Þúsundir dóma ógiltir

Lögreglan í Bandaríkjunum | 15. september 2020

Þúsundir dóma ógiltir

Fleiri þúsund einstaklingar hafa verið sýknaðir í Bandaríkjunum eftir að hafa verið dæmdir að ósekju undanfarna þrjá áratugi. Svartir eru líklegri en hvítir til þess að vera ranglega dæmdir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var af National Registry of Exonerations og birt er í dag. 

Þúsundir dóma ógiltir

Lögreglan í Bandaríkjunum | 15. september 2020

AFP

Fleiri þúsund einstaklingar hafa verið sýknaðir í Bandaríkjunum eftir að hafa verið dæmdir að ósekju undanfarna þrjá áratugi. Svartir eru líklegri en hvítir til þess að vera ranglega dæmdir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var af National Registry of Exonerations og birt er í dag. 

Fleiri þúsund einstaklingar hafa verið sýknaðir í Bandaríkjunum eftir að hafa verið dæmdir að ósekju undanfarna þrjá áratugi. Svartir eru líklegri en hvítir til þess að vera ranglega dæmdir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var af National Registry of Exonerations og birt er í dag. 

Um 2.500 einstaklingar hafa verið sýknaðir af alvarlegum glæpum sem þeir voru ranglega dæmdir fyrir í Bandaríkjunum síðustu 30 árin. Í um helmingi tilvika var það lögregla og saksóknarar sem leyndu gögnum sem hefðu sýknað viðkomandi.

AFP

Sönnunargögnum var haldið leyndum í 61% tilvika þar sem fólk var ranglega dæmt fyrir morð. Í 72% mála þar sem viðkomandi var dæmdur til dauða var um vanrækslu að ræða af hálfu lögreglu og saksóknara. Vanrækslan er algengari í þeim málum þar sem ofbeldið sem beitt er alvarlegra segir í rannsókninni. 

Skýrslan er unnin í sameiningu hjá þremur háskólum; University of California-Irvine,  University of Michigan law school og Michigan State University law school.

Hún leiðir í ljós vanrækslu af hálfu lögreglu og saksóknara í fjölmörgum málum þar sem fólk er ranglega dæmt fyrir glæpi. Þar sem vafasöm tækni er notuð til að þvinga fram falsaðar játningar, vitni leidd áfram til að bera ljúgvitni og skálduð sönnunargögn og saksóknarar sem fara á svig við lög.

Þrátt fyrir að svartir séu lítillega líklegri til að vera fórnarlömb slíkra falsana er það mismunandi eftir eðli glæpsins. Til að mynda eru svartir 12 sinnum líklegri til að vera ranglega dæmdir í fíkniefnamálum. Aftur á móti eru fleiri hvítir ranglega dæmdir í hvítflibbaglæpum eins og fyrir spillingu og fjársvik. Í þeim málum er ekki við lögreglu að sakast heldur alríkissaksóknara sem eru reiðubúnir til þess að falsa skjöl til þess að ná fram sakfellingu sjálfum sér til framdráttar. 

Michael Morton sat í fangelsi ranglega dæmdur fyrir að hafa …
Michael Morton sat í fangelsi ranglega dæmdur fyrir að hafa myrt eiginkonu sína í 25 ár. Ljósmynd/Wikipedia.org/Lauren Gerson

Að meðaltali þurftu þeir sem ranglega voru dæmdir fyrir morð að dúsa í fangelsi 13,9 ár áður en þeir voru sýknaðir. Einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morð er Michael Morton en hann var dæmdur fyrir morð í Texas árið 1987.

Í skýrslunni kemur fram að héraðssaksóknarinn í málinu, Ken Anderson, leyndi mikilvægum sönnunargögnum sem hefðu sýknað Morton og leitt til þess að sá sem var morðinginn hefði verið dæmdur. Þess í stað var Morton dæmdur í lífstíðarfangelsi en morðinginn drap aðra konu árið 1988. Morton var síðan sýknaður á grundvelli lífsýna árið 2012.

Vefur Michael Morton

mbl.is