Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Samfélagsmál | 2. október 2020

Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Notkun þunglyndislyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þunglyndislyfja komin í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á árinu leystu rúmlega 52.000 Íslendingar út þunglyndislyf. Mesta aukning í fjölda notenda er hjá stúlkum á grunnskólaaldri en aukningin er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Ólafs B. Einarssonar, verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, í Læknablaðinu.

Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Samfélagsmál | 2. október 2020

Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku …
Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku þunglyndi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Notk­un þung­lynd­is­lyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þung­lynd­is­lyfja kom­in í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á ár­inu leystu rúm­lega 52.000 Íslend­ing­ar út þung­lynd­is­lyf. Mesta aukn­ing í fjölda not­enda er hjá stúlk­um á grunn­skóla­aldri en aukn­ing­in er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein Ólafs B. Ein­ars­son­ar, verk­efn­is­stjóra hjá embætti land­lækn­is, í Lækna­blaðinu.

Notk­un þung­lynd­is­lyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þung­lynd­is­lyfja kom­in í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á ár­inu leystu rúm­lega 52.000 Íslend­ing­ar út þung­lynd­is­lyf. Mesta aukn­ing í fjölda not­enda er hjá stúlk­um á grunn­skóla­aldri en aukn­ing­in er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein Ólafs B. Ein­ars­son­ar, verk­efn­is­stjóra hjá embætti land­lækn­is, í Lækna­blaðinu.

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis.
Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efna­stjóri lyfja­mála hjá embætti land­lækn­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Meðal OECD-þjóða hef­ur notk­un þung­lynd­is­lyfja verið mest á Íslandi um nokk­urt skeið. Árið 2017 var sal­an 141,4 dags­skammt­ar á hverja 1000 íbúa (DDD/​1000 íbúa á dag) en sal­an í Bretlandi var sú fjórða mesta eða 107,9.

Íslend­ing­ar skera sig úr með áber­andi hætti meðal OECD-ríkj­anna í mik­illi notk­un þung­lynd­is­lyfja, sem er langt­um meiri hér en í nokkru öðru landi sam­kvæmt sam­an­b­urði OECD fyr­ir árið 2018. Íslend­ing­ar hafa um ára­bil notað þung­lynd­is­lyf mest OECD-þjóðanna en í skýrslu OECD um stöðu heil­brigðismála í aðild­ar­lönd­un­um, Health at a Glance, frá því nóv­em­ber kem­ur fram að notk­un­in hér á landi fær­ist enn í auk­ana og var 141 dagskammt­ur á hverja þúsund íbúa árið 2018. Meðal­notk­un­in í OECD-lönd­un­um var hins veg­ar á sama tíma 103 dagskammt­ar. Kan­ada kem­ur á hæla Íslands með 110 dagskammta þung­lynd­is­lyfja á hverja þúsund íbúa.

Auk­in notk­un síðustu ára er fyrst og fremst tal­in stafa af lengri lyfjameðferðar­tíma að meðaltali hjá hverj­um sjúk­lingi en einnig af fjölg­un þeirra sem fá lyf. Um 10% full­orðinna í Bretlandi nota þung­lynd­is­lyf en til sam­an­b­urðar leystu 17,6% full­orðinna (18 ára og eldri) út þung­lynd­is­lyf árið 2019 á Íslandi. 

Kann­an­ir benda til þess að al­gengi þung­lynd­is sé 3,8-4,8% á Íslandi sem er sam­bæri­legt við hin Norður­lönd­in. 

Það er mik­il­væg áskor­un að greina or­sak­ir mik­ill­ar lyfja­notk­un­ar hér á landi og finna leiðir til að beina meðferð við vægu þung­lyndi í ann­an far­veg. Þess­ar leiðir snú­ast meðal ann­ars um að end­ur­skoða geðheil­brigðisþjón­ustu sem er meðal verk­efna geðheilsu­teyma heilsu­gæsl­unn­ar.

Til að breyt­ing verði á þró­un­inni hér á landi er frum­kvæði lækna til hefja sam­tal við sjúk­linga um önn­ur úrræði og að trappa niður lyf, lyk­il­atriði. Ef eng­in breyt­ing á sér stað hér á landi verða mögu­lega marg­ir ein­stak­ling­ar áfram á þung­lynd­is­lyfjameðferð sem ekki er þörf á,“ seg­ir Ólaf­ur í grein­inni en hana má lesa í heild hér.

 

mbl.is