Marel styrkir Rauða krossinn um 162 milljónir

Suður-Súdan | 17. nóvember 2020

Marel styrkir Rauða krossinn um 162 milljónir

Fyrirtækið Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, eða um 162 milljónir íslenskra króna, sem verða nýttar í að auka fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan.

Marel styrkir Rauða krossinn um 162 milljónir

Suður-Súdan | 17. nóvember 2020

Marel.
Marel. mbl.is/Hjörtur

Fyrirtækið Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, eða um 162 milljónir íslenskra króna, sem verða nýttar í að auka fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan.

Fyrirtækið Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, eða um 162 milljónir íslenskra króna, sem verða nýttar í að auka fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan.

Suður-Súdan er eitt af fátækustu ríkjum heims og eru íbúar landsins yfir 11 milljónir. Um það bil helmingur íbúanna býr við alvarlegan matvælaskort og er því berskjaldaður fyrir vannæringu. Átök hafa geisað í landinu síðastliðin ár og er talið að um 1,6 milljónir einstaklinga séu á vergangi innan landsins, að því er kemur fram í tilkynningu.

Símaver Rauða krossins á Íslandi.
Símaver Rauða krossins á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Stríðsátök og ofbeldi undanfarinna ára hafa skilið eftir sig djúp sár í Suður-Súdan. Þörfin á aðstoð er mikil en um það bil helmingur íbúa landsins hefur ekki nægan aðgang að mat. Stuðningur Marels og Rauða krossins á Íslandi mun gera okkur kleift að auka stuðning okkar við hundruð þúsunda fjölskyldna í Suður-Súdan“ segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), í tilkynningunni.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, bætir við: „Framtíðarsýn og tilgangur Marels er skýr. Við viljum stuðla að því að hágæða matvæli séu framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Því miður hafa ekki allir aðgang að mat eða öðrum grundvallar nauðsynjum og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að auka matvælaöryggi á heimsvísu.“

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.

Hann bætir við að samstarfið við Rauða krossinn sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð og áherslu á framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Samstarf okkar við Rauða krossinn styður sérstaklega við tvö af heimsmarkmiðunum; ekkert hungur og alþjóðlega samvinnu um sjálfbæra þróun. Við erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum og stuðlað að sjálfbærri þróun og betri lífskjörum,“ segir Árni Oddur. „Við vitum að á þeirri vegferð skiptir hver máltíð máli og hvert framlag telur.“

Mat dreift í Suður-Súdan fyrr á þessu ári.
Mat dreift í Suður-Súdan fyrr á þessu ári. AFP
mbl.is