Sagði skuldahlutfall borgarinnar það lægsta

Sundabraut | 15. september 2020

Sagði skuldahlutfall borgarinnar það lægsta

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á um skuldir Reykjavíkurborgar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fundi borgarstjórnar í dag. 

Sagði skuldahlutfall borgarinnar það lægsta

Sundabraut | 15. september 2020

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í Ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á um skuldir Reykjavíkurborgar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fundi borgarstjórnar í dag. 

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á um skuldir Reykjavíkurborgar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fundi borgarstjórnar í dag. 

Eyþór sagði að fyrir kosningar hefði verið áætlað að skuldir samstæðu borgarinnar yrðu 299 milljarðar í árslok 2018, kosningaársins. Því hefði verið lofað í aðdraganda þeirra að þær yrðu lækkaðar og að borgin skyldi rekin með sjálfbærum hætti.

„Það er ljóst að þetta hefur gjörsamlega brugðist,“ sagði hann og sagði skuldirnar um síðustu áramót hafa numið 345 milljörðum króna og að stefnt hafi verið að því að þær yrðu 368 milljarðar í lok kjörtímabilsins, 69 milljörðum hærri en lofað var. Allt hafi þetta gerst áður en kórónuveiran skall á. Eyþór spurði hvað hefði klikkað og það í miðju góðæri.

Fall WOW air hafði áhrif

Dagur sagði að í meirihlutasáttamálanum hafi verið talað um að greiða niður skuldir í góðæri en ýmislegt hafi breyst vorið 2019 með falli flugfélagsins WOW air og samdrætti í ferðaþjónustu. Hann sagði hagvöxt enn hafa verið jákvæðan en að ríkissjóður hafi í fyrsta sinn í langan tíma verið rekinn með tapi. „Borgarsjóður hélt hins vegar sjó,“ sagði hann. „Hér hefur verið haldið mjög fast og vel á fjármálum á undanförnum árum.“

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búist við skuldasöfnun vegna Covid-19

Dagur bætti við að Reykjavíkurborg standi mjög sterkt þegar kemur að skuldahlutfalli af tekjum hvað A-hluta varðar. Það sé það lægsta af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eða 81,8%. Næst á eftir kemur Garðabær með 86,6%, Seltjarnarnes með 89,2%, Mosfellsbær 107%, Kópavogur 115,4% og Hafnarfjörður 134,2%.

Hann sagði fyrirtækin í B-hluta vera fjárhagslega sjálfbær og að þar hefði fjármálaleg tiltekt farið fram. Nefndi hann jafnframt að ríkið hefði ákveðið að víkja viðmiðum um skuldahlutfall til hliðar með lögum enda sé búist við skuldasöfnum vegna Covid-19.

Eyþór steig aftur í pontu og sagði B-hlutann ekki sjálfbærari en svo að A-hluti borgarinnar sé í ábyrgð fyrir meira en 100 milljörðum króna af skuldum B-hlutans.

Dagur svaraði að búast megi við því að taka þurfi lán vegna neikvæðra rekstartalna á þessu ári, á því næsta og jafnvel árið þar á eftir. „Sveitarfélögin þurfa að búa sig undir það að skuldir munu hækka,“ sagði hann og átti annars vegar við rekstur, því ekki sé skynsamlegt að skera niður við núverandi aðstæður, og hins vegar fjárfestingar.

Dagur B. Eggertsson í Ráðhúsinu.
Dagur B. Eggertsson í Ráðhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Sundabraut í traustum farvegi

Í svari við annarri fyrirspurn Eyþórs sagðist Dagur vera hlynntur því að Sundabraut verði í göngum. Það hafi verið stefna borgarinnar þvert á flokka síðan í ársbyrjun 2008. Einnig sér hann fyrir sér að gangandi og hjólandi vegfarendur muni fara um sérstaka brú í Elliðaárvoginum, sem yrði sú þriðja á svæðinu fyrir slíkan faramáta.

„Ég tel málið vera í traustum og góðum farvegi,“ sagði hann um Sundabrautina og bætti við að starfshópur sem er skipaður fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum væri að bera saman kosti og galla varðandi annars vegar göng og hins vegar lágbrú.

mbl.is