Elsku Meyjan mín,
Elsku Meyjan mín,
alveg sama hvaða hvirfilbyli þú hefur farið í gegnum er eins og þú hafir fundið það út hvernig þú getur leyst þig þó þú hafir verið eitthvað bundin. Þú sérð í raun og veru hvað það er auðvelt því þú ert byrjuð á þeirri leið og þú skilur líka að einfaldir og litlir hlutir verða að stórmerkilegum þætti í lífi þínu.
Þú lagar þannig til í kringum þig og gefur þér tíma (sem er í raun og veru það eina sem við eigum), til að sjá þú ert á góðum stað. Þú aftengir þig við erfiða hlekki og neikvæðar fíknir sem geta hafa sett móðu yfir augun á þér. Þú skapar betra hreiður í kringum þig og leggur sterkari drög í huga þínum um hvernig þú vilt að framtíðin raðist.
Það er svo mikilvægt að vita hvað maður vill og dálítið góð aðferð er að skrifa það sem þú vilt ekki og henda því svo í ruslið. Með þeirri aðferð ertu táknrænt að hreinsa burt það sem þú kærir þig ekki um.
Það eru margir möguleikar að koma upp í hendurnar á þér sem gera líf þitt litríkara og þú lætur ekkert hindra þig, hvorki fara faraldur né Framsóknarmenn. Þú ert með leiðarvísinn að lífsleiðinni og næstu mánuðir eru svo sannarlega þínir því þú byrjaðir á þessu tímabili í september og þú heldur áfram að ryðja brautina að minnsta kosti næstu mánuði.
Hugur þinn er svo sannarlega bráðskarpur en þér leiðist lognmolla, það fer þér svo sannarlega ekki að sitja kyrr og gera ekki neitt. Þú átt eftir að opna þig svo vel tilfinningalega og þær stíflur sem hafa hindrað þig tengt hinu gamla springa og hverfa á brott.
Ef þú ert reiðubúin að gefa þig alla eflist ástin, hvort sem hún hefur komið fyrir löngu eða er að verða að veruleika. Allt eða ekkert er svolítið mottóið sem þú átt að fara eftir á því tímabili sem er að mæta þér. Ég dreg eitt spil úr Acacadabra stokknum mínum og það trúðu og treystu er lykillinn sem er svo sannarlega rétt.
Knús & kossar,
Sigga Kling
Frægar Meyjur:
Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september
Beyoncé Knowles söngkona, 4. september
Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september
Annie Mist crossfittari, 18. september
Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst