Til er sú tegund matar sem almennt er skilgreind sem huggunarfæða eða "comfort food" og er svo djúsí og dásamleg að dagurinn verður samstundis betri.
Til er sú tegund matar sem almennt er skilgreind sem huggunarfæða eða "comfort food" og er svo djúsí og dásamleg að dagurinn verður samstundis betri.
Berglind Hreiðars á Gotteri.is skellti í eina slíka veislu á dögunum og útkoman er ekki af verri endanum.
Lúxus „Mac & Cheese“
- 500 g makkarónupasta
- 50 g smjör
- 50 g hveiti
- 700 ml nýmjólk
- 100 g rifinn cheddar ostur
- 50 g rifinn parmesan ostur
- 50 g rifinn gouda ostur
- 140 ml rjómi
- 300 g stökkt, mulið beikon
- 30 g brauðrasp
- 30 g Panko brauðrasp
- 30 g rifinn cheddar ostur
- 30 g rifinn gouda ostur
- Salt, pipar, hvítlauksduft og ferskt timian
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og eldið beikonið þar til það er stökkt.
- Bræðið smjörið við meðalháan hita og hrærið þá hveitið saman við þar til úr verður „smjörbolla“.
- Hellið mjólkinni varlega saman við smjörbolluna og hrærið stanslaust í á meðan.
- Næst fara allar tegundir af ostum í pottinn og hrært er þar til hann er bráðinn, þá má bæta rjómanum saman við og krydda eftir smekk.
- Sósunni er þá hellt yfir pastað (sem búið er að sigta vatnið frá) og sett í eldfast mót.
- Næst má blanda saman muldu beikoni, brauðraspi og ostum og strá yfir pastað og baka í 180° heitum ofni í um 15 mínútur og stráið smá fersku timian yfir þegar það kemur úr ofninum.
Ef þið eruð á hraðferð má að sjálfsögðu sleppa beikon-brauðraspinu og skella bara smá osti yfir og inn í ofn, þá er þetta klassískt „Mac & Cheese“ eins og það gerist best.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir