Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist búast við því að kynntar verði á morgun tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi lífskjarasamningana fyrir aðilum vinnumarkaðarins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist búast við því að kynntar verði á morgun tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi lífskjarasamningana fyrir aðilum vinnumarkaðarins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist búast við því að kynntar verði á morgun tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi lífskjarasamningana fyrir aðilum vinnumarkaðarins.
Forysta ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins fundaði í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun og aftur síðdegis. Í morgun frestaði SA fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu félagsmanna SA sem átti að hefjast á hádegi í dag um hvort segja ætti lífskjarasamningunum upp.
Bjarni vildi ekki tjá sig um efni fundarins en segist búast við því að þær tillögur sem ræddar voru á honum verði kynntar aðilum vinnumarkaðarins á morgun.
ASÍ og SA hefur undanfarna daga greint á um þær forsendur sem liggja að baki lífskjarasamningnum og hvort þær séu brostnar eða ekki.