Ung indversk kona lést í vikunni af völdum áverka sem hún hlaut eftir að hafa verið nauðgað af tveimur mönnum í Uttar Pradesh-ríki. Hún er önnur konan á innan við viku sem deyr af völdum áverka eftir hópnauðgun í ríkinu. Báðar konurnar tilheyra Dalit-stéttinni sem er lægsta stéttin í Indlandi.
Ung indversk kona lést í vikunni af völdum áverka sem hún hlaut eftir að hafa verið nauðgað af tveimur mönnum í Uttar Pradesh-ríki. Hún er önnur konan á innan við viku sem deyr af völdum áverka eftir hópnauðgun í ríkinu. Báðar konurnar tilheyra Dalit-stéttinni sem er lægsta stéttin í Indlandi.
Ung indversk kona lést í vikunni af völdum áverka sem hún hlaut eftir að hafa verið nauðgað af tveimur mönnum í Uttar Pradesh-ríki. Hún er önnur konan á innan við viku sem deyr af völdum áverka eftir hópnauðgun í ríkinu. Báðar konurnar tilheyra Dalit-stéttinni sem er lægsta stéttin í Indlandi.
Konan, sem var 22 ára gömul, var flutt á sjúkrahús á þriðjudag eftir að hafa verið nauðgað en að sögn lögreglu lést hún af völdum áverkana. Tvímenningarnir hafi verið handteknir og verði ákærðir fyrir nauðgun og morð. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um málið annað en að allt kapp verði lagt á að ljúka rannsókn og rétta yfir þeim.
Haft er eftir móður ungu konunnar að einhver hafi keyrt hana heim og hent henni út úr bílnum fyrir framan heimili þeirra. „Barnið mitt gat nánast ekki staðið upp né talað,“ segir móðirin í viðtali við NDTV.
Ódæðið var framið í Balrampur-héraði sem er í um 500 km fjarlægð frá þorpinu þar sem hin unga konan var limlest og nauðgað.