Svali er loksins kominn til Tenerife

Svali og fjölskylda | 23. október 2020

Svali er loksins kominn til Tenerife

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður er kominn til Tenerife eftir að hafa verið á Íslandi síðan í byrjun sumars. Svali og fjölskylda fluttu út fyrir rúmlega tveimur árum en neyddust til að koma heim vegna kórónuveirunnar. 

Svali er loksins kominn til Tenerife

Svali og fjölskylda | 23. október 2020

Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife um áramótin 2017/2018.
Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife um áramótin 2017/2018.

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður er kominn til Tenerife eftir að hafa verið á Íslandi síðan í byrjun sumars. Svali og fjölskylda fluttu út fyrir rúmlega tveimur árum en neyddust til að koma heim vegna kórónuveirunnar. 

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður er kominn til Tenerife eftir að hafa verið á Íslandi síðan í byrjun sumars. Svali og fjölskylda fluttu út fyrir rúmlega tveimur árum en neyddust til að koma heim vegna kórónuveirunnar. 

Svali rekur fyrirtækið Tenerife-ferðir og er nú kominn aftur á sólríku eyjuna við Afríkustrendur þar sem hann ætlar að dvelja á næstunni. Eiginkona hans og börn eru áfram á Íslandi og fara ekki út fyrr en ástandið lagast. 

Svali greindi frá því á Snapchat að það væri alveg stórkostlegt að vera kominn aftur út. Að geta loksins borið á sig sólarolíu og notið lífsins innan um pálmatré væri bara lífið. 

Hægt er að fylgjast með honum á Snapchat á slóðinni svalik. 

mbl.is