Sporðdrekinn: Þú færð mikinn kraft í fullu tungli

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. október 2020

Sporðdrekinn: Þú færð mikinn kraft í fullu tungli

Elsku Sporðdrekinn minn,

Sporðdrekinn: Þú færð mikinn kraft í fullu tungli

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. október 2020

Elsku Sporðdrekinn minn,

Elsku Sporðdrekinn minn,

ég þarf að segja þér eina staðreynd. Hún er sú að merkið þitt er eitt af fjórum heppnustu stjörnumerkjunum sem segir svo sannarlega að þú hafir svo sterkan vilja að bera.  Og það sem þú vonar að verði og gerist mun koma til þín þegar þú lætur viljann tala.

Afkomustreita hefur áhrif á þig en þú getur samið um allt mögulegt, svo gerðu það núna með viljann að vopni. Það er mjög algengt ég sjái að rétt fyrir afmælisdaginn þinn kemur högg sem þú sást ekki fyrir. Þetta högg mun breyta hag þínum til hins betra, en þú gerir þér enga grein fyrir því fyrr en útkoman er fyrir framan þig.

Það er nýtt tungl þann 15. nóvember og því fylgir ómældur kraftur fyrir þig. Og á því tímabili muntu sjá að þú ert magnari; þú magnar bæði upp huga og atburði. Svo á þessu tímabili segðu þá skýrt við Alheiminn og aðra sem þurfa það að heyra, hvernig þú vilt að hlutirnir fari. Hugsaðu vel á þessu tímabili hvað í raun er þér fyrir bestu. Þú ert með góðar hugmyndir sem geta skapað þér og öðrum betra líf, svo ekki efast í eina mínútu um að þú hafir máttinn í hendi þér og dýrðina.

Þú ert beintengdur við Nautsmerkið og ef þú skoðar vel áttu marga vini og velunnara í því merki. Þessvegna skreytir það þig ennfremur að fullt tungl í Nautsmerkinu er þann 31. október. Það tímabil fyllir þig af andagift til að drífa óleyst mál áfram. Og Júpíter, sem er sterkt tengdur þér núna, hjálpar þér til þess að efla sjálfstraust þitt til að láta vaða í breytingar sem munu gera líf þitt miklu meira spennandi en það hefur verið.

Við ykkur ís þessu merki sem eruð þungir og líður illa andlega segi ég að núna er rétti tíminn til að skríða útúr myrkrinu og faðma ljósið sem þú átt skilið. Það treysta svo margir á þig og þú verður að skilja að það eina sem vantar er að þú treystir á þig sjálfan og jafnframt treystir á ástina, því hún treystir á þig.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is