Vantar ekki krakka og konu heim til Helga?

Kastalinn tekinn í gegn | 17. nóvember 2020

Vantar ekki krakka og konu heim til Helga?

Grínistinn og hlaðvarpsstjarnan Helgi Jean Classen hefur verið í vinnugallanum allt þetta ár til þess að gera Kakókastalann upp. Í fyrstu ætlaði hann bara að flikka örlítið upp á húsið en eitt leiddi af öðru og var húsið gert nánast fokhelt. 

Vantar ekki krakka og konu heim til Helga?

Kastalinn tekinn í gegn | 17. nóvember 2020

Grínistinn og hlaðvarpsstjarnan Helgi Jean Classen hefur verið í vinnugallanum allt þetta ár til þess að gera Kakókastalann upp. Í fyrstu ætlaði hann bara að flikka örlítið upp á húsið en eitt leiddi af öðru og var húsið gert nánast fokhelt. 

Grínistinn og hlaðvarpsstjarnan Helgi Jean Classen hefur verið í vinnugallanum allt þetta ár til þess að gera Kakókastalann upp. Í fyrstu ætlaði hann bara að flikka örlítið upp á húsið en eitt leiddi af öðru og var húsið gert nánast fokhelt. 

Það sem Helgi hefur lært af þessu ferli er að það að díla við iðnaðarmenn er sérlistgrein og í raun eins og að fara í langskólanám. Eftir að hafa brotið niður fullt af veggjum er hann fær í flestan sjó. Kakókastalinn er alveg að verða tilbúinn. Það eina sem vantar í Kakókastalann er mögulega eiginkona og börn. Það er þó eitthvað sem mun koma í ljós síðar.  

mbl.is