Eyðimerkurlúkkið á leggjunum

Inga næringarþerapisti | 8. nóvember 2020

Eyðimerkurlúkkið á leggjunum

„Það er komið haust og nánast vetur, með tilheyrandi roki, uppímótirigningu, hagléli og kulda. Á þessum árstíma fer húðin að senda frá sér svona „strekkt leður“-tilfinningu, leggirnir líta út eins og sprungin eyðimörk og hárið frissast í allar áttir í einhverju rafmagnsæði,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli á Smartlandi. 

Eyðimerkurlúkkið á leggjunum

Inga næringarþerapisti | 8. nóvember 2020

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er komið haust og nánast vetur, með tilheyrandi roki, uppímótirigningu, hagléli og kulda. Á þessum árstíma fer húðin að senda frá sér svona „strekkt leður“-tilfinningu, leggirnir líta út eins og sprungin eyðimörk og hárið frissast í allar áttir í einhverju rafmagnsæði,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli á Smartlandi. 

„Það er komið haust og nánast vetur, með tilheyrandi roki, uppímótirigningu, hagléli og kulda. Á þessum árstíma fer húðin að senda frá sér svona „strekkt leður“-tilfinningu, leggirnir líta út eins og sprungin eyðimörk og hárið frissast í allar áttir í einhverju rafmagnsæði,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli á Smartlandi. 

Að öllum ýktum lýsingum slepptum, þá kannast flestir við að húð og hár þorna við þessi árstíðaskipti.

Fyrsta ráð margra er þá að byrja að smyrja sig með alls konar kremum og kaupa hugsanlega ný, vegna þess að þau gömlu sem eru til í baðherbergisskápnum virka bara alls ekki nógu vel.

En þessi smurning dugar skammt því um leið og kremið er komið inn í húðina heldur þurrkurinn áfram.

Og hvað þá?

Sko, líkaminn allur og húðin þar með talin þarf að fá mýkingu innanfrá. Hver einasta fruma líkamans þarf á því að halda. Hver einasta fruma þarf á góðri fitu að halda til að smyrja líkamann og þar með húðina innanfrá.

Staðreyndin er sú að fæstir borða nóg af góðri fitu til að halda líkamanum mjúkum og vel smurðum. Það er að segja réttu fitunni.

Það eru ómega-fitusýrurnar sem vantar í almennt mataræði en augu vísindamanna og almennings hafa fyrst og fremst beinst að því að reyna að fá fólk til að neyta meira af ómega 3-fitusýrum.

Sem er gott, nei ekki gott, bara frábært!

Ómega 3-fitusýrur eru bólgueyðandi, mýkjandi, næra taugakerfið og heilann, styrkja hjarta og æðakerfi og svo mætti lengi telja.

Hins vegar hafa vísindamenn nú beint sjónum í auknum mæli að ómega 7-fitusýrunni sem þeirri mest húðnærandi og einnig sem þeirri bestu fyrir allar slímhúðir líkamans.

Þið vitið, augu, munnur, nef, leggöng, lungu, meltingarvegur og allt er þakið viðkvæmri slímhúð sem þarf næringu. Ómega 7 nærir einmitt þessa viðkvæmu slímhúð og því skothelt ráð að taka hana inn ef þurrkur er í slímhúð.

Ég hef stundum kallað ómega 7 „fallegu fitusýruna“ vegna þess að hún nærir húðina svo vel. Hún verður mýkri, fínum línum og hrukkum fækkar vegna þess að húðin er full af raka og allt yfirbragð húðarinnar verður fallegra. Í öllu falli líður þér betur í eigin skinni ef skinnið er mjúkt!

Þessi fallega fitusýra fyrirfinnst í magnaðri jurt sem heitir hafþyrnir (sea buckthorn) og því er skothelt ráð gegn þurrki að taka inn olíu sem er unnin úr honum.

Hafþyrnisolían fæst núna í formi bætiefnis, í hylkjum, og þú ættir að fá hana í næsta apóteki eða heilsuvöruverslun.

Svo má bara líka nota öll fínu kremin, því það er bara kósí og næs, svona með.

mbl.is