Ekki er allt sem sýnist

Barnaheill | 18. september 2020

Ekki er allt sem sýnist

„Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum um skelfilegt einelti. Fullorðnir einstaklingar stíga fram og greina frá einelti sem þeir urðu fyrir í grunnskóla, einelti sem hafði veruleg áhrif á líf þeirra. Þessir einstaklingar gengu jafnvel í skóla, þar sem voru viðbragðsáætlanir gegn einelti, en allt kom fyrir ekki,“ segir í nýjasta pistli frá Barnaheillum: 

Ekki er allt sem sýnist

Barnaheill | 18. september 2020

Ryan Wallace/Unsplash

„Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum um skelfilegt einelti. Fullorðnir einstaklingar stíga fram og greina frá einelti sem þeir urðu fyrir í grunnskóla, einelti sem hafði veruleg áhrif á líf þeirra. Þessir einstaklingar gengu jafnvel í skóla, þar sem voru viðbragðsáætlanir gegn einelti, en allt kom fyrir ekki,“ segir í nýjasta pistli frá Barnaheillum: 

„Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum um skelfilegt einelti. Fullorðnir einstaklingar stíga fram og greina frá einelti sem þeir urðu fyrir í grunnskóla, einelti sem hafði veruleg áhrif á líf þeirra. Þessir einstaklingar gengu jafnvel í skóla, þar sem voru viðbragðsáætlanir gegn einelti, en allt kom fyrir ekki,“ segir í nýjasta pistli frá Barnaheillum: 

Kennarar eiga það flestir sameiginlegt að njóta þess að hitta fyrrum nemendur á förnum vegi og taka tal saman. Samskiptin í hópnum ber þá stundum á góma og þá kemur jafnvel í ljós að ákveðnir einstaklingar hafi lent í einelti í skólanum, án þess að starfsfólk yrði þess vart. Hvísl, augngotur og að virða ekki tillögur eða skoðanir annarra eru dæmi um útilokun sem er oftast ósýnileg þeim fullorðnu sem hjá standa. Því þarf að fyrirbyggja einelti og útilokun, en ekki einungis takast á við það þegar skaðinn er skeður, því að ekki er alltaf allt sem sýnist.

Mikilvægt er að frá unga aldri sé lögð áhersla á góðan skólabrag, félagsfærni og jákvæð samskipti þar sem allir fá að tilheyra hópnum. Hinir fullorðnu þurfa jafnframt að skoða sín samskipti innbyrðis og við börnin.

Vinátta er forvarnaverkefni gegn einelti, fyrir börn frá 0-9 ára, og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál.

Rannsóknir og frásagnir kennara sem vinna með Vináttu bera þess vitni að Vinátta ber árangur. Félagsfærni barna eykst, þau læra að setja sér mörk og bregðast við órétti sem aðrir eru beittir, þau hafa orð á líðan sinni og tilfinningum, sýna umhyggju og setja sig í spor hvers annars.

Sjá nánar á barnaheill.is

mbl.is