Enginn sá við Russell

Formúla-1/mótsfréttir | 4. desember 2020

Enginn sá við Russell

Georg Russell hélt uppteknum hætti á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi er hann setti hraðasta hringinn á bíl Lewis Hamiltons. Annar varð Max Verstappen á Red Bull og þriðja besta brautartímann átti svo Sergio Perez á Racing Point.

Enginn sá við Russell

Formúla-1/mótsfréttir | 4. desember 2020

George Russell á seinni æfingu dagsins í Sakhir.
George Russell á seinni æfingu dagsins í Sakhir. AFP

Georg Russell hélt uppteknum hætti á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi er hann setti hraðasta hringinn á bíl Lewis Hamiltons. Annar varð Max Verstappen á Red Bull og þriðja besta brautartímann átti svo Sergio Perez á Racing Point.

Georg Russell hélt uppteknum hætti á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi er hann setti hraðasta hringinn á bíl Lewis Hamiltons. Annar varð Max Verstappen á Red Bull og þriðja besta brautartímann átti svo Sergio Perez á Racing Point.

Á þessum þremur munaði aðeins rúmri 0,1 sekúndu og í fjórða sæti  og 0,2 á eftir varð Esteban Ocon á Renault. Er því útlit fyrir jafna og harða keppni um ráspólinn á morgun.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Alexandr Albon á Red Bull, Daniil Kvyat á AlphaTauri, Lance Stroll á Racing Point, Daniel Ricciardo á Renault, Pierre Gasly á AlphaTauri og Carlos Sainz á McLaren sem var einungis 0,5 sekúndum frá topptíma Russels. 

mbl.is