Kaupa í írskum fiskvinnslum fyrir 2,5 milljarða

Iceland Seafood | 18. nóvember 2020

Kaupa í írskum fiskvinnslum fyrir 2,5 milljarða

Iceland Seafood International hefur gengið frá kaupum á öllum hlutum í írska fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons sem sérhæfir sig í framleiðslu reyktra laxafurða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Kaupverðið er sagt 6,5 milljónir evra eða rétt rúmur milljarður íslenskra króna og er því það sama og tilgreint var í viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðra kaupa sem undirrituð var í ágúst.

Kaupa í írskum fiskvinnslum fyrir 2,5 milljarða

Iceland Seafood | 18. nóvember 2020

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir kaupin á Írlandi hlut …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir kaupin á Írlandi hlut af stefnu fyrirtækisins um að efla starfsemina nær mörkuðum. Ljósmynd/Iceland Seafood

Iceland Seafood International hefur gengið frá kaupum á öllum hlutum í írska fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons sem sérhæfir sig í framleiðslu reyktra laxafurða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Kaupverðið er sagt 6,5 milljónir evra eða rétt rúmur milljarður íslenskra króna og er því það sama og tilgreint var í viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðra kaupa sem undirrituð var í ágúst.

Iceland Seafood International hefur gengið frá kaupum á öllum hlutum í írska fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons sem sérhæfir sig í framleiðslu reyktra laxafurða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Kaupverðið er sagt 6,5 milljónir evra eða rétt rúmur milljarður íslenskra króna og er því það sama og tilgreint var í viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðra kaupa sem undirrituð var í ágúst.

Samhliða kaupunum á Carrs & Sons hefur Iceland Seafood einnig fest kaup á 33% hlut í fiskvinnslunni Oceanpath á Írlandi fyrir níu milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarða íslenskra króna. Sextíu prósent af kaupverðinu verða greidd með peningum en 40% með nýjum hlutum í Iceland Seafood.

Oceanpath veður með viðskiptunum að fullu í eigu Iceland Seafood, en árið 2018 festi félagið kaup á 67% hlut í írska fyrirtækinu sem  er stærsti framleiðandi ferskra sjávarafurða á Írlandi.

Með kaupunum tvennum er gert ráð fyrir að samanlögð sala á Írlandi muni fara yfir 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega átta milljarða króna, og nær salan til allra stærri dagvöruverslana á Írlandi.

„Kaupin eru partur af þeirri vegferð sem við hjá Iceland Seafood erum á. Að kaupa og byggja upp virðisaukandi fyrirtæki sem eru djúpt inni á markaðnum og nálægt viðskiptavininum og sem gefa okkur tækifæri til að nýta okkar þekkingu og styrk í innkaupum, framleiðslu og markaðsmálum. Við teljum að Carr & Sons passi mjög vel við þá stefnu,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood.

mbl.is