Hrúturinn: Þú ert svo mikill forystusauður

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. október 2020

Hrúturinn: Þú ert svo mikill forystusauður

Elsku hjartans Hrúturinn minn,

Hrúturinn: Þú ert svo mikill forystusauður

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. október 2020

Elsku hjartans Hrúturinn minn,

Elsku hjartans Hrúturinn minn,

það er búin að vera svoddan háspenna og svo sérstök orka í kringum þig síðasta mánuðinn. Þú þarft að sýna extra þolinmæði gagnvart öðrum í kringum þig, því þannig nærðu jafnvæginu í þessum mánuði.

Mars og Júpíter eru inni í lífi þínu, svo þú munt finna mjög sterkt þú sért að rífast við sjálfan þig, eins og þú sért tvískipt persóna.

Annar helmingur þinn hefur verið mjög neikvæður og dregur úr þér kraftinn og gagnvart því sem þú þarft að þora að gera. Hin orkan sem tengd er Júpíter gefur þér mikla valmöguleika og gjafir.

Þú finnur að það kemur yfir þig svo mikill kraftur og ákveðni fyrir því sem þú ætlar að framkvæma. En svo þegar þú vaknar daginn eftir finnst þér þú hafir ekki mátt til að gera það sem þú þarft. Þetta ergir þig að öllu leyti og argur Hrútur er eitthvað sem enginn vill mæta, hvorki að nóttu til né degi.

Inni í þessu er líka fólgin afbrýðissemi sem er alls ekki eitthvað sem fer þér flotti Hrúturinn minn, því öll afbrýðissemi er tengd frekju og yfirgangi. Vöðvabólga, þreyta, verkir og sinnuleysi eru afleiðingar af slíku.

Það er mjög erfitt fyrir þig að sitja og standa eins og aðrir vilja, því þú ert svo mikill forystusauður. Þannig að núna skaltu mynda visst bandalag við fólk sem þér líkar vel við, en líka þá sem ekki eru í náðinni hjá þér. Þetta mun færa þér velsæld og frið í hjartanu sem um leið byggir upp framkvæmdakraftinn þinn og þá einingu sem þig vantar til þess að líf þitt nái þeirri fullkomnum sem þú vilt.

Fyrstu dagar nóvembermánaðar gefa þér sérstaklega færi á því að skipta yfir í fimmta gír. Gera þér grein fyrir að þú þarft að gera allt sjálfur til þess að fá það sem þú vilt. Og þessi mánuður mun sanna fyrir þér að þú hefur svo sterka eiginleika og munt standa svo teinréttur og vera hamingjusamur og ánægður með lífið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is