Sunneva Einars ætlar aldrei aftur á djúskúr

Teboðið | 12. nóvember 2020

Sunneva Einars ætlar aldrei aftur á djúskúr

Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir ræddu klikkaða hollywoodkúra sem stjörnurnar hafa farið á í nýjasta þættinum af Teboðinu. Þær ræddu einnig hvaða kúra þær hefðu prófað. 

Sunneva Einars ætlar aldrei aftur á djúskúr

Teboðið | 12. nóvember 2020

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir halda úti hlaðvarpinu …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir halda úti hlaðvarpinu Teboðið.

Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir ræddu klikkaða hollywoodkúra sem stjörnurnar hafa farið á í nýjasta þættinum af Teboðinu. Þær ræddu einnig hvaða kúra þær hefðu prófað. 

Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir ræddu klikkaða hollywoodkúra sem stjörnurnar hafa farið á í nýjasta þættinum af Teboðinu. Þær ræddu einnig hvaða kúra þær hefðu prófað. 

Sunneva hefur meðal annars prófað að fara á djúskúr en hún valdi óheppilega tímasetningu, í miðri prófatíð. Hún segist ekki hafa átt góða upplifun af því og alltaf borðað hafragraut á kvöldin til að seðja hungrið. 

„Ég hef einu sinni prufað að djúsa í þrjá daga og ég ætla aldrei að gera það aftur. Hjálpi mér. Það var yfir jólapróf hjá mér,“ sagði Sunneva. 

Birta Líf hefur bæði prófað að fækka hitaeiningum í ákveðið langan tíma og tekið föstur þar sem hún borðar innan ákveðins tímaramma, eins og til dæmis 16:8-kúrinn. Hún sagði að eftir tímabilið þar sem hún borðaði færri hitaeiningar hefði hún strax leitað aftur í gamlar venjur eftir að kúrnum lauk en hún hefði þó lært að velja hollari kosti. Hún hefur líka prófað að vera vegan í mánuð. „Allt svona er bara skyndi. Ég held ég myndi aldrei endast lengi. Ég borðaði fáránlega lítið af kaloríum á dag. Þetta myndi aldrei endast til lengdar,“ sagði Birta. 

„Það sem þetta gerði fyrir mig var að þegar glugginn minn opnaðist þá var ég neydd í að borða meira en á styttri tíma. Þarna komst ég ekki upp með að fá mér hádegismat og kvöldmat og búið. Þá var ég bara svelt um kvöldið. Þannig að þetta hjálpaði mér að vera í millimálum,“ sagði Birta. 

Sunneva og Birta segja að það sé ekkert að því að prufa alls konar kúra til að athuga hvernig þeir virka en eru samt sammála um að flestir kúrar séu bara skyndilausnir og virki ekki til lengdar. 

„Ef þú ætlar að taka bara 1.000 kaloríur á dag í viku og ekki í næstu viku þá missirðu kannski einhver kíló en þetta er bara vatn sem þú ert að missa. Þetta er ekkert að fara að skila þér neinum árangri til lengri tíma. Það er það sem mér finnst mikilvægast: ef maður ætlar að gera eitthvað í sínum málum verður maður að breyta öllu mataræðinu og lífsstílnum. Þú getur ekki tekið bara viku og viku einu sinni til tvisvar á ári,“ sagði Sunneva. 

Þáttinn má finna á hlaðvarpsvef mbl.is og einnig í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is