Tvíburarnir: Þú býrð til peninga ef þú kærir þig um

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. október 2020

Tvíburarnir: Þú býrð til peninga ef þú kærir þig um

Elsku Tvíburinn minn,

Tvíburarnir: Þú býrð til peninga ef þú kærir þig um

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. október 2020

Elsku Tvíburinn minn,

Elsku Tvíburinn minn,

þér finnst að allt mætti vera að gerast örlítið hraðar og að tíminn hafi haft þá tilhneigingu að standa kyrr. Þessi faraldur sem hefur farið um heiminn hefur að mínu mati sett mestu merkin á þig.  Það fara þér nefnilega svo illa öll boð og bönn og það fær þig svo oft til að hugsa þá um gamlar sorgir sem þú hefur gengið í gegnum.

Það er svo mikið af fjörkálfum og uppátækjasömu fólki í þínu merki og núna þurfið þið sjálf að skreyta framtíðina með ykkar eigin litum. Það er líka svo mikilvægt fyrir þig að vita að þú þarft að sofa meira en aðrir og algjörlega að leggja þér línurnar að þú getir verið sjálfstæður bæði í vinnu eða skóla.

Sú tilfinning hefur komið til þín að þú sért ekki viss hvort þú sért tengdur í ástarorkuna eða lífið eins og skyldi. Svo þú gætir hafa verið dálítið daufur í því samhengi. En ég sé þú munt spyrna við fótum, faðma að þér ástina og vera ánægður með það sem kemur og það sem er.

Það er fólkinu þínu og vinum fyrir bestu að fylgja þér svolítið eftir, sérstaklega ef þú ert í góðum gír og lætur hlutina gerast. Þér verður svo létt yfir því að það eru svo margir í kringum þig sem munu hafa það mun betur en á horfðist.

Þú býrð til peninga ef þú kærir þig um, því staða tunglanna er þér í hag, sérstaklega í þeim málum. Þú þarft bara að rétta út höndina, taka eitt símtal og setja í peningagírinn og þá hverfur einnig sá kvíði sem því tengist.

Það er svo mikilvægt fyrir þig að hafa þá hugsun og leyfa því að búa í heilanum þínum að þig hlakki til einhvers, því svo margt sem þú hefur óttast og kviðið fyrir eru bara hugsun og aðstæður. Um leið þú getur sleppt því og það tímabil er að renna til þín, þá mun þér finnast það sé komið sumar og sól á ný.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Tvíburar:

Marilyn Monroe, 1. júní 

Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí

Joan Rivers, leikkona, 8. júní

Örn Árnason leikari, 19. júní

Össur Skarphéðinsson stjórnmálamaður, 19. Júní

Bjartmar Guðlaugsson, söngvari, 13. júní

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní

mbl.is