Fimm uppeldisráð Sverris Norlands

5 uppeldisráð | 27. september 2020

Fimm uppeldisráð Sverris Norlands

Í barnauppeldi geng ég út frá sömu meginreglu og á öllum öðrum sviðum lífsins: lögmálinu um lágmarksfyrirhöfn

Fimm uppeldisráð Sverris Norlands

5 uppeldisráð | 27. september 2020

Sverrir ásamt dóttur sinni Ölmu.
Sverrir ásamt dóttur sinni Ölmu. Ljósmynd/Aðsend

Í barna­upp­eldi geng ég út frá sömu meg­in­reglu og á öll­um öðrum sviðum lífs­ins: lög­mál­inu um lág­marks­fyr­ir­höfn

Sverr­ir Nor­land er rit­höf­und­ur, bóka­út­gef­andi og tveggja barna faðir. Hann legg­ur mikla áherslu á að leyfa börn­un­um að vera þátt­tak­end­ur í lífi sínu og að forðast að tala við þau á smá­barna­máli, þau skilji manna­mál. Sverr­ir og eig­in­kona hans Cer­ise Fontaine eru mikl­ir bókaunn­end­ur og stofnuðu Am-bóka­for­lagið til þess að auka aðgengi barna að klass­ísk­um barna­bók­um. Hér eru fimm upp­eld­is­ráð Sverr­is.
„Ég gef mig nú ekki út fyr­ir að vera neinn sér­fræðing­ur í barna­upp­eldi. En þegar þetta er skrifað eru hér á heim­il­inu tvö lít­il börn – þriggja og hálfs árs stúlka, Alma, og eins mánaðar gam­all dreng­ur – og þau eru á lífi, virka ekk­ert óeðli­lega föl, raun­ar bara frek­ar hraust og fín, og því verð ég að gefa mér að við for­eldr­arn­ir séum að gera eitt­hvað rétt,“ seg­ir Sverr­ir. 
„Ég var heima­vinn­andi fyrsta árið henn­ar Ölmu en mamm­an starfaði á safni í New York og því varði ég meiri tíma en hún með þeirri litlu. Það var vissu­lega oft krefj­andi en um leið ein mest gef­andi reynsla lífs míns – og kannski fannst mér ég ekki fylli­lega full­orðnast fyrr en ég hafði gengið í gegn­um það tíma­bil.“ 
Fjölskyldan.
Fjöl­skyld­an. Ljós­mynd/​Aðsend

1. Fylgdu lög­mál­inu um lág­marks­fyr­ir­höfn

Í barna­upp­eldi geng ég út frá sömu meg­in­reglu og á öll­um öðrum sviðum lífs­ins: lög­mál­inu um lág­marks­fyr­ir­höfn

Hvað á ég við? Jú: ef það krefðist ógn­ar­legra hæfi­leika að vera for­eldri væri mann­kynið út­dautt. Lít­il börn eru furðulega sterk­byggð og harðgerð. Það helsta sem þau þurfa er nær­ing, svefn og ást­ríki. Ef þú ert svo hepp­in/​n að barnið þitt er heil­brigt þá get­urðu þetta. Treystu þinni dómgreind frek­ar en ráðlegg­ing­um á net­inu eða bók­um eft­ir ókunn­ugt fólk. Leitaðu ráða hjá fólki sem þú þekk­ir og treyst­ir ef þú lend­ir í vand­ræðum. 
En fyrst og fremst: Slappaðu af! Njóttu þess að vera for­eldri! Þá líður barn­inu best.

2. Vertu nógu hug­rakk­ur til að viður­kenna fyr­ir um­heim­in­um að barnið þitt skipti þig meira máli en vinn­an þín 

Kannski bein­ist þessi ráðlegg­ing sér­stak­lega að pöbb­um? Mér finnst að það ætti að vera skil­yrði hjá fólki í stjórn­un­ar­stöðum að það hefði varið löngu tíma­bili við umönn­un barna, sinna eig­in eða annarra. Ef slík reynsla væri út­breidd­ari væri heim­ur­inn ein­fald­lega betri og fal­legri staður – og fyr­ir­tæk­in í heim­in­um til dæm­is bet­ur rek­in. Og fólkið full­orðins­legra. 
Kynnstu barn­inu þínu. Leyfðu barn­inu þínu að kynn­ast þér. Slíkt tek­ur tíma. Gefðu þér þann tíma. Vertu for­vit­inn um þessa nýja veru sem þú hef­ur búið til.

3. Gefðu barn­inu al­vöru­fæðu (bæði fyr­ir maga og heila)

Aldrei gefa barn­inu þínu ein­hvern sér­stak­an barna­mat út úr búð. Börn eru mann­eskj­ur. Þau geta borðað manna­mat. Og eins ætt­um við ekki að tala við börn­in okk­ar á ein­hverju smá­barna­máli. Þau skilja manna­mál – og ef þau rek­ast á orð sem þau kunna ekki er það gott. Eða hvernig ættu þau ann­ars að læra ný orð?
Sverrir að lesa fyrir nýfætt barnið.
Sverr­ir að lesa fyr­ir ný­fætt barnið. Ljós­mynd/​Aðsend

4. Hleyptu barn­inu inn í heim­inn þinn

Ég er rit­höf­und­ur. Ég skrifa sög­ur. Ég les bæk­ur. Ég teikna. Mér finnst gam­an að vera skap­andi og lít á heim­inn sem dóta­kassa. Leyfðu barn­inu þínu að róta með þér í þess­um dóta­kassa til­veru þinn­ar.
Til að mynda hef ég verið að spinna upp sög­ur fyr­ir Ölmu frá því að hún var pinku­lít­il – og ný­verið heyrði ég frá leik­skóla­kenn­ur­un­um henn­ar að hún sé alltaf að búa til og segja þeim og hinum krökk­un­um sög­ur. Hún lít­ur á það sem sjálf­sagðan hlut. Það er líka allt úti í bók­um hér heima. Og Alma dýrk­ar bæk­ur. 
Sama gild­ir um eld­húsið. Hún eld­ar með okk­ur, hef­ur gam­an af því og finnst það sjálfsagt. Sem sagt: frek­ar en að sníða ein­hverja sér­staka dag­skrá í kring­um barnið er oft gott að leyfa því frek­ar að taka þátt í verk­efn­um heim­il­is­ins og þínum áhuga­mál­um.

5. Elskaðu barnið þitt

Loka­regl­an er ein­föld: ást. Ef þú elsk­ar barnið þitt fær það besta vega­nesti sem nokk­ur mann­eskja get­ur haft með sér út í lífið.
Sverrir, Cerise og barn þeirra.
Sverr­ir, Cer­ise og barn þeirra. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is