Lést af völdum áverka eftir hópnauðgun

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 29. september 2020

Lést af völdum áverka eftir hópnauðgun

Nítján ára gömul indversk stúlka er látin af völdum áverka sem hún hlaut þegar henni var nauðgað af hópi karla fyrr í mánuðinum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stétt­inni sem er lægsta stétt­in í Indlandi.

Lést af völdum áverka eftir hópnauðgun

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 29. september 2020

NOAH SEELAM
Nítján ára gömul indversk stúlka er látin af völdum áverka sem hún hlaut þegar henni var nauðgað af hópi karla fyrr í mánuðinum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stétt­inni sem er lægsta stétt­in í Indlandi.
Nítján ára gömul indversk kona er látin af völdum áverka sem hún hlaut þegar henni var   nauðgað af hópi karla fyrr í mánuðinum. Unga konan tilheyrði Dalit-stétt­inni sem er lægsta stétt­in í Indlandi. 
Unga konan varð fyrir árásinni í Hathras í Uttar Prades-ríki 14. september. Fjórir menn hafa verið handteknir grunaðir um verknaðinn. Að sögn lögreglu drógu þeir hana afsíðis og misþyrmdu. Mennirnir eru allir hærra settir í þjóðfélagsstiganum en þolandi ofbeldisins. 
Bróðir ungu konunnar staðfesti í dag að hún væri látin og gagnrýnir lögreglu harðlega. Enginn var handtekinn fyrir nauðgunina fyrstu tíu dagana frá árásinni,. „Hún var skilin eftir til að deyja. Hún barðist fyrir lífi sínu í 14 daga,“ segir hann í viðtali við BBC Hindi. 
Haft er eftir fjölskyldunni í Indian Express að höfuðpaurinn hafi alltaf komið illa fram við fólk af Dalit-stétt á svæðinu og ítrekað ráðist á þá.  
Mikil reiði geisar á samfélagsmiðlum á Indlandi vegna málsins og margir sem minnast sambærilegra mála í landinu. 
mbl.is