Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Heimsreisa | 18. október 2020

Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er einn af handritshöfundum og aðalleikkonum þáttanna Venjulegs fólks sem fóru í loftið á Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Júlíana er mikill ferðalangur og hefur farið víða. Í sumar fór hún í fleiri fjallgöngur en hún hafði gert á allri ævinni. Hún fór líka Fimmvörðuháls með vinkonum sínum sem hún segir hafa verið fallega og skemmtilega göngu.

Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Heimsreisa | 18. október 2020

Júlíana Sara elskar ferðalög og stefnir á nokkrar heimsreisur eftir …
Júlíana Sara elskar ferðalög og stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur. Þarna er hún stödd í Suður-Frakklandi sem hún heillaðist algjörlega af. Ljósmynd/Aðsend

Leik­kon­an Júlí­ana Sara Gunn­ars­dótt­ir er einn af hand­rits­höf­und­um og aðalleik­kon­um þátt­anna Venju­legs fólks sem fóru í loftið á Sjón­varpi Sím­ans Premium í vik­unni. Júlí­ana er mik­ill ferðalang­ur og hef­ur farið víða. Í sum­ar fór hún í fleiri fjall­göng­ur en hún hafði gert á allri æv­inni. Hún fór líka Fimm­vörðuháls með vin­kon­um sín­um sem hún seg­ir hafa verið fal­lega og skemmti­lega göngu.

Leik­kon­an Júlí­ana Sara Gunn­ars­dótt­ir er einn af hand­rits­höf­und­um og aðalleik­kon­um þátt­anna Venju­legs fólks sem fóru í loftið á Sjón­varpi Sím­ans Premium í vik­unni. Júlí­ana er mik­ill ferðalang­ur og hef­ur farið víða. Í sum­ar fór hún í fleiri fjall­göng­ur en hún hafði gert á allri æv­inni. Hún fór líka Fimm­vörðuháls með vin­kon­um sín­um sem hún seg­ir hafa verið fal­lega og skemmti­lega göngu.

Júlí­ana seg­ir þó að hápunkt­ur ferða sum­ars­ins hafi verið þegar hún fór til Berlín­ar í ág­úst. Hún hlakk­ar til að geta ferðast aft­ur til út­landa eft­ir heims­far­ald­ur­inn og stefn­ir á nokkr­ar heims­reis­ur. 

Júlíana, Andri maðurinn hennar og börnin hennar Gunanr Logi og …
Júlí­ana, Andri maður­inn henn­ar og börn­in henn­ar Gun­anr Logi og Þór­dís Lára fóru nokkr­ar ferðir til Ak­ur­eyra í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Ég held ég elski bara öll ferðalög. Ég er alltaf jafn spennt ef ég er að pakka niður fyr­ir eitt­hvert ferðalag. Þau ferðalög sem ég hef lifað á hve lengst eru ferðalög þar sem ég er að skoða nýja staði, gera eitt­hvað nýtt ... aðeins að víkka sjón­deild­ar­hring­inn. En draum­ur­inn er að geta farið sem fyrst út með kær­ast­an­um og börn­un­um ... ein­mitt, á ein­hvern nýj­an stað.“

Á toppi Heimakletts. Júlíana segist vera mjög lofthrædd og það …
Á toppi Heimakletts. Júlí­ana seg­ist vera mjög loft­hrædd og það hafi því komið mörg­um á óvart þegar hún komst á tind­inn. Hún læt­ur reynd­ar fylgja með að hún hafi þurft að mana sjálfa sig til þess að standa upp­rétt á tind­in­um því henni hafi liðið eins og hún væri að detta niður. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Upp­á­haldsstaður­inn minn á Íslandi eru Vest­manna­eyj­ar en ég á ætt­ir að rekja þangað. Ég gekk Heimaklett í sum­ar en loft­hrædda kon­an seg­ir það með stolti. Þetta kom öll­um á óvart sem þekkja mig vel en þar með var enn einn „tind­ur­inn“ í sum­ar kom­inn á blað.

Gangan upp á Heimaklett.
Gang­an upp á Heimaklett. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég á nokkra staði sem mér þykir mjög vænt um og ég hef verið mjög lán­söm með það að hafa farið víða. Nýj­asti staður­inn sem komst inn á list­ann yfir upp­á­haldsstaði er Suður-Frakk­land en við keyrðum frönsku ri­víer­una, ég þurfti nokkr­um sinn­um að stoppa bíl­inn bara til að kom­ast út og taka inn út­sýnið.“

Á Fimmvörðuhálsi.
Á Fimm­vörðuhálsi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert lang­ar þig að ferðast þegar heims­far­ald­ur­inn er bú­inn?

„Nú er kom­in svo mik­il ferðaþrá í mig að mig lang­ar hrein­lega bara í heims­reisu og heim­sækja alla þá staði sem ég hef ekki komið til. Ég geri mér þó grein fyr­ir því að það mun taka nokkr­ar heims­reis­ur en sú fyrsta verður far­in um leið og covid leyf­ir.“

„Ég fór í jöklagöngu með mömmu í ágúst. Stoppuðum að …
„Ég fór í jökla­göngu með mömmu í ág­úst. Stoppuðum að sjálf­sögðu nokkr­um sinn­um á leiðinni á helstu stöðunum en þarna erum við hjá Jök­uls­ár­lóni en mér finnst þessi staður alltaf jafn stór­feng­leg­ur.“ Ljós­mynd/​Aðsend
Í Berlín.
Í Berlín. Ljós­mynd/​Aðsend
Júlíana og vinkonur á Fimmvörðuhálsi.
Júlí­ana og vin­kon­ur á Fimm­vörðuhálsi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is