Jólafrí eða álfur?

BÍó - Kvikmyndahlaðvarp | 2. desember 2020

Jólafrí eða álfur?

Jólamyndir eru nauðsynlegur hluti af jólum og jólaundirbúningi. En hvaða jólamyndir eru góðar, hverjar eru lélegar, hverjar eru bestar og hvað er eiginlega jólamynd? Helgi Snær Sigurðsson, umsjónarmaður kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni, ræðir við jólabarnið Arnar Eggert Thoroddsen vítt og breytt um jólamyndir. 

Jólafrí eða álfur?

BÍó - Kvikmyndahlaðvarp | 2. desember 2020

Will Ferrell með álfum í Elf.
Will Ferrell með álfum í Elf.

Jólamyndir eru nauðsynlegur hluti af jólum og jólaundirbúningi. En hvaða jólamyndir eru góðar, hverjar eru lélegar, hverjar eru bestar og hvað er eiginlega jólamynd? Helgi Snær Sigurðsson, umsjónarmaður kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni, ræðir við jólabarnið Arnar Eggert Thoroddsen vítt og breytt um jólamyndir. 

Jólamyndir eru nauðsynlegur hluti af jólum og jólaundirbúningi. En hvaða jólamyndir eru góðar, hverjar eru lélegar, hverjar eru bestar og hvað er eiginlega jólamynd? Helgi Snær Sigurðsson, umsjónarmaður kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni, ræðir við jólabarnið Arnar Eggert Thoroddsen vítt og breytt um jólamyndir. 

Svo virðist sem vinsælustu og þekktustu jólamyndirnar séu bandarískar og á eftir þeim koma þær ensku. Má þar nefna gamanmyndirnar National Lampoon's Christmas Vacation og Elf, tvær sígildar og í rómantíska flokknum trónir Love Actually líklega á toppnum. En svo eru til jólaofbeldismyndir, jólahryllingsmyndir, jólaþunglyndismyndir og þannig mætti áfram telja. 

Mælt er með því að fólk fái sér heitt kakó og piparkökur á meðan hlustað er á hlaðvarpið. 

mbl.is