Neyðarástand ríkir í borginni Louisville í Kentucky vegna þess að beðið er eftir því að saksóknarar tilkynni um hvort lögreglumenn sem skutu svarta konu til bana á heimili hennar verði ákærðir.
Neyðarástand ríkir í borginni Louisville í Kentucky vegna þess að beðið er eftir því að saksóknarar tilkynni um hvort lögreglumenn sem skutu svarta konu til bana á heimili hennar verði ákærðir.
Neyðarástand ríkir í borginni Louisville í Kentucky vegna þess að beðið er eftir því að saksóknarar tilkynni um hvort lögreglumenn sem skutu svarta konu til bana á heimili hennar verði ákærðir.
Borgarstjórinn Greg Fischer sagðist hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við mikil mótmæli í borginni, að sögn BBC.
Breonna Tayolor, 26 ára sem starfaði á sjúkrahúsi, var skotin margoft hinn 13. mars. Lögreglumenn sem fóru inn á heimili hennar héldu fyrir mistök að fíkniefni væru á heimilinu. Engin fíkniefni fundust hins vegar á vettvangi.
Nafn hennar hefur ítrekað verið hrópað á mótmælum gegn rasima og ofbeldi lögreglumanna.
Búist er við því að Daniel Cameron, ríkissaksóknari Kentucky, tilkynni í dag hvort lögreglumennirnir verði ákærðir.