Ragnheiður og Jón skipuð dómarar við Landsrétt

Landsréttur | 15. september 2020

Ragnheiður og Jón skipuð dómarar við Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur skipað Jón Höskuldsson og Ragnheiði Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt. Voru þau tvö af þremur umsækjendum um embættin tvö sem dómnefnd um hæfi umsækjenda taldi hæfust.

Ragnheiður og Jón skipuð dómarar við Landsrétt

Landsréttur | 15. september 2020

Ragnheiður Bragadóttir og Jón Höskuldsson hafa verið skiptuð dómarar við …
Ragnheiður Bragadóttir og Jón Höskuldsson hafa verið skiptuð dómarar við Landsrétt af dómsmálaráðherra. Ljósmyndir/Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Jón Höskuldsson og Ragnheiði Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt. Voru þau tvö af þremur umsækjendum um embættin tvö sem dómnefnd um hæfi umsækjenda taldi hæfust.

Dómsmálaráðherra hefur skipað Jón Höskuldsson og Ragnheiði Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt. Voru þau tvö af þremur umsækjendum um embættin tvö sem dómnefnd um hæfi umsækjenda taldi hæfust.

Jón Höskuldsson starfaði í landbúnaðarráðuneytinu árin 1984-1998 en eftir það sem sjálfstætt starfandi lögmaður allt til ársins 2010. Þann 15. maí 2010 var Jón skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjaness og hefur hann gegnt því starfi síðan, þar af sem dómstjóri frá 13. nóvember 2019. Þá hefur hann sinnt öðrum störfum, s.s. formennsku í yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum og formennsku í dómstólaráði.

Ragnheiður Bragadóttir starfaði m.a. sem dómarafulltrúi og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands árin 1989-2001, en þar af sem settur héraðsdómari frá 15. janúar 1999 til 30. júní 2001. Ragnheiður var sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2002-2005 eða allt þar til hún var skipaður héraðsdómari 15. september 2005. Því starfi gegndi hún, lengst af við Héraðsdóm Reykjaness, allt þar til hún var skipuð dómari við Landsrétt frá 1. janúar 2018. Þá hefur Ragnheiður sinnt ýmsum öðrum störfum, svo sem setu í samkeppnisráði og í stjórn Lögmannafélags Íslands.

Ragnheiður hafði áður verið skipuð dómari við réttinn, en hún var meðal fjögurra dómara sem skipaðir voru af dóms­málaráðherra við stofnun dómstólsins en voru ekki á meðal þeirra um­sækj­enda sem hæfis­nefnd lagði til að yrðu skipaðir. Eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli fóru dómararnir fjórir í leyfi frá störfum. Auk Ragnheiðar voru það Ásmundur Helgason, Arnfríður Einarsdóttir og Jón Finnbjörnsson. Hafa þau Ásmundur og Arnfríður síðan þá verið skipuð dómarar á ný, en Jón er enn í leyfi.

Vegna þessa losnar um fyrra embætti Ragnheiðar við Landsrétt sem og um embætti Jóns sem héraðsdómari. Dómsmálaráðuneytið segir að embættin verði auglýst laus til umsóknar innan tíðar.

Þriðji einstaklingurinn sem talinn var hæfastur af dómnefndinni í þetta skipti er Ástráður Haraldsson héraðsdómari, en við skipun dómara við stofnun Landsréttar hafði hann verið á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 umsækjendur sem voru hæfastir.

mbl.is