Apabrauð með nógu af osti

Uppskriftir | 23. nóvember 2020

Apabrauð með nógu af osti

Apabrauð er afar vinsælt hjá krökkum og fullorðnum – en hér um ræðir bakað pítsudeig með cheddarosti, parmesan, blaðlauk, hvítlauk og steinselju. Brauðið er samsett úr litlum brauðbitum, þannig að auðvelt er að toga bitana í sundur. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem segist notast við tilbúið pítsudeig, en auðvitað megi útbúa það sjálfur.

Apabrauð með nógu af osti

Uppskriftir | 23. nóvember 2020

Apabrauð er rosalega gott og líka svo skemmtilegt að narta …
Apabrauð er rosalega gott og líka svo skemmtilegt að narta í. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Apabrauð er afar vinsælt hjá krökkum og fullorðnum – en hér um ræðir bakað pítsudeig með cheddarosti, parmesan, blaðlauk, hvítlauk og steinselju. Brauðið er samsett úr litlum brauðbitum, þannig að auðvelt er að toga bitana í sundur. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem segist notast við tilbúið pítsudeig, en auðvitað megi útbúa það sjálfur.

Apabrauð er afar vinsælt hjá krökkum og fullorðnum – en hér um ræðir bakað pítsudeig með cheddarosti, parmesan, blaðlauk, hvítlauk og steinselju. Brauðið er samsett úr litlum brauðbitum, þannig að auðvelt er að toga bitana í sundur. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem segist notast við tilbúið pítsudeig, en auðvitað megi útbúa það sjálfur.

Apabrauð með nógu af osti

  • 1 pk. tilbúið pítsudeig
  • 150 g rifinn cheddarostur
  • 80 ml rifinn parmesanostur
  • 50 ml smjör, rifið með rifjárni
  • 80 ml blaðlaukur, smátt skorinn
  • 60 ml fersk steinselja, smátt skorin
  • 2 hvítlauksrif, rifin
  • cayennepipar, má sleppa
  • salt og pipar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Blandið saman cheddarosti, parmesanosti, smjöri, blaðlauk, steinselju, hvítlauksrifi og kryddi í skál. Hrærið vel saman. Takið ca ¼ af ostablöndunni til hliðar.
  3. Þrýstið deiginu aðeins út með höndunum svo það verði kassalaga. Skerið það í 6-8 lengjur og skerið síðan þvert á lengjurnar svo úr verði litlir bitar. Bitarnir eiga að vera í kringum 3 cm.
  4. Blandið deiginu saman við ostablönduna þannig að hver biti verði þakinn osti.
  5. Smyrjið eldfast form eða pönnu sem má fara inn í ofn og raðið deiginu í það.
  6. Slökkvið á ofninum þegar það eru ca 10 mínútur þangað til þið setjið deigið í hann. Setjið álpappír yfir formið og látið deigið hefast í heitum ofninum í 20 mínútur.
  7. Takið álpappírinn af og kveikið aftur á ofninum. Stillið á 190°C og bakið í 18-20 mínútur.
  8. Dreifið restinni af ostinum yfir og bakið í 7-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  9. Berið brauðið fram heitt.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is