Elsku Krabbinn minn,
Elsku Krabbinn minn,
Elsku Krabbinn minn,
núna er tímabil þar sem þú ert að taka ákvarðanir og það er svo sterkur máttur yfir því. Þú sættir þig við breytingar, því að sálin þín er svo sterkur skapari og hún skapar alltaf eitthvað nýtt. Þegar ein hurð lokast þá munu svo sannarlega margar dyr opnast fyrir þér.
Þó þér finnist að hin dásamlega veröld sé að stoppa þig í einhverju, þá er það bara í stutta stund sem líður eins og örskot.
Það er svo algengt að þú hafir alltaf þurft að hafa fyrir þínu og það er svo sannarlega mikil blessun og gerir þig bara að enn sterkari karakter. Því það er þannig að ef við fáum allt upp í hendurnar og þurfum ekkert að leggja á okkur, þá verðum við í raun ekki ánægð með neitt.
Lífið er keppni og þú ert eini keppandinn, því þú skalt ekki bera þig saman við aðra, því þú ert ekki þeir og þeir ekki þú.
Þú kærir þig minna um sviðsljósið og að vera miðpunktur athyglinnar. Þú ert að safna orku til að koma öllu á réttan kjöl. Og til þess að bæta líf þitt til hins betra skaltu vera eins góður og hjálpsamur og þú getur við þá sem eru í kringum þig, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki.
Þegar þú stormar út úr þessu tímabili muntu fagna svo mörgu, en fyrst og fremst muntu fagna því sem þú ert sjálfur búinn að ganga í gegnum og áorka.
Ef þú finnur ekki fyrir ástinni er það bara vegna þess að hjarta þitt er dofið og það er svolítil þreyta í huga þínum. En þú átt eftir að spenna bogann svo hátt og skjóta beint í mark, alveg sama hvaða mynd er í huga þínum núna elskan mín.
Taktu líka eftir því hvað fólk verður sammála því sem þú segir, svo leggðu bara hreint á borðið hvað þú vilt og veistu hvað, þú færð samþykki. Talaðu við þá sem ráða því sem þú vilt breyta, því í því liggur styrkur þinn.
Knús og kossar,
Sigga Kling