Leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni en gamanmyndin hans Amma Hófí hefur gert það gott í bíóhúsum frá því hún var frumsýnd í byrjun júlí og það þrátt fyrir kóf, fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur.
Leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni en gamanmyndin hans Amma Hófí hefur gert það gott í bíóhúsum frá því hún var frumsýnd í byrjun júlí og það þrátt fyrir kóf, fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur.
Leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni en gamanmyndin hans Amma Hófí hefur gert það gott í bíóhúsum frá því hún var frumsýnd í byrjun júlí og það þrátt fyrir kóf, fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur.
Yfir 21 þúsund manns höfðu séð myndina þegar tölur bárust síðast um kvikmyndaaðsókn, á mánudaginn var og líklega hefur sú talað hækkað nokkuð. Gunnar gekk með myndina í maganum í hartnær 25 ár þar til loksins gafst færi á að taka hana upp, þó framleiðslufé væri af skornum skammti. Hann segir umsjónarmanni frá ferli sínum og þeirri þörf sinni að skemmta fólki með gamanefni en Gunnar á m.a. að baki kvikmyndirnar Astrópíu og Gauragang sem báðar hlutu lof og nutu mikilla vinsælda á sínum tíma.