Fimm uppeldisráð Jónu Valborgar

5 uppeldisráð | 28. október 2020

Fimm uppeldisráð Jónu Valborgar

Jóna Valborg Árnadóttir er barnabókahöfundur og þriggja barna móðir. „Ég eignaðist þrjú börn á rúmum sex árum svo það var oft ansi mikið fjör í húsinu þegar krakkarnir voru litlir,“ segir Jóna Valborg. Hugmyndin að fyrstu bókinni, Brosbókinni, kviknaði á þessum árum og síðan fylgdu fjórar bækur í sömu seríu. Nýútkomin er Systkinabókin en Elsa Nielsen teiknar myndirnar. 

Fimm uppeldisráð Jónu Valborgar

5 uppeldisráð | 28. október 2020

Jóna Valborg Árnadóttir á þrjú börn og skrifar barnabækur.
Jóna Valborg Árnadóttir á þrjú börn og skrifar barnabækur. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir

Jóna Valborg Árnadóttir er barnabókahöfundur og þriggja barna móðir. „Ég eignaðist þrjú börn á rúmum sex árum svo það var oft ansi mikið fjör í húsinu þegar krakkarnir voru litlir,“ segir Jóna Valborg. Hugmyndin að fyrstu bókinni, Brosbókinni, kviknaði á þessum árum og síðan fylgdu fjórar bækur í sömu seríu. Nýútkomin er Systkinabókin en Elsa Nielsen teiknar myndirnar. 

Jóna Valborg Árnadóttir er barnabókahöfundur og þriggja barna móðir. „Ég eignaðist þrjú börn á rúmum sex árum svo það var oft ansi mikið fjör í húsinu þegar krakkarnir voru litlir,“ segir Jóna Valborg. Hugmyndin að fyrstu bókinni, Brosbókinni, kviknaði á þessum árum og síðan fylgdu fjórar bækur í sömu seríu. Nýútkomin er Systkinabókin en Elsa Nielsen teiknar myndirnar. 

„Ég hef alltaf sagt við krakkana að þau séu heppin að eiga hvert annað og eigi að hjálpa hvert öðru, að þau séu góð systkini. Það er gott að alast upp við þakklæti og börn upplifi að þau séu mikilvæg, það sem þau segja og gera skipti máli.“

Börnin eru orðin hálffullorðin í dag eða 11, 14 og 17 ára og segir Jóna Valborg þau vera góða vini þótt hvert og eitt þeirra eigi sín áhugamál og sinn vinahóp. „Þegar við erum í fríi eða á ferðalagi sé ég hvað vináttan er djúp því við skemmtum okkur vel saman fimm manna fjölskyldan. Fyrir það er ég þakklát. Ég vona að þau geti haft stuðning hvert af öðru þegar þau eru orðin fullorðin og njóti þess alltaf að vera systkini.“

Rúm sex ár eru á milli þriggja barna Jónu Valborgar …
Rúm sex ár eru á milli þriggja barna Jónu Valborgar og oft mikið fjör á heimilinu. Hér má sjá fjölskylduna saman fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Aðsend

Hér eru fimm uppeldisráð Jónu Valborgar:

1. Sýndu börnunum virðingu

Við erum öll með tilfinningar og það vill enginn láta tala niður til sín, hvorki heima né fyrir framan aðra. Ég hrósa fyrir það sem vel er gert og sýni hugðarefnum krakkanna minna áhuga. Ég er mjög stolt af þeim og læt það í ljósi.

2. Talið, hlustið og spjallið

Ég held ég hafi lært meira af krökkunum mínum en þau af mér. Það er svo gott að gefa sér tíma til að spjalla, tala og hlusta. Stundum erum við kannski of fljót að leysa málin eða bregðast við þegar börn vilja segja okkur eitthvað. Mér finnst ég stundum hafa verið að flýta mér en þá hef ég kannski misst af einhverju mikilvægu. Ég hef lært það með árunum að gefa mér tíma til að hlusta betur.

3. Leiktu þér

Frá því krakkarnir voru litlir hef ég föndrað, bakað, dansað í stofunni, rótað í laufblöðum og hent þeim yfir mig, farið í snjókast, hlaupið berfætt um í grasinu, sungið og fíflast. Það er ekkert eins gott og leikur og samvera með krökkunum. Maður er aldrei of gamall til að leika sér og fá hláturskast.

Bækur Jónu Valborgar eru orðnar fimm. Elsa Nielsen hannar og …
Bækur Jónu Valborgar eru orðnar fimm. Elsa Nielsen hannar og teiknar myndirnar af sinni alkunnu snilld. Ljósmynd/Aðsend

4. Lestu fyrir og með krökkunum

Á hverju kvöldi lásum við foreldrarnir fyrir krakkana fyrir svefninn. Ómetanleg stund fyrir okkur öll. Með aldrinum hefur þetta breyst og krakkarnir lesa sínar bækur sjálfir. Hins vegar hefur mér fundist það mjög gott að lesa stundum sömu bækur og þau eru að lesa og spjalla svo um þær við þau. Þau eru til dæmis að lesa ljóð og sögur í skólanum og ég les stundum líka. Þá gefst jafnframt tækifæri til að setjast niður og spjalla um daginn og veginn og úr verður góð samverustund.

5. Vertu til staðar

Einhvern tímann áttaði ég mig á því þegar yngri strákurinn minn hafði meitt sig og fór að gráta að ég hughreysti hann án þess að gefa mér í raun tíma til þess. Ég ætlaðist bara til þess að hann jafnaði sig fljótt svo við gætum snúið okkur að öðru en ég sá að hann þurfti að létta á sér, þurfti að gráta og segja mér hvar hann fyndi til. Ég ákvað eftir þetta að gefa mér tíma og vera til staðar, vera hlý og umvefja börnin mín. Við upplifum hlutina ekki á sama hátt og þótt mér finnist eitthvað lítið mál þá lítur barnið mitt kannski öðrum augum á það.

Börn Jónu Valborgar eru orðin hálffullorðin í dag en hún …
Börn Jónu Valborgar eru orðin hálffullorðin í dag en hún leggur sig þó fram við að vera til staðar og les til dæmis stundum sömu bækur og þau. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is