„Nýlega átti ég samtal við konu sem hefur afrekað ýmislegt um ævina. Hún tjáði mér að helsta ástæða þess að hún hefði komið miklu í verk væri sú að hún væri óhrædd og laus við kvíða. Sem sérleg áhugakona um leiðtogahæfni og ástæðurnar að baki því að fólk lætur hendur standa fram úr ermum, þótti mér þetta merkilegt,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching í sínum nýjasta pistli:
„Nýlega átti ég samtal við konu sem hefur afrekað ýmislegt um ævina. Hún tjáði mér að helsta ástæða þess að hún hefði komið miklu í verk væri sú að hún væri óhrædd og laus við kvíða. Sem sérleg áhugakona um leiðtogahæfni og ástæðurnar að baki því að fólk lætur hendur standa fram úr ermum, þótti mér þetta merkilegt,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching í sínum nýjasta pistli:
„Nýlega átti ég samtal við konu sem hefur afrekað ýmislegt um ævina. Hún tjáði mér að helsta ástæða þess að hún hefði komið miklu í verk væri sú að hún væri óhrædd og laus við kvíða. Sem sérleg áhugakona um leiðtogahæfni og ástæðurnar að baki því að fólk lætur hendur standa fram úr ermum, þótti mér þetta merkilegt,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching í sínum nýjasta pistli:
Hvað stoppar fólk?
Ég hef varið talsverðum tíma í að reyna að skilja fyrirbærið kvíða. Sjálf hef ég upplifað kvíða en þó hann hafi sett strik í reikninginn í ýmsum aðstæðum og tafið mig, hefur hann ekki aftrað því að ég hafi látið markmið mín verða að veruleika. Hins vegar þekki ég fólk sem glímir við alvarlegri útgáfu af kvíða sem reynist því verulegur fjötur um fót í daglegu lífi. Slíkur kvíði er erfiðari viðureignar.
Undirliggjandi kvíði er þó ekki það eina sem stoppar fólk. Í sumum tilfellum geta undirliggjandi sjálfshugmyndir eða hugmyndir um lífið og tilveruna verið þannig vaxnar að fólk trúir því einfaldlega að aðstæður þess séu óumflýjanlegar eða óumbreytanlegar. Undirrituð hefur þó komist að raun um að engin óhamingja er svo mikil að ekki megi úr bæta.
Lífið er fullt af verkefnum og tækifærum til að læra. Við getum lært að stýra viðhorfum okkar og viðbrögðum þannig að við öðlumst smám saman færni í að takast á við verkefnin, sama hver birtingarmynd þeirra er.
Hugrekki, dugnaður eða jafnvel heppni?
En aftur að þeim sem hafa afrekað margt og hafa til að bera það sem oft er skilgreint sem leiðtogahæfni. Hverjar eru ástæður þess að þetta fólk sker sig úr?
Sumir þeirra sem hafa náð árangri eiga það sammerkt að hafa til að bera hugrekki og í sumum tilfellum mætti jafnvel segja fífldirfsku. Þeir segja gjarnan já við tækifærum og veigra sér ekki við að mæta áskorunum.
Þetta þarf þó ekki að þýða að þessir einstaklingar finni sig aldrei í aðstæðum sem þeir upplifa sem kvíðavænlegar. Smávegis kvíði er nefnilega eðlilegur hluti lífsins* en þessir einstaklingar velja að mæta óttanum og láta hann ekki stoppa sig.
Annar hópur leiðtoga trúir því að óbilandi dugnaður hafi komið þeim áfram. Ég átti einu sinni samtal við þekktan tónlistarmann sem sagði mér að lykill að velgengni hans væri sá að hann hefði verið duglegur einn dag í einu – í mörg ár. Þannig hefði hann náð árangri.
Enn annar hópur skilgreinir sig sem heppna. En hvað er heppni í raun og veru? Gæti hún verið merki um ákveðinn hugsunarhátt sem innifelur einnig þakklæti og auðmýkt? Fólk sem lítur jákvæðum augum á þau verkefni sem lífið færir því og er þakklátt fyrir hlutskipti sitt. Hvað sem öðru líður má með sanni segja að það er heppilegt viðhorf til lífsins.
Þorir þú?
Ef þú finnur þig í aðstæðum sem þér finnst þú ekki ráða við, hvort sem það er í vinnunni eða einkalífinu, prófaðu að skoða hlutina frá öðrum sjónarhóli. Fáðu lánaða dómgreind hjá einhverjum sem þú þekkir og treystir eða leitaðu til sérfræðings sem getur leiðbeint þér til að öðlast aðra sýn. Stundum er hugrekkið til að gefast upp fyrir aðstæðunum besta gjöfin.
*Hér er ekki átt við klínískan kvíða.