 team.
Renault liðið tekur nafnbreytingu fyrir keppnistímabilið 2021 og kennt við sportbílinn Renault Alpine. Verður það nefnt Alpine F1 team.
Renault staðfesti þetta í morgun og einnig það að bílar liðsins yrðu í nýjum litum sem byggja myndu á litum franska fánans, þ.e. bláum, rauðum og hvítum.
Alpine bíllinn hefur tengst rallkeppni meira en öðrum akstursíþróttum. Var ákveðið að fara út í þessar breytingar í tilefni mikilla breytinga á lögum og reglum formúlunnar fyrir 2022 keppnistíðina. Vonast Renault til að eiga reglulega menn á verðlaunapalli.
Ökumenn Alpine á næsta ári verða þeir Fernando Alonso og Esteban Ocon. Snýr Alonso öðru sinni aftur til liðsins en á Renaultbíl varð hann heimsmeistari ökumanna árin 2005 og 2006.