Alþingi fékk pillu frá MDE

Landsréttur | 3. desember 2020

Alþingi fékk pillu frá MDE

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni, sagði á erindi sínu um Landsréttamálið á málþingi hjá Háskólanum í Reykjavík í dag, að Mannréttindadómstóll Evrópu telji að Alþingi hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu með því að samþykkja skipan dómara við Landsrétt. 

Alþingi fékk pillu frá MDE

Landsréttur | 3. desember 2020

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni, sagði á erindi sínu um Landsréttamálið á málþingi hjá Háskólanum í Reykjavík í dag, að Mannréttindadómstóll Evrópu telji að Alþingi hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu með því að samþykkja skipan dómara við Landsrétt. 

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni, sagði á erindi sínu um Landsréttamálið á málþingi hjá Háskólanum í Reykjavík í dag, að Mannréttindadómstóll Evrópu telji að Alþingi hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu með því að samþykkja skipan dómara við Landsrétt. 

Víkur hún að því að MDE telji að Alþingi hafi brugðist sem öryggisventill í málinu. Kosningalög til dómara hafi ekki verið framfylgt líkt og Alþingi hefði átt að sjá til að væri gert. Þannig hefði Alþingi átt að kjósa  um hverja og eina skipun í stað þess að samþykkja tillögu um alla dómara í einu.  

Dómararnir hafi dæmt í 205 málum 

Telur Fanney það hafa verið mjög mikilvægt að fá dóm yfirdeildar MDE. að af dómnum megi ráða að hér væri ekki lengur réttaróvissa um Landrétt og að hún hafi ekki áhyggjur af holskeflu endurupptökumála. Alls hafi 205 dómar fallið þar sem þeir fjórir dómarar sem sagðir eru ólöglega skipaðir í dómi MDE hafi dæmt í. Hins vegar væri búið að skýra það að ekki sé ástæða til þess að gera athugasemd við dóma annarra dómara við Landsrétt. 

Þrír af þeim fjórum dómurum sem um ræðir hafa nú fengið löglega skipun. Hinn dómarinn hefur ekki dæmt síðan dómur undirréttar féll. 

Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
mbl.is