Russell fyrstur á fyrstu æfingu

Formúla-1/mótsfréttir | 4. desember 2020

Russell fyrstur á fyrstu æfingu

George Russell sem skaust í dag í skarðið sem myndaðist hjá Mercedesliðinu vegna kórónuveiruveiki Lewis Hamiltons, sem fær ekki að keppa í Sakhír í Abu Dhabi á sunnudag.

Russell fyrstur á fyrstu æfingu

Formúla-1/mótsfréttir | 4. desember 2020

George Russell á Mercedesbílnum á fyrri æfingu dagsins, í Sakhir …
George Russell á Mercedesbílnum á fyrri æfingu dagsins, í Sakhir brautinni í Barein. AFP

George Russell sem skaust í dag í skarðið sem myndaðist hjá Mercedesliðinu vegna kórónuveiruveiki Lewis Hamiltons, sem fær ekki að keppa í Sakhír í Abu Dhabi á sunnudag.

George Russell sem skaust í dag í skarðið sem myndaðist hjá Mercedesliðinu vegna kórónuveiruveiki Lewis Hamiltons, sem fær ekki að keppa í Sakhír í Abu Dhabi á sunnudag.

Russell var tæplega 0,2 sekúndum fljótari en næsti maður, Max Verstappen á Red Bull. Þriðja besta tímann átti svo Alex Albon, einnig hjá Red bull.

Athygli vekur að Valtteri Bottas hjá Mercedes náði aðeins fjórða besta tímanum, var rúmlega 0,3 sekúndum á eftir Russel.

Í sætum fjögur til tíu urðu -  í þessari röð - Daniil Kvyat og Pierre Gasly á Alphatauri, Esten Ocon á Renalt, Sebastian Vettel á Ferrari, Daniel Ricciardo á Renault og Charles Leclerc á Ferrari.

Afleysingamaður Russel hjá Williams var Jack Aitken og í stað Romain Grosjean hjá Haas kom Pietro Fittipaldi, sonur brasilíska heimsmeistarans fyrrverndi, Emerson Fittipaldi.

mbl.is