Haldið á óþekktum stað

Haldið á óþekktum stað

Pakistaninn Idris Khattak hvarf 13. nóvember í fyrra er hann var á heimleið frá Islamabad  til héraðsins Khyber Pakhtunkhwa. Enginn vissi hvað hafði orðið um hann, ekkert frekar en bílstjóra hans, fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar er bílstjóri hans var látinn laus úr haldi.

Haldið á óþekktum stað

Amnesty International - þitt nafn bjargar lífi | 29. nóvember 2020

Idris Khattak er sérfræð­ingur um þvinguð manns­hvörf í Pakistan.
Idris Khattak er sérfræð­ingur um þvinguð manns­hvörf í Pakistan. Ljósmynd Amnesty International

Pakistaninn Idris Khattak hvarf 13. nóvember í fyrra er hann var á heimleið frá Islamabad  til héraðsins Khyber Pakhtunkhwa. Enginn vissi hvað hafði orðið um hann, ekkert frekar en bílstjóra hans, fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar er bílstjóri hans var látinn laus úr haldi.

Pakistaninn Idris Khattak hvarf 13. nóvember í fyrra er hann var á heimleið frá Islamabad  til héraðsins Khyber Pakhtunkhwa. Enginn vissi hvað hafði orðið um hann, ekkert frekar en bílstjóra hans, fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar er bílstjóri hans var látinn laus úr haldi.

Þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um mannránið, að fjórir óeinkennisklæddir menn hafi sett svartan poka yfir höfðuð Idris Khattak og bílstjórans og farið með þá á óþekktan stað var ekkert gert í málinu af hálfu lögreglu. 

Idris Khattak, sem er 56 ára gamall, er sérfræð­ingur um þvinguð manns­hvörf í Pakistan. Hann hefur um árabil skráð þvinguð manns­hvörf, sem eru glæpur samkvæmt alþjóða­lögum, fyrir Amnesty Internati­onal og Human Rights Watch.

Feðginin Talia og Idris Khattak.
Feðginin Talia og Idris Khattak. Ljósmynd Amnesty International

Fjölskylda hans var vöruð við því að fara með málið áfram og greina frá þessu opinberlega en hálfu ári síðar gafst tvítug dóttir hans, Talia Khattak, upp og rauf þögnina. Með stuðningi Amnesty International berst hún fyrir því að faðir hennar verði látinn laus.

Vegna þeirrar miklu athygli sem hvarfið vakti greindi leyniþjónusta landsins frá því í júní að hún væri með hann í haldi. Hann yrði ákærður fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál og hann yfir höfði sér 14 ára fangelsisdóm eða jafnvel dauðarefsingu. Aftur á móti hefur fjölskyldan ekki fengið neinar upplýsingar um hvar hann sé í haldi og óttast þau að hann verði ákærður og dæmdur fyrir njósnir.

Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður. Þau hafa enn ekki gefið upp hvar hann er í haldi. Fjöl­skylda Idris óttast að hann verði ákærður fyrir njósnir. Ef hann verður sakfelldur á hann á hættu 14 ára fang­elsi eða jafnvel dauðadóm.

„Ég skoða myndir af pabba og á mér þann eina draum að sjá hann koma aftur heim og sameinast okkur á ný,“ segir Talia. „Við eigum skilið að fá svör og hann á skilið laga­vernd,“ segir hún í kynningu á máli hans á vef Íslandsdeildar Amnesty International. 

Á hverju ári í kring­um alþjóðlega mann­rétt­inda­dag­inn 10. des­em­ber safn­ast millj­ón­ir bréfa, korta, SMS-ákalla og und­ir­skrifta í gegn­um alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal þar sem skorað er á stjórn­völd að gera um­bæt­ur í mann­rétt­inda­mál­um. Þess er krafist á vef Íslandsdeildar Amnesty að stjórnvöld í Pakistan láti Idris tafarlaust úr haldi.

Hér er hægt að skrifa undir

mbl.is