Elsku hjartans Ljónið mitt,
Elsku hjartans Ljónið mitt,
Elsku hjartans Ljónið mitt,
þín ríkjandi pláneta er Sólin og þegar þú ert á réttu róli ertu eins og hún. En þegar þú dregur upp ský allt í kringum þig, þá sést þú ekki. Alveg eins og þegar ský dregur fyrir sólu.
Það eina sem gæti verið að torvelda að einhverju leyti fyrir þér lífið er að nenna ekki hinu og þessu og bíða eftir að aðrir hlaupi upp til handa og fóta og reddi málunum. En þú stjórnar nefnilega alveg þessu tímabili sem er að koma; hvort þú viljir hafa rigningarský þar sem þú lætur þig hverfa í annan heim. Hvort sem þetta tengist tölvuleikjum, áfengi eða öðrum ávanabindandi lífstíl, þá gengur raunveruleikinn ekki upp þannig.
Gerðu meira en þú þorir og gerðu meira en þú þarft, því þá muntu skína eins sólin og skugginn sést ekki. Þú mátt ekki láta reiði úr fortíðinni myrkva daginn þinn, hvort sem hún er tengd atburðum eða fólki úr fortíðinni. Í hvert skipti sem þú vaknar hefst nefnilega nýr dagur og það er dagurinn sem þú átt til að umvefja til að gleyma hinu gamla.
Allsstaðar í kringum þig er að byggjast upp ljós og annað fólk er að sjá svo skýrt hvers þú ert megnugur. Tækifærin eru eins og vindurinn, koma hratt og hverfa jafnharðan. Skoðaðu betur þær hugmyndir sem eru þér til velsældar, því þú ert að laða að þér manneskjur sem sjá svo skýrt að þú getur þetta.
Þú skynjar það þessa dagana að ekkert muni fella þig. En þú ert búinn að fara í gegnum skýtinn mánuð og átt eftir að finna hjá þér þá visku að einfalda hlutina núna í nóvember. Þú munt laga til og henda því sem er fyrir þér, kíkja í spegilinn og sjá þú ert aðal Ljónið og verður alltaf.
Knús og kossar,
Sigga Kling