Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Evrópusambandið | 23. september 2020

Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögur að nýjum reglum um móttöku og endursendingu flóttamanna innan sambandsins sem taka eiga við af Dyflinnarreglugerðinni.

Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Evrópusambandið | 23. september 2020

Margaritas Schinas, framkvæmdastjóri aðlögunarmála hjá ESB.
Margaritas Schinas, framkvæmdastjóri aðlögunarmála hjá ESB. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögur að nýjum reglum um móttöku og endursendingu flóttamanna innan sambandsins sem taka eiga við af Dyflinnarreglugerðinni.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögur að nýjum reglum um móttöku og endursendingu flóttamanna innan sambandsins sem taka eiga við af Dyflinnarreglugerðinni.

Í tillögunum er gert ráð fyrir að ríki hafi eftir sem áður val um það hvort þau taki við flóttamönnum eða ekki, en að þau sem ekki geri það þurfi þess í stað að sjá um endursendingu flóttamanna sem ekki hafa fengið umsókn samþykkta. „Við verðum að lifa eftir gildum okkar, en a sama tíma að takast á við vandamálin sem steðja að alþjóðavæddum heimi,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB er tillögurnar voru kynntar.

Tillögurnar hafa valdið vonbrigðum hjá samtökum sem berjast fyrir réttindum flóttafólks, sem mörg hver höfðu vonast eftir því að ríki yrðu skylduð til að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. „Þetta er málamiðlun milli kynþáttafordóma og heimsku,“ skrifaði belgíski flóttamannasérfræðingurinn Francois Gemenne á Twitter.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er þó fullljóst að tilraun til að skylda ríki til að taka á móti flóttamönnum hefði aldrei gengið. Stjórnvöld í Austurríki, Póllandi, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu hafa lagst gegn slíkum hugmyndum, og hefðisú andstaða nægt til að fella tillögur um það innan ráðherraráðsins.

Allir leggi eitthvað af mörkum

Þess í stað var lögð til leið sem gerir ráð fyrir að öll ríki taki þátt í kerfinu með einhverjum hætti til að létta megi byrðum af Grikklandi og Ítalíu, þeim ríkjum sem bera þungann af straumi flóttamanna enda jafnan fyrsti viðkomustaður flóttamanna eftir leiðina yfir Miðjarðarhafið . Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni, sem fella á út gildi, er Evrópuríkjum heimilt að senda flóttamenn aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst; heimild sem íslensk stjórnvöld nýta óspart.

„Við þurfum að einbeita okkur frekar að endursendingum,“ segir hin sænska Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála hjá ESB. Gert er ráð fyrir að umsóknir um hæli frá ríkjum þar sem samþykkt hlutfall umsókna er undir 20% verði afgreiddar við landamærin og að niðurstöður liggi fyrir innan 12 vikna.

mbl.is