Vogin: Nauðsynjar sálarinnar eru ekki keyptar fyrir peninga

Stjörnuspá Siggu Kling | 4. desember 2020

Vogin: Nauðsynjar sálarinnar eru ekki keyptar fyrir peninga

Elsku Vogin mín,

Vogin: Nauðsynjar sálarinnar eru ekki keyptar fyrir peninga

Stjörnuspá Siggu Kling | 4. desember 2020

Elsku Vogin mín,

Elsku Vogin mín,

eins og þú veist mætavel eru nauðsynjar sálarinnar ekki keyptar fyrir peninga. Þar af leiðandi geturðu líka séð að lífið er bara fengið að láni.

Að vinna mikið er það besta sem þú getur gefið sálinni þinni í desember. Og þá þarf það ekki endilega að vera vinna sem gefur peninga, heldur að klára það sem þú átt ólokið og vera sífellt að gera eitthvað. Þá munu áhyggjurnar ekki þvælast fyrir þér og þær geta steindrepið mann ef þær þvælast fyrir okkur. Þú ert í nógu miklu peningaflæði, svo vertu opin og hugrökk, því það er miklu betra.  Ég var að segja að peningar skiptu kannski ekki öllu, en það er betra að grenja á Saga Class en aftast í strætó, því peningar skapa ekki hamingju en geta samt haft róandi áhrif á taugakerfið.

Merkúr dansar yfir þessu tímabili hjá þér, enda verður mikið fjör. Hann fær þig til að taka skemmtilegar áhættur og sýnir þér hvernig þú getur komið þér aftur og aftur á óvart; hvaða karakter þú hefur að geyma.

Ástin getur verið hættuleg, þú gætir brennt þig ef þú ert að leita af of mikilli spennu. Taktu bara eitt og eitt skref í ástinni, ekki stökkva á einhvern bara til að stökkva.

Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og fyrsta spilið segir þú sért að vonast eftir einhverju sérstöku. Þetta tengir töluna átta, sem getur verið vinna, heimili eða eitthvað af mikilli stærðargráðu. Þessi von mun verða að veruleika áður en og öðruvísi en þú býst við.

Svo færðu töluna sjö og mynd af tvíburaturnum. Þetta táknar andlega leið sem þú ert að skoða með sjálfan þig í huga. Þetta segir þér líka þú þurfir að vera þolinmóð, (sem er alls ekki þín helsta dyggð!) og einnig að skipuleggja vel. Settu kraftinn í verkið, þá uppskerðu kraftaverk.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægar Vogir:

Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október

Margareth Thatcher, 13. október

Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október

JóiPé, tónlistarmaður, 2. október

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október

mbl.is