„Það var blóð úti um allt“

Samfélagsmál | 25. október 2020

„Það var blóð úti um allt“

Hún vissi ekki af tilvist Kvennaathvarfsins. Hann var fjarlægður af heimilinu þegar lögreglan kom loks á vettvang. Nágrannar hringdu, þá fyrst kom barnavernd. Konan var of hrædd sjálf til að hringja á lögregluna. Þegar lögreglan og barnavernd loksins komu fékk konan fyrst upplýsingar um athvarfið. Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð úti um allt.

„Það var blóð úti um allt“

Samfélagsmál | 25. október 2020

AFP

Hún vissi ekki af til­vist Kvenna­at­hvarfs­ins. Hann var fjar­lægður af heim­il­inu þegar lög­regl­an kom loks á vett­vang. Ná­grann­ar hringdu, þá fyrst kom barna­vernd. Kon­an var of hrædd sjálf til að hringja á lög­regl­una. Þegar lög­regl­an og barna­vernd loks­ins komu fékk kon­an fyrst upp­lýs­ing­ar um at­hvarfið. Ná­grann­ar sáu hann berja hana fyr­ir fram­an börn­in, það var blóð úti um allt.

Hún vissi ekki af til­vist Kvenna­at­hvarfs­ins. Hann var fjar­lægður af heim­il­inu þegar lög­regl­an kom loks á vett­vang. Ná­grann­ar hringdu, þá fyrst kom barna­vernd. Kon­an var of hrædd sjálf til að hringja á lög­regl­una. Þegar lög­regl­an og barna­vernd loks­ins komu fékk kon­an fyrst upp­lýs­ing­ar um at­hvarfið. Ná­grann­ar sáu hann berja hana fyr­ir fram­an börn­in, það var blóð úti um allt.

Þetta er lýs­ing konu sem dvaldi um tíma í Kvenna­at­hvarf­inu og tók þátt í verk­efn­inu. Hún er af er­lend­um upp­runa og eins og marg­ar þeirra kvenna sem þangað leita hafði eng­inn sagt henni frá því að þar gæti hún fengið hjálp. 

Drífa Jón­as­dótt­ir, verk­efn­a­stýra hjá Kvenna­at­hvarf­inu í Reykja­vík og doktorsnemi við lækna­deild Há­skóla Íslands, hef­ur unnið tvær skýrsl­ur um stöðu er­lendra kvenna og barna þeirra sem hafa dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu. Hún seg­ir ljóst af svör­um kvenn­anna að bæta verði upp­lýs­inga­gjöf til kvenna af er­lend­um upp­runa sem flytja til Íslands.

Skýrsl­an um stöðu er­lendra kvenna sem hafa dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu

Skýrsl­an um börn sem hafa dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu

Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, vann …
Drífa Jón­as­dótt­ir, af­brota­fræðing­ur og doktorsnemi við lækna­deild Há­skóla Íslands, vann skýrsl­urn­ar fyr­ir Kvenna­at­hvarfið. mbl.is/​Hari

„Það er mik­il­vægt að þær fái upp­lýs­ing­ar um rétt­indi fólks á Íslandi. Að það sé ekki leyfi­legt að beita fólk of­beldi, sama af hvaða toga of­beldið er. Það virðist vanta að festa í sessi verklag varðandi til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar vegna gruns um van­rækslu eða of­beldi í mennta- og heil­brigðis­kerf­inu og að því sé fylgt eft­ir. Við verðum að fræða þá sem koma að allri þjón­ustu við börn um hvað heim­il­isof­beldi er og hvernig er birt­ing­ar­mynd þess hjá börn­um. Við meg­um held­ur ekki gleyma því að það er kannski ekki okk­ar að meta hvort um of­beldi er að ræða. Til­kynntu og láttu fag­fólk um að meta hvort aðstæður viðkom­andi ein­stak­lings eru hættu­leg­ar eða óboðleg­ar,“ seg­ir Drífa og fagn­ar því að vef Neyðarlín­unn­ar, 112.is, hef­ur verið breytt í alls­herj­ar upp­lýs­inga­torg fyr­ir þolend­ur, gerend­ur og aðstand­end­ur um allt sem viðkem­ur of­beldi auk þess sem nú er hægt að ræða við neyðar­vörð gegn­um net­spjall.

Kon­ur sem koma í viðtal eða dvöl í Kvenna­at­hvarfið eru beðnar að lýsa teg­und of­beld­is sem þær hafa verið beitt­ar. Sam­kvæmt árs­skýrslu Kvenna­at­hvarfs­ins fyr­ir árið 2019 þá nefndu nær all­ar kon­urn­ar and­legt of­beldi. 

Stór hluti þeirra kvenna sem þarf að þola and­legt of­beldi býr við slíkt í hverri viku eða oft­ar eða 77%. Um 18%, af þeim sem höfðu reynslu af lík­am­legu of­beldi voru beitt­ar því einu sinni í viku eða oft­ar og 26% af kon­un­um sem höfðu reynslu af kyn­ferðis­legu of­beldi, voru beitt­ar því í hverri viku eða oft­ar.

„Í ljósi teg­und­ar og um­fangs of­beld­is er vert að skoða af­leiðing­ar þess og fram­gang mála inn­an kerf­is­ins. Rúm­ur helm­ing­ur kvenn­anna (53%) sem komu í at­hvarfið á ár­inu 2019 hafði hlotið áverka ein­hvern tím­ann í sam­band­inu og 23% dval­ar­kvenna voru með áverka á lík­am­an­um við komu í Kvenna­at­hvarfið. Alls sögðu 42% kvenna að lög­regl­an hefði komið á vett­vang vegna of­beld­is gegn sér.

Rúm­ur helm­ing­ur (54%) kvenna sem kom í viðtal eða dvöl á ár­inu 2019 höfðu ótt­ast um líf sitt vegna þess of­beld­is sem þær höfðu verið beitt­ar. Þrátt fyr­ir hátt hlut­fall kvenna sem hafa fengið áverka, ótt­ast um líf sitt og fengið lög­reglu á vett­vang heim­il­isof­beld­is, sögðust samt sem áður ein­ung­is 15% hafa kært nú­ver­andi ger­anda vegna þess of­beld­is sem hann hafði beitt kon­una. Ein­ung­is 5% kvenn­anna höfðu fengið nálg­un­ar­bann og 5% höfðu fengið neyðar­hnapp,“ seg­ir í skýrslu um börn af er­lend­um upp­runa í Kvenna­at­hvarf­inu.

Ástæðan fyr­ir því að skýrsl­urn­ar tvær, það er er­lend­ar kon­ur í Kvenna­at­hvarf­inu og börn kvenna af er­lend­um upp­runa í at­hvarf­inu voru unn­ar teng­ist rann­sókn sem Drífa vann fyr­ir tveim­ur árum á upp­lif­un og líðan þolenda of­beld­is.

Sú rann­sókn var bara á ís­lensku og seg­ir Drífa að henni hafi fund­ist nauðsyn­legt að fá mynd af upp­lif­un er­lendra kvenna og barna sem hafa búið við heim­il­isof­beldi. Í tengsl­um við vinnu við skýrsl­urn­ar tvær voru tek­in eig­ind­leg viðtöl við kon­ur og mæður af er­lend­um upp­runa sem dvöldu í at­hvarf­inu. 

Skýrsl­an um er­lendu börn­in í at­hvarf­inu er fyrsta sam­an­tekt­in af ná­kvæm­lega þessu tagi á Íslandi. „Ef eng­in slík gögn eru til staðar get­ur verið erfitt að vita hvernig á að bæta þjón­ustu af þess­um toga, bera sam­an við börn af ís­lensk­um upp­runa, kanna hvar megi stytta eða ein­falda boðleiðir í kerf­inu, hvað þarf að laga og hvað er gott í nú­ver­andi mynd,“ seg­ir í skýrsl­unni en í grein­inni er fjallað um báðar skýrsl­urn­ar, það er viðtöl við er­lendu kon­urn­ar og mæður barna af er­lend­um upp­runa sem hafa dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu.

Eða eins og Drífa seg­ir – staða er­lendra barna sem búa á of­beld­is­heim­il­um og hafa komið í Kvenna­at­hvarfið hef­ur ekki verið skoðuð áður á þenn­an hátt, umræðan hef­ur frek­ar verið byggð á til­finn­ingu.

mbl.is/​Eggert

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu.

„Því miður er það samt ekki alltaf þannig að barnið fái viðeig­andi þjón­ustu eða ann­ars kon­ar hjálp. Hvorki frá kerf­inu né þeim fagaðilum sem stöðu sinn­ar vegna eiga að koma til aðstoðar vegna þess að barnið býr á of­beld­is­heim­ili. Von­ast er til að skýrsl­an varpi ljósi á þá stöðu sem börn­in okk­ar í Kvenna­at­hvarf­inu búa við,“ seg­ir Drífa meðal ann­ars í skýrsl­unni. 

Frá meira en 50 lönd­um

Á ár­inu 2019 komu kon­ur frá meira en 50 lönd­um í Kvenna­at­hvarfið. Tæp­lega helm­ing­ur þeirra kvenna sem dvöldu í Kvenna­at­hvarf­inu í fyrra er af er­lend­um upp­runa en eins og Drífa bend­ir á þá seg­ir það aðeins hálfa sög­una. 

„Hlut­fall er­lendu kvenn­anna í dvöl end­ur­spegl­ar ekki endi­lega um­fang heim­il­isof­beld­is í garð er­lendra kvenna á Íslandi al­mennt. Hátt hlut­fall er­lendra kvenna í dvöl gæti skýrst af því að er­lend­ar kon­ur hafa síður í önn­ur hús að venda, miðað við þær ís­lensku.“ Við það má bæta að hlut­fall ís­lenskra kvenna í viðtöl­um var 74% sam­kvæmt árs­skýrslu at­hvarfs­ins frá 2019.

Tæp­lega fjórðung­ur þeirra er­lendu mæðra sem dvöldu í at­hvarf­inu í fyrra var með áverka á lík­am­an­um við komu og 63% kvenn­anna höfðu ein­hvern tím­ann fengið áverka vegna of­beld­is af hálfu manns­ins sem þær voru að flýja.

Áverk­arn­ir sem kon­urn­ar nefndu voru mar á hálsi og hand­leggj­um, mar útum all­an lík­amann, fing­ur­brot, tann­ar­brot, mar á fæti, höfuðáverk­ar, mar­blett­ir, för á hálsi eft­ir kyrk­ing­ar­tak, bólg­ur á kinn­bein­um, mar á öxl og mar á baki. 

Tæp­lega 10% er­lendu kvenn­anna sem komu með börn og dvöldu í at­hvarf­inu í fyrra voru barns­haf­andi þegar þær komu í at­hvarfið. Það er breyti­legt milli ára hversu mörg börn á Íslandi flýja með mæðrum sín­um í neyðar­at­hvarf vegna of­beld­is á heim­ili. Síðastliðin sex ár (2014-2019) hafa að meðaltali 85 börn á ári dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu í lengri eða skemmri tíma. Flest þeirra barna sem dvöldu í Kvenna­at­hvarf­inu í fyrra voru fimm ára og yngri. Sum börn­in koma beint af fæðing­ar­deild­inni því ekki er talið óhætt fyr­ir móður að fara heim til sín með ný­fætt barnið seg­ir Drífa.  

Hún seg­ir rann­sókn­ir sýna að oft byrj­ar heim­il­isof­beldi á meðgöngu eða það stig­magn­ast. „Of­beldi sem er kannski and­legt verður einnig lík­am­legt og kyn­ferðis­legt þegar of­beld­is­mann­in­um líður mögu­lega eins og að hann sé kom­inn í annað sætið. Að at­hygli kon­unn­ar bein­ist að ein­hverju öðru en hon­um. Kon­urn­ar eru kannski þreytt­ari á meðgöngu og ekki eins dug­leg­ar við að „þjóna“ hon­um. Þær leita meira til mæðra, systra eða vin­kvenna eft­ir ráðum í tengsl­um við meðgöng­una og það þarf oft ekki meira,“ seg­ir Drífa og ít­rek­ar að út­skýr­ing sé eitt en af­sök­un er annað. Gerend­ur geti út­skýrt sína hegðun en það sé hins veg­ar ekki af­sök­un fyr­ir hegðun.  

Of­beldi á aldrei rétt á sér

„Of­beldi í hvaða mynd sem er á aldrei rétt á sér. Of­beldi elur af sér of­beldi og þegar fólk elst upp við of­beldi held­ur það stund­um að það sé normið – að beita aðra mann­eskju of­beldi. Til að mynda sagði ein kon­an sem rætt var við frá því að faðir henn­ar hafi einnig verið of­beld­is­full­ur og verið dæmd­ur fyr­ir of­beldi gegn henni. Hún þekkti ekki annað en heim­il­isof­beldi,“ seg­ir Drífa. 

Hlut­fall kvenna sem fer aft­ur heim til of­beld­is­manns að dvöl lok­inni, hvort sem er ís­lensk eða er­lend, með barn eða ekki er 13-15% und­an­far­in ár. Miðað við þessi hlut­föll virðist hærra hlut­fall er­lendra kvenna, með börn, fara aft­ur heim til of­beld­is­manns­ins að dvöl lok­inni eða næst­um því fimmt­ung­ur (19%). 

Drífa seg­ir að skýr­ing­in geti meðal ann­ars verið að þær eiga ekki í önn­ur hús að venda. Þær eru ekki með bak­land eins og marg­ar inn­lend­ar kon­ur sem eiga bæði fjöl­skyld­ur og vini. Staða kvenna sé enn verri nú á Covid-tím­um þar sem kon­urn­ar eru bók­staf­lega lokaðar inni með of­beld­is­mann­in­um. Jafn­framt hef­ur fjár­hags­staða margra versnað í far­aldr­in­um með til­heyr­andi álagi og spennu á heim­il­um. 

Af þeirri 191 konu sem áttu börn og leitaði í Kvenna­at­hvarfið í fyrra sagði rúm­ur helm­ing­ur að barna­vernd­ar­til­kynn­ing hefði verið send vegna heim­il­isof­beld­is. Börn­in sem bjuggu á þess­um of­beld­is­heim­il­um voru 349 tals­ins. 

Alls höfðu 80% barn­anna sem fjallað er um í skýrsl­unni verið beitt and­legu of­beldi. Þegar spurt var um tíðni and­lega of­beld­is­ins kom í ljós að í 92% til­fella höfðu börn­in búið við of­beldið alla sína ævi eða 11 börn af þeim 12 börn­um sem höfðu búið við and­legt of­beldi. 

Mæður sjö barna af 15 (47%) greindu frá því að börn­in hefðu verið beitt lík­am­legu of­beldi. Með lík­am­legu of­beldi er t.d. átt við að sparka, klóra, kýla, slá utan und­ir, hrista, brenna, binda, beita vopni, kæfa, kyrkja, loka barn inni eða flengja barn. Þær nefna alls kon­ar of­beldi og ein móðir treysti sér ekki til að greina nán­ar frá því í viðtal­inu. Of­beldið hef­ur staðið yfir lengi og er ít­rekað en eng­in mæðranna sem tók þátt í þessu verk­efni greindi frá því að barn þeirra hefði verið beitt kyn­ferðis­legu of­beldi.

Þegar mæðurn­ar voru spurðar út í hvort of­beldið gagn­vart börn­un­um hafi verið skráð hjá lög­reglu vissu rúm 26% ekki svarið við spurn­ing­unni. „Hvers vegna er ekki ljóst, mögu­lega þekkja þær ekki ferlið hjá lög­reglu hér á Íslandi eða hafa ekki nægi­lega góða tungu­málak­unn­áttu til að kynna sér stöðu mála?“ seg­ir í skýrsl­unni.

„Ég vildi óska að ein­hver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða at­hugaði með mig, en það gerðist aldrei. Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerðist aldrei.“

Þetta er lýs­ing stúlku á of­beldi sem hún varð fyr­ir á heim­ili sínu og fjallað er um í skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi. Hún er ein þeirra rúm­lega 13 þúsund barna á Íslandi sem hafa orðið fyr­ir lík­am­legu og eða kyn­ferðis­legu of­beldi áður en barnæsk­unni lýk­ur, fyr­ir 18 ára ald­ur. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í um­fjöll­un mbl.is un skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi sem birt var í maí 2019. Tæp­lega eitt af hverj­um fimm börn­um hef­ur orðið fyr­ir of­beldi fyr­ir 18 ára ald­ur en alls eru 80.383 börn bú­sett á Íslandi og miðað við þann fjölda eru það rúm­lega 13 þúsund börn.

Líkt og Drífa bend­ir á er vitað hvar í ís­lensku sam­fé­lagi börn eiga að hafa snerti­flöt við kerfið, í þessu verk­efni var litið til heil­brigðis­kerf­is, skóla­kerf­is og barna­vernd­ar þó fleiri kerfi komi að mál­efn­um og vel­ferð barna á Íslandi. Kerfið er hugsað til þess að grípa inn í og aðstoða börn­in, meðal ann­ars þau börn sem búa við of­beldi á heim­ili sínu. 

Því miður virðast mörg ljós ekki kvikna

„Í full­komn­um heimi myndu viðvör­un­ar­ljós kerf­is­ins loga á rétt­um stöðum og gripið yrði inn í mál­in í tæka tíð sem hefði síðan far­sæl­an endi í för með sér. Því miður virðast mörg ljós annað hvort ekki kvikna eða þau fara í gang en eng­inn sér þau loga eða eng­inn veit hvað á að gera til að bregðast við ljós­un­um. Stund­um loga ljós­in skært alla barnæsk­una, án aðkomu kerf­is­ins. Marg­ar ástæður gætu verið fyr­ir því og mik­il­vægt er að skilja hvernig má gera bet­ur. Kerfið er hugsað til þess að grípa inn í og aðstoða börn­in, meðal ann­ars þau börn sem búa við of­beldi á heim­ili sínu,“ seg­ir í skýrsl­unni þar sem fjallað er um börn sem koma í Kvenna­at­hvarfið með mæðrum sín­um. 

Þegar Drífa er spurð hvað sé hægt að gera seg­ir hún að bæta mætti verklag þegar kem­ur að mót­töku í heim­il­isof­beld­is­mál­um í heil­brigðis­kerf­inu. Að taka enn bet­ur á móti þess­um sjúk­linga­hópi, til að mynda við mæðraeft­ir­lit. Það þyrfti að skrá mál­in í sjúkra­skrár­kerfi og vísa kon­um áfram í viðeig­andi úrræði. Þannig mætti mögu­lega draga úr ít­rekuðu og stig­magn­andi of­beldi í garð kvenn­anna og auka þar með lífs­gæði þolenda of­beld­is. 

„Við sáum það í svör­um kvenn­anna að starfs­fólk leik­skóla fylg­ist með og er til­búið að aðstoða kon­urn­ar, til­kynna of­beldið og gefa þeim ráðlegg­ing­ar um hvert þær geti leitað. Aft­ur á móti vant­ar enn upp á að starfs­fólk grunn­skól­anna fylg­ist bet­ur með börn­um í skól­an­um. Að gætt sé að börn­um sem greini­lega bera þess merki að eitt­hvað er ekki eins og það á að vera. Svo sem vís­bend­ing­ar um van­rækslu, hegðun þess og annað at­ferli ekki í sam­ræmi við það sem geng­ur og ger­ist hjá börn­um á þess­um aldri,“ seg­ir Drífa. 

Hags­muni barns á að setja í fyrsta sæti

Hún seg­ir að það sé ekki bara í mennta- og heil­brigðis­kerf­inu sem mætti lækka þrösk­uld­inn þegar kem­ur að til­kynn­ing­um varðandi börn og líðan þeirra.

„Þetta á við um alla í sam­fé­lag­inu og að fólk hafi það í huga að ef þú hring­ir ekki þar sem þú vilt ekki taka af­stöðu eða vera að „skipta þér af“, þá verður þú að muna að barnið á að njóta vaf­ans. Viltu frek­ar að barnið búi áfram við öm­ur­leg­ar aðstæður hvort sem það er af hálfu móður eða föður held­ur en að skipta þér af. Við meg­um ekki gleyma því að barna­vernd starfar fyr­ir börn og hef­ur hags­muni barns að leiðarljósi. Við verðum alltaf að setja hags­muni barns­ins í fyrsta sæti ekki okk­ar hags­muni þó svo það sé stund­um ein­fald­ara og þægi­legra,“ seg­ir Drífa.

AFP

Í skýrsl­unni um er­lendu kon­urn­ar í Kvenna­at­hvarf­inu er mjög al­gengt að kon­urn­ar nefni að þær hefðu viljað vita meira um Kvenna­at­hvarfið þannig að þær hefðu getað tekið ákvörðun um að fara fyrr af heim­il­inu og í at­hvarfið. Einnig kem­ur í ljós að gerend­ur virðast reyna að gefa kon­um rang­ar upp­lýs­ing­ar td. að þeir muni hafa af þeim börn­in ef þær leiti sér hjálp­ar. Jafn­vel logið því að Kvenna­at­hvarfið væri bara fyr­ir kon­ur í neyslu og geðveik­ar. 

Svo virðist sem kon­urn­ar upp­lifi að lög­regl­an sé að gera hlut­ina vel og að þar sé verklag sem virki þegar lög­regl­an kem­ur á vett­vang. Ein kona nefndi að ef lög­regl­an í heimalandi henn­ar hefði verið eins góð að meðhöndla heim­il­isof­beld­is­mál og hún upp­lifði hér á Íslandi þá hefði hún fyr­ir löngu verið búin að slíta sig úr of­beld­is­sam­band­inu.

mbl.is/​Hjört­ur

Fræðsla við kom­una til lands­ins: „Það virðist koma nokkuð skýrt fram að kon­urn­ar skorti upp­lýs­ing­ar um rétt sinn hér á landi og að gerend­ur jafn­vel noti sér þekk­ing­ar­leysi kvenn­anna. Þær nefna til dæm­is að ger­andi hafi hótað að taka börn­in af þeim og koma mál­um svo fyr­ir að þær fái ekki að sjá börn­in aft­ur. Slík­ar sög­ur er­lendra kvenna sem í at­hvarfið leita eru ekki óal­geng­ar, sem og að kon­an megi ekki vera leng­ur á land­inu ef hún skil­ur við ger­and­ann því hún hafi ekki neinn rétt hér. Það væri mögu­leiki fyr­ir til dæm­is þau kerfi sem vinna beint að mál­um er­lendra kvenna sem hingað flytj­ast, eins og Þjóðskrá, sýslu­mann­sembætt­in og Útlend­inga­stofn­un að setja upp fræðslu­efni á mörg­um tungu­mál­um um helstu rétt­indi kvenna á Íslandi.

Fræðsluna fengju kon­urn­ar þegar þær kæmu að sækja um leyfi eða að skila inn gögn­um til þess­ara stofn­anna við kom­una inní landið. Slík fræðsla gæti tekið af all­an vafa um það hvað er of­beldi og hvort megi beita kon­ur og börn of­beldi á Íslandi.

Hvort kon­an eigi að láta maka sinn hafa alla þá pen­inga sem hún vinn­ur fyr­ir, hvort kon­an eigi að gera eitt og annað að ósk/​skip­un maka og hvort mak­inn eigi að ráða hvernig öll­um mál­um sé háttað á heim­il­inu. Hvort mak­inn megi eða geti tekið af henni börn­in og ákveðið einn for­sjá um um­gengni eða sent hana eina heim. Hvað ger­ist ef hún sæk­ir um skilnað á grund­velli heim­il­isof­beld­is eða ann­ars, hvort hún geti hringt í lög­regl­una eða haft sam­band við 112 þegar hún eða börn­in eru beitt of­beldi á sínu heim­ili. Slík fræðsla yrði þolend­um heim­il­isof­beld­is án efa til hags­bóta,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Drífa seg­ir að komið hafi upp dæmi um að karl­ar flytji hingað inn kon­ur og svo þegar þeir fá leið á þeim er kon­un­um hent út. Þær vita ekki um rétt­indi sín, hvort þær eru lög­leg­ar í land­inu eða ekki. „Þeir hafa sagt eitt og svo þegar þær leita eft­ir upp­lýs­ing­um kem­ur í ljós að þær eru rétt­laus­ar og ekk­ert annað í boði en að fara úr landi eft­ir langa dvöl á Íslandi. Hluti  þess­ara kvenna er mögu­lega ekki með neitt tengslanet og eng­in bjargráð, svo sem síma, Face­book eða fjár­ráð. Þær eru ein­angraðar og auðvelt fyr­ir of­beld­is­menn­ina að stjórna þeim,“ seg­ir Drífa og bend­ir á þá sorg­legu staðreynd að þær telja sig ör­ugg­ar þar sem þær eru eða rétt­ara sagt eins ör­ugg­ar og þær geta verið, og því sé mögu­lega skárri kost­ur að vera bara áfram í sam­band­inu. „Þeir hafa sorfið af þeim allt fé­lags­legt, lík­am­legt og and­legt sjálf­stæði og þær lokast inni í heimi of­beld­is­ins,“ seg­ir Drífa.

Þegar kon­urn­ar eru spurðar hvað ráð þær hefðu fyr­ir aðrar kon­ur í sömu stöðu og þær voru í áður hvetja þær kyn­syst­ur sín­ar til að forða sér: Hlauptu!, farðu strax, þess­ir menn breyt­ast ekki. „Búmm - nef­brot - Teneri­fe - nýr bíll - of­beldi aft­ur,“ er meðal þeirra svara sem komu fram í viðtöl­un­um.

mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Stór hluti kvenn­anna hafði hlotið áverka eft­ir of­beldið og flest­ar þeirra höfðu þurft að leita aðstoðar hjá heil­brigðis­kerf­inu. Þær sem það gerðu sögðu frá raun­veru­legri at­b­urðarrás sem leiddi til áverk­anna í 80% til­fella en 20% kvenn­anna sagði aðra sögu við heil­brigðis­starfs­fólk.

All­ar kon­urn­ar sem sögðust hafa verið tekn­ar kyrk­ing­ar­taki sögðust hafa fengið um­merki á hálsi eft­ir kyrk­ing­ar­takið. Með kyrk­ing­ar­taki er hér átt við að þrengt sé að önd­un­ar­vegi eða reynt að stöðva blóðrás til heila, hvort sem kon­an missi meðvit­und eða ekki. 

Sam­kvæmt því sem þátt­tak­end­ur segja mætti gera enn aðgengi­legri ýms­ar hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar um Kvenna­at­hvarfið, bæði varðandi dvöl og viðtöl. Sú vinna er þegar haf­in í at­hvarf­inu og upp­lýs­ing­ar um ýmis hag­nýt atriði eru þegar komn­ar á heimasíðu at­hvarfs­ins á ýms­um tungu­mál­um.

AFP

Drífa seg­ir að meira þurfi að koma til. Að við sem sam­fé­lag, hvort sem við störf­um í kerf­inu eða sem áhorf­end­ur þá verðum við öll að grípa inn.  

„Af­leiðing­arn­ar af of­beldi á heim­ili eru svo al­var­leg­ar fyr­ir alla, ekki bara fyr­ir kon­una held­ur einnig börn­in á heim­il­inu. Eins er biðtím­inn eft­ir aðstoð allt of lang­ur. Hvernig er hægt að bjóða barni sem er tveggja ára upp á aðstoð þegar það er fjög­urra ára. Það er svona eins og fer­tug mann­eskja fengi loks aðstoð um átt­rætt. Geng­ur ein­fald­lega ekki upp. 

Mörg­um finnst það þrösk­uld­ur að hafa sam­band og til­kynna en ekki gleyma barn­inu eða kon­unni sem verður fyr­ir of­beld­inu. Verðum að stöðva of­beldi og við get­um gert það meðal ann­ars með því að til­kynna til að mynda til barna­vernd­ar, lög­regl­unn­ar eða Neyðarlín­unn­ar,“ seg­ir Drífa Jón­as­dótt­ir.

Á vef Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að flest­ar til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar­nefnda koma frá lög­reglu.  Flest­ar til­kynn­ing­ar eru vegna van­rækslu, of­beld­is og áhættu­hegðunar barns. 

mbl.is