Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð

Dauðarefsingar | 20. nóvember 2020

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð

Tæplega fimmtugur maður sem var dæmdur fyrir að ræna og nauðga 16 ára gamalli stúlku, Lisu Rene, í Texas áður en hann tók þátt í að hella yfir hana bensíni og grafa lifandi var tekinn af lífi í Indiana-ríki í gærkvöldi. Um er að ræða áttundu aftökuna á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar það sem af er ári. Í tæpa tvo áratugi var dauðadómum ekki framfylgt á vegum alríkisstjórnarinnar þangað til nú, á síðasta starfsári Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð

Dauðarefsingar | 20. nóvember 2020

Terre Haute-alríkisfangelsið í Indiana.
Terre Haute-alríkisfangelsið í Indiana. AFP

Tæplega fimmtugur maður sem var dæmdur fyrir að ræna og nauðga 16 ára gamalli stúlku, Lisu Rene, í Texas áður en hann tók þátt í að hella yfir hana bensíni og grafa lifandi var tekinn af lífi í Indiana-ríki í gærkvöldi. Um er að ræða áttundu aftökuna á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar það sem af er ári. Í tæpa tvo áratugi var dauðadómum ekki framfylgt á vegum alríkisstjórnarinnar þangað til nú, á síðasta starfsári Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.

Tæplega fimmtugur maður sem var dæmdur fyrir að ræna og nauðga 16 ára gamalli stúlku, Lisu Rene, í Texas áður en hann tók þátt í að hella yfir hana bensíni og grafa lifandi var tekinn af lífi í Indiana-ríki í gærkvöldi. Um er að ræða áttundu aftökuna á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar það sem af er ári. Í tæpa tvo áratugi var dauðadómum ekki framfylgt á vegum alríkisstjórnarinnar þangað til nú, á síðasta starfsári Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.

Orlando Hall, 49 ára, var lýstur látinn klukkan 23:47 í gærkvöldi eftir að hafa verið veitt náðarhöggið með sprautu. Lokaorð Hill í Terre Haute-alríkisfangelsinu beindust til trúbræðra hans. Hann þakkaði þeim stuðninginn og sagði þeim að allt væri í lagi. Það væri í lagi með hann. Eftir að lesin var upp yfirlýsing um glæpi þá sem hann framdi leit Hall upp og beindi orðum sínum til stuðningsfólks: „Farið vel með ykkur. Segið börnum mínum að ég elski þau.“ 

Fyrr um daginn hafði hæstiréttur hafnað beiðni lögmanna Hall um að lífi hans yrði þyrmt á grundvelli þess að réttarhöldin yfir honum hafi litast af rasisma auk þess sem efasemdir væru um að stjórnarskrárvarinn réttur fangans væri virtur. 

Eftir að lyfinu hafði verið dælt inn í blóðrás Halls, lyfti hann höfðinu og kipptist til og frá. Hann muldraði með sjálfum sér og átti greinilega í öndunarerfiðleikum. Skömmu síðar dró hann síðasta andardráttinn. 
Í yfirlýsingu sem fangelsisyfirvöld sendu frá sér er haft eftir systur hennar, Pearl Rene, að með aftökunni ljúki löngum og sársaukafullum kafla í lífi fjölskyldunnar. 
Áður en ríkisstjórn Trumps hóf að framfylgja dauðadómum að nýju fyrr á árinu höfðu aðeins þrír alríkisfangar verði teknir af lífi í 56 ár í Bandaríkjunum. Tvær alríkisaftökur eru bókaðar síðar á árinu. Óvíst er hvort önnur þeirra verði að veruleika fyrir áramót þannig að ólíklegt er að henni verði framfylgt eftir að Joe Biden tekur við sem forseti Bandaríkjanna enda andstæðingur dauðarefsinga. 
AFP

Hall var einn fimm manna sem voru dæmdir fyrir ránið og morðið á Lisu Rene árið 1994. Samkvæmt gögnum málsins seldi Hall kannabis á þessum tíma í Arkansas og í september 1994 fór hann til Dallas að kaupa maríjúana til að selja síðar. Hann hitti tvo menn á bílaþvottastöð og lét þá fá 4.700 bandaríkjadali og átti von á því að þeir myndu afhenda honum fíkniefnin síðar sama dag. Tvemenningarnir voru bræður Lisu Rene. Þess í stað sögðu bræðurnir að bílnum og öllum peningunum hefði verið rænt. Hall og félagar hans voru sannfærðir um að bræðurnir væru að ljúga og fóru heim til bræðranna í Arlington í Texas. 

Þegar Hall og þrír félagar hans komu þangað var Lisa Rene ein heima. „Hún var að læra undir próf og sat með skólabókina í sófanum þegar þessir menn bönkuðu á útidyrahurðina,“ segir John Stanton, sem stýrði lögreglurannsókninni á sínum tíma. 

„Þeir eru að reyna að brjóta hurðina! Flýtið ykkur!“ heyrðist á upptöku Neyðarlínunnar sem spiluð var við réttarhöldin. Síðan heyrðist óp og karlmannsrödd sem sagði: „Við hvern ertu að tala?“ Síðan var skellt á. 

Í frétt NBC News kemur fram að mennirnir hafi nauðgað Rene ítrekað næstu tvo sólarhringa á gistiheimili í Pine Bluff. 26. september 1994 fóru mennirnir með Rene út í skóg. Þeir komu henni fyrir í gröf sem þeir grófu daginn áður eftir að hafa lamið hana í höfuðið með skóflu. Þeir helltu bensíni yfir hana og síðan mokuðu þeir yfir. Lík Rene fannst átta dögum síðar. Niðurstaða réttarmeinafræðings var sú að hún hefði verið á lífi þegar þeir mokuðu yfir gröfina og banamein hennar hefði verið köfnun. 

Vegna þess að morðingjarnir fóru yfir ríkismörk var réttað yfir þeim af hálfu alríkisins. Félagi Halls, Bruce Webster, var einnig dæmdur til dauða en dómnum var breytt í fyrra vegna þess að hann er greindarskertur. 

Að sögn lögmanna Hall, Marcia Widder og Robert Owen, neitaði skjólstæðingur þeirra aldrei að hafa átt aðild að morðinu. Þau segja að kviðdómurinn, sem eingöngu var skipaður hvítu fólki, hafi aldrei fengið tækifæri til þess að fá að heyra sögu Hall af uppvexti hans á fátæku og ofbeldisfullu heimili. Eða eftirsjá og iðrun hans og afsökunarbeiðni sem hann sendi fjölskyldu Rene. 

Þau telja að ef kviðdómurinn hefði vitað þetta væri enginn efi í þeirra huga að lífi Halls hefði verið þyrmt þrátt fyrir aðild að hrottalegum glæp. Þrír af þeim ákærðu, þar á meðal bróðir Hall, voru dæmdir í fangelsi gegn því að þeir vitnuðu gegn Hall og öðrum manni sem einnig var dæmdur til dauða. Þau benda einnig á að svartir Bandaríkjamenn eru mun oftar dæmdir til dauða en hvítir fyrir sambærilega glæpi.

mbl.is