Stærsta líffærið er húðin og hún er okkar stærsti varnarskjöldur gegn sýkingum og mengun. En það er líka ekkert mál að skemma húðina og valda algengum húðvandamálum með því að hugsa illa um hana.
Stærsta líffærið er húðin og hún er okkar stærsti varnarskjöldur gegn sýkingum og mengun. En það er líka ekkert mál að skemma húðina og valda algengum húðvandamálum með því að hugsa illa um hana.
Stærsta líffærið er húðin og hún er okkar stærsti varnarskjöldur gegn sýkingum og mengun. En það er líka ekkert mál að skemma húðina og valda algengum húðvandamálum með því að hugsa illa um hana.
Mikill kvíði og stress fylgir þessum undarlegu tímum sem við lifum á og það hjálpar ekki til við að halda húðinni góðri. Það er þó fullt sem við getum gert til að hlúa að húðinni og koma henni í sitt besta ástand.
Núna er fullkomið tækifæri fyrir þau sem vinna heima að taka tíma í húðumhirðu.
Þegar fólk hættir að nota förðunarvörur, sérstaklega ef þær hafa stíflandi áhrif á húðina, tekur það eftir að húðin verður fallegri. Eftir um viku af engum förðunarvörum ættirðu að sjá breytingu á húðinni. Ef þú sleppir húðvörum í um mánuð ættirðu að sjá enn meiri mun.
Förðunarvörur skapa aukaáreiti á húðina. Bæði geta þær verið ertandi og maður þrífur yfirleitt húðina með ágengari efnum þegar maður þrífur förðunarvörur af. Þetta er því kjörið tækifæri til að prófa að sleppa því að mála sig í viku eða fjórar og athuga hvort það skilar þér betri húð.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir öll þau sem eiga förðunarbursta af einhverri tegund að þrífa þá reglulega. Nýttu tækifærið í heimsfaraldrinum og djúphreinsaðu burstana. Í þá safnast bakteríur og drulla sem geta auðveldlega valdið útbrotum og bólum á húðinni seinna meir. Ef burstarnir eru í stöðugri notkun er mælt með því að þrífa þá einu sinni í viku. Það má nota ýmislegt til verksins, þar til gerðar mottur og sápur. Það er líka hægt að nota uppþvottalög og hendurnar.
Það hljómar fáránlega að nota sólarvörn yfir vetrarmánuði á Íslandi því það er bjart í um það bil korter á daginn. En það skiptir engu máli; sólarvörn er lykilatriði í því að hægja á öldrun húðarinnar. Notaðu sólarvörn jafnvel þótt þú sitjir bara við gluggann heima að vinna.
Núna er tíminn til að kaupa gott rakakrem ef þú ert ekki þegar búin/n að því. Reyndu að velja gott rakakrem, til dæmis með hýalúronsýru eða squalane. Ekki gleyma að viðhalda rakanum innan frá líka og drekka mikið vatn.