Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Heimsreisa | 18. október 2020

Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er einn af handritshöfundum og aðalleikkonum þáttanna Venjulegs fólks sem fóru í loftið á Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Júlíana er mikill ferðalangur og hefur farið víða. Í sumar fór hún í fleiri fjallgöngur en hún hafði gert á allri ævinni. Hún fór líka Fimmvörðuháls með vinkonum sínum sem hún segir hafa verið fallega og skemmtilega göngu.

Stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur

Heimsreisa | 18. október 2020

Júlíana Sara elskar ferðalög og stefnir á nokkrar heimsreisur eftir …
Júlíana Sara elskar ferðalög og stefnir á nokkrar heimsreisur eftir heimsfaraldur. Þarna er hún stödd í Suður-Frakklandi sem hún heillaðist algjörlega af. Ljósmynd/Aðsend

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er einn af handritshöfundum og aðalleikkonum þáttanna Venjulegs fólks sem fóru í loftið á Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Júlíana er mikill ferðalangur og hefur farið víða. Í sumar fór hún í fleiri fjallgöngur en hún hafði gert á allri ævinni. Hún fór líka Fimmvörðuháls með vinkonum sínum sem hún segir hafa verið fallega og skemmtilega göngu.

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er einn af handritshöfundum og aðalleikkonum þáttanna Venjulegs fólks sem fóru í loftið á Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Júlíana er mikill ferðalangur og hefur farið víða. Í sumar fór hún í fleiri fjallgöngur en hún hafði gert á allri ævinni. Hún fór líka Fimmvörðuháls með vinkonum sínum sem hún segir hafa verið fallega og skemmtilega göngu.

Júlíana segir þó að hápunktur ferða sumarsins hafi verið þegar hún fór til Berlínar í ágúst. Hún hlakkar til að geta ferðast aftur til útlanda eftir heimsfaraldurinn og stefnir á nokkrar heimsreisur. 

Júlíana, Andri maðurinn hennar og börnin hennar Gunanr Logi og …
Júlíana, Andri maðurinn hennar og börnin hennar Gunanr Logi og Þórdís Lára fóru nokkrar ferðir til Akureyra í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég held ég elski bara öll ferðalög. Ég er alltaf jafn spennt ef ég er að pakka niður fyrir eitthvert ferðalag. Þau ferðalög sem ég hef lifað á hve lengst eru ferðalög þar sem ég er að skoða nýja staði, gera eitthvað nýtt ... aðeins að víkka sjóndeildarhringinn. En draumurinn er að geta farið sem fyrst út með kærastanum og börnunum ... einmitt, á einhvern nýjan stað.“

Á toppi Heimakletts. Júlíana segist vera mjög lofthrædd og það …
Á toppi Heimakletts. Júlíana segist vera mjög lofthrædd og það hafi því komið mörgum á óvart þegar hún komst á tindinn. Hún lætur reyndar fylgja með að hún hafi þurft að mana sjálfa sig til þess að standa upprétt á tindinum því henni hafi liðið eins og hún væri að detta niður. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi?

„Uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi eru Vestmannaeyjar en ég á ættir að rekja þangað. Ég gekk Heimaklett í sumar en lofthrædda konan segir það með stolti. Þetta kom öllum á óvart sem þekkja mig vel en þar með var enn einn „tindurinn“ í sumar kominn á blað.

Gangan upp á Heimaklett.
Gangan upp á Heimaklett. Ljósmynd/Aðsend

Ég á nokkra staði sem mér þykir mjög vænt um og ég hef verið mjög lánsöm með það að hafa farið víða. Nýjasti staðurinn sem komst inn á listann yfir uppáhaldsstaði er Suður-Frakkland en við keyrðum frönsku rivíeruna, ég þurfti nokkrum sinnum að stoppa bílinn bara til að komast út og taka inn útsýnið.“

Á Fimmvörðuhálsi.
Á Fimmvörðuhálsi. Ljósmynd/Aðsend

Hvert langar þig að ferðast þegar heimsfaraldurinn er búinn?

„Nú er komin svo mikil ferðaþrá í mig að mig langar hreinlega bara í heimsreisu og heimsækja alla þá staði sem ég hef ekki komið til. Ég geri mér þó grein fyrir því að það mun taka nokkrar heimsreisur en sú fyrsta verður farin um leið og covid leyfir.“

„Ég fór í jöklagöngu með mömmu í ágúst. Stoppuðum að …
„Ég fór í jöklagöngu með mömmu í ágúst. Stoppuðum að sjálfsögðu nokkrum sinnum á leiðinni á helstu stöðunum en þarna erum við hjá Jökulsárlóni en mér finnst þessi staður alltaf jafn stórfenglegur.“ Ljósmynd/Aðsend
Í Berlín.
Í Berlín. Ljósmynd/Aðsend
Júlíana og vinkonur á Fimmvörðuhálsi.
Júlíana og vinkonur á Fimmvörðuhálsi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is