Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, yfirgaf leiðtogafund sambandsins í Brussel í dag eftir að hafa fengið upplýsingar um að starfsmaður á skrifstofu hennar hefði greinst með kórónuveiruna.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, yfirgaf leiðtogafund sambandsins í Brussel í dag eftir að hafa fengið upplýsingar um að starfsmaður á skrifstofu hennar hefði greinst með kórónuveiruna.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, yfirgaf leiðtogafund sambandsins í Brussel í dag eftir að hafa fengið upplýsingar um að starfsmaður á skrifstofu hennar hefði greinst með kórónuveiruna.
„Ég hef nýlega fengið þær upplýsingar að starfsmaður á skrifstofunni minni hafi greinst með Covid-19 í morgun. Ég fékk sjálf neikvæða niðurstöðu úr skimun, en til öryggis hef ég yfirgefið leiðtogafundinn og farið í einangrun,“ sagði von der Leyen á Twitter.
Leiðtogar allra 27 Evrópusambandsríkjanna eru samankomnir í Brussel til að undirbúa næstu lotu samningaviðræðna við Breta um framtíðartilhögun samstarfs Evrópusambandsins og Breta. Enn er þess freistað að reyna að ná viðskiptasamningi áður en Bretar ganga úr innri markaði Evrópusambandsins um áramót.