Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Samfélagsmál | 6. desember 2020

Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kemur í skýrslu Kvennaathvarfsins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvennaathvarfinu. Samt sem áður eru aðeins 13% tilkynninga sem barnaverndaryfirvöldum berast um ofbeldi á heimilum barna frá skólum að því er fram kemur í meistaraverkefni Kristínar Ómarsdóttur lýðheilsufræðings.

Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Samfélagsmál | 6. desember 2020

„Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða …
„Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerðist aldrei.“ AFP

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kem­ur í skýrslu Kvenna­at­hvarfs­ins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvenna­at­hvarf­inu. Samt sem áður eru aðeins 13% til­kynn­inga sem barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um ber­ast um of­beldi á heim­il­um barna frá skól­um að því er fram kem­ur í meist­ara­verk­efni Krist­ín­ar Ómars­dótt­ur lýðheilsu­fræðings.

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kem­ur í skýrslu Kvenna­at­hvarfs­ins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvenna­at­hvarf­inu. Samt sem áður eru aðeins 13% til­kynn­inga sem barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um ber­ast um of­beldi á heim­il­um barna frá skól­um að því er fram kem­ur í meist­ara­verk­efni Krist­ín­ar Ómars­dótt­ur lýðheilsu­fræðings.

Krist­ín rann­sakaði of­beldi gagn­vart börn­um og hvernig það snýr að skól­um í meist­ara­verk­efni sínu við há­skól­ann í Lundi vorið 2019. Hún tók eig­ind­leg viðtöl við 10 kenn­ara við ís­lenska grunn­skóla, jafnt á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni. Eitt af því sem kom fram í viðtöl­un­um var gríðarlegt álag á kenn­ara og að það sé ekki þeirra hlut­verk að til­kynna til barna­vernd­ar telji þeir að börn búi til að mynda við of­beldi. Held­ur er það hlut­verk skóla­stjórn­enda og nem­enda­vernd­ar­ráða.

Líkt og kveðið er á um grunn­skóla­lög­un­um get­ur skóla­stjóri grunn­skóla stofnað nem­enda­vernd­ar­ráð en hlut­verk nem­enda­vernd­ar­ráðs er að sam­ræma skipu­lag og fram­kvæmd þjón­ustu við nem­end­ur varðandi heilsu­gæslu, náms­ráðgjöf og sér­fræðiþjón­ustu, vera skóla­stjóra til aðstoðar við gerð og fram­kvæmd áætl­ana um sér­staka aðstoð við nem­end­ur.

Kristín Ómarsdóttir lýðheilsufræðingur.
Krist­ín Ómars­dótt­ir lýðheilsu­fræðing­ur.

Krist­ín seg­ir að kenn­ar­ar telji að þeir þurfi betri verk­færi í starfi sínu til að sinna börn­um frá of­beld­is­heim­il­um en þeir hafi í dag. Hún bind­ur von­ir við að þetta breyt­ist með til­komu breyt­inga á lög­um sem varða börn. Þar er kveðið á um samþætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna. Hún seg­ir að kenn­ara­starfið hafi breyst mjög mikið í gegn­um tíðina. 

Mikið álag á kenn­ur­um

„Það er mikið álag á kenn­ur­um, álag sem teng­ist ekki kennsl­unni beint,“ seg­ir Krist­ín og nefn­ir sem dæmi sam­skipti við for­eldra á Mentor, þar sem met­inn er ár­ang­ur barna þeirra í námi, sinna ein­stak­lings­bundn­um þörf­um nem­enda og fylgja mark­miðum sem nám­skrá set­ur. 

„Þeir hafa ein­fald­lega ekki tíma til að setj­ast niður með nem­end­um og spjalla og þetta finnst kenn­ur­um mjög erfitt. Að geta ekki verið til staðar fyr­ir nem­end­ur sína þegar þörf er á. Eins benda kenn­ar­ar á að náms- og starfs­ráðgjaf­ar nái ekki að sinna þessu held­ur þar sem þeir koma inn í kennslu við for­föll kenn­ara. Þeir hafa því ekki held­ur tæki­færi til að taka á móti nem­end­um. Börn­um sem vilja létta á sér eða ein­fald­lega vilja fá pásu frá áreit­inu inni í kennslu­stof­unni og það áreiti er mikið,“ seg­ir Krist­ín. 

Að ein­hver væri til staðar

„Eitt af því sem flest­ir kenn­ar­ar óskuðu sér í viðtöl­un­um var að það væri alltaf ein­hver til staðar fyr­ir nem­end­ur. Að börn gætu gengið að opn­um dyr­um vís­um inn­an skól­ans. Að þeir gætu kíkt við og fengið áheyrn,“ seg­ir Krist­ín í viðtali við mbl.is.

Hún seg­ir að í ljós hafi komið að fæst­ir kenn­ar­anna höfðu fengið ráðlegg­ing­ar í sínu námi eða starfi um hvernig eigi að bregðast við þegar börn sýna merki um van­líðan. Hvort sem það er vegna einelt­is eða erfiðra aðstæðna heima fyr­ir. 

„Ég vildi óska að ein­hver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða at­hugaði með mig, en það gerðist aldrei. Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerðist aldrei.“

Þetta er lýs­ing stúlku á of­beldi sem hún varð fyr­ir á heim­ili sínu og fjallað er um í skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi. Hún er ein þeirra rúm­lega 13 þúsund barna á Íslandi sem hafa orðið fyr­ir lík­am­legu og eða kyn­ferðis­legu of­beldi áður en barnæsk­unni lýk­ur, fyr­ir 18 ára ald­ur. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í um­fjöll­un mbl.is um skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi sem birt var í maí 2019. Tæp­lega eitt af hverj­um fimm börn­um hef­ur orðið fyr­ir of­beldi fyr­ir 18 ára ald­ur en alls eru rúm­lega 80 þúsund börn bú­sett á Íslandi og miðað við þann fjölda eru það ríf­lega 13 þúsund börn.

Áhrif of­beld­is á börn

Krist­ín seg­ir að henni hafi fund­ist merki­legt að all­ir kenn­ar­arn­ir sem tóku þátt í rann­sókn henn­ar hafi byrjað á að segja að þeir hefðu aldrei verið með nem­end­ur sem hefðu upp­lifað heim­il­isof­beldi. „En þegar ég byrjaði að spyrja hvað þeir teldu að heim­il­isof­beldi væri og hvort viðkom­andi vissi að börn sem verða vitni að heim­il­isof­beldi þrói með sér sömu heilsu­fars­leg vanda­mál og þau sem verða fyr­ir lík­am­legu of­beldi kom það al­gjör­lega flatt upp á þau. Þegar ég spurði meira út þetta kom í ljós að all­ir kenn­ar­arn­ir höfðu upp­lifað að vera með nem­anda sem senni­lega hafði orðið fyr­ir of­beldi,“ seg­ir Krist­ín.

Ef skóli sendir tilkynningu til barnaverndar er barnavernd hins vegar …
Ef skóli send­ir til­kynn­ingu til barna­vernd­ar er barna­vernd hins veg­ar ekki heim­ilt að veita upp­lýs­ing­ar til skól­ans um hvernig til­kynn­ingu reiðir af. AFP

Að henn­ar sögn höfðu kenn­ar­arn­ir sagt skóla­stjór­an­um frá grun­semd­um sín­um en ekk­ert hafi verið gert í því. Mál­in voru aldrei til­kynnt.

„Til­kynn­inga­skyld­an til barna­vernd­ar er hjá skóla­stjórn­end­um. Þetta er gert til að vernda kenn­ara sem eru í mikl­um sam­skipt­um við for­eldra. Gert til að vernda það sam­band en þá koma þeir gall­ar fram við að skóla­stjórn­end­ur og nem­enda­vernd­ar­ráð taka ákvörðun um hvort málið er til­kynnt eða ekki. Þeir þekkja ekki nem­end­urna jafn vel og kenn­ar­ar og því er hætta á að lítið sé gert úr mál­um sem kenn­ar­ar vilja að séu til­kynnt,“ seg­ir Krist­ín. 

Í skýrslu sem unn­in var um stöðu barna sem hafa dvalið í Kvenna­at­hvarf­inu var skoðað hvaða verklag var varðandi heim­il­isof­beld­is­mál í skóla­kerf­inu (hjá leik- og grunn­skól­um). Haft var sam­band við skóla-og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar til að spyrj­ast fyr­ir um hvort ákveðið verklag væri til staðar inn­an skól­anna ef upp kem­ur grun­ur eða staðfest sé að barn búi á of­beld­is­heim­ili.

Sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs taldi ekki svo vera en benti á mik­il­vægi þess að for­senda til að bregðast við slíkri stöðu væri að skól­inn hefði vitn­eskju um of­beldið.

Í sím­töl­um við starfs­fólk inn­an skóla­kerf­is­ins kom fram að svo virðist sem ýms­ar út­færsl­ur og nálgan­ir séu nýtt­ar ef upp kem­ur grun­ur eða staðfest sé að barn búi á heim­ili þar sem er of­beldi í gangi. Í ein­hverj­um til­fell­um tek­ur nem­enda­vernd­ar­ráð málið fyr­ir, þar sitja hjúkr­un­ar­fræðing­ur, náms­ráðgjafi, skóla­stjóri og sér­kennslu­stjóri, fund­ir eru tvisvar í mánuði. Í ein­hverj­um til­fell­um kem­ur sál­fræðing­ur frá þjón­ustumiðstöð inn í málið.

Í öðrum til­fell­um er barna­vernd í sam­starfi við nem­enda­vernd­ar­ráð og upp­lýs­ir ráðið um hvaða börn eru með mál í gangi hjá barna­vernd, slík­ir fund­ir barna­vernd­ar og nem­enda­vernd­ar­ráðs eru haldn­ir einu sinni á ári.

Ef skóli send­ir til­kynn­ingu til barna­vernd­ar er barna­vernd hins veg­ar ekki heim­ilt að veita skól­an­um upp­lýs­ing­ar um hvernig til­kynn­ingu reiðir af, hvort mál sé til skoðunar og verið sé að aðstoða barnið og fjöl­skyldu þess eða hvort málið hafi verið látið niður falla að könn­un lok­inni. Bréf var sent til 30 skóla og spurst fyr­ir en lítið var um svör. 

„Því miður var lítið um heimt­ur frá skól­un­um 30 og tæp­um tveim­ur vik­um frá því fyrri póst­ur var send­ur hafði einn leik­skóli svarað fyr­ir­spurn­inni. Því var send­ur ít­rek­un­ar­póst­ur og í leiðinni var boðið upp á fræðslu af hálfu Kvenna­at­hvarfs­ins þar sem mark­miðið var að leiðbeina starfs­fólki skól­ans við að bera kennsl á ein­kenni þess að börn búi hugs­an­lega við heim­il­isof­beldi en sömu­leiðis hvaða þætti er mik­il­vægt að hafa á hreinu þegar bregðast skal við slíku. Einn skóli þáði boð um fræðslu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Vilja betri fag­lega aðstoð

AFP

Rann­sókn Krist­ín­ar sýndi einnig fram á að kenn­ar­ar vilja fá betri fag­lega aðstoð inn­an veggja skól­ans svo sem frá sál­fræðingi, fé­lags­ráðgjafa eða skóla­hjúkr­un­ar­fræðingi til að hlúa að fé­lags­legri hlið nem­enda. Eins að fá leiðbein­ing­ar við að lesa í hegðun barna sem verða fyr­ir og/​eða verða vitni að heim­il­isof­beldi svo börn fái viðeig­andi aðstoð strax. 

„Upp­lýs­ingaflæðið milli barna­vernd­ar og kenn­ara var lé­legt og sam­starfið stend­ur höll­um fæti, sér­stak­lega í stærri sveit­ar­fé­lög­um. Hugs­an­lega þarf að skoða per­sónu­vernd­ar­lög­in bet­ur svo sam­starfið við barna­vernd og kenn­ara sé með hags­muni barns­ins í fyr­ir­rúmi en nú­ver­andi lög hindra upp­lýs­ingaflæði þarna á milli sem hef­ur skapað van­traust,“ seg­ir Krist­ín. 

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, kynnti fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur á mánu­dag. Stefn­an sem er lögð til í frum­varp­inu er að láta mis­mun­andi hluta kerf­is­ins tala bet­ur sam­an og loka gráu svæðum. Þannig er mark­miðið að barnið verði hjartað í kerf­inu. Frum­varpið tek­ur til allr­ar þjón­ustu sem fer fram inn­an skóla­kerf­is­ins, í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um, á frí­stunda­heim­il­um og í fé­lags­miðstöðvum. Það tek­ur einnig til þjón­ustu sem er veitt inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins, í heilsu­gæslu, á heil­brigðis­stofn­un­um og sjúkra­hús­um og fé­lagsþjón­ustu sem er veitt inn­an sveit­ar­fé­laga, barna­vernd­arþjón­ustu og þjón­ustu við börn með fatlan­ir, svo dæmi séu til tek­in.

Stofnaðar verða tvær nýj­ar stofn­an­ir að sögn Ásmund­ar. Barna- og fjöl­skyldu­stofa og Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála. Barna­vernd­ar­stofa verður hins veg­ar lögð niður í núv­ar­andi mynd. Stefnt er að því að tengl­ar verði í skól­um og heilsu­gæsl­um auk þess sem lög­regla komi að mál­um svo dæmi séu nefnd. Þá verði sér­stak­ur mál­stjóri með mál hvers barns á sinni könnu og fylgi því eft­ir til lengri tíma í stað þess að for­eldr­ar geri það ein­göngu. Hans er m.a. að setja sam­an teymi fyr­ir hvert barn.  

Set­ur spurn­ing­ar­merki varðandi tengiliðina

Krist­ín fagn­ar þessu en set­ur samt spurn­ing­ar­merki varðandi tengiliðina og seg­ist von­ast til þess að ekki sé ætl­ast til þess að kenn­ar­ar eða aðrir starfs­menn skól­anna taki það hlut­verk að sér. Fólk sem er að drukkna í verk­efn­um. 

Kristín segir álag á kennara og annað starfsfólk skóla allt …
Krist­ín seg­ir álag á kenn­ara og annað starfs­fólk skóla allt of mikið. mbl.is/​Hari

„Mín rann­sókn sýn­ir fram á að það þarf fleira fag­fólk inn í skól­ana og ég vona inni­lega að þess­ir tengiliðir verði nýtt fag­fólk sem komi sem viðbót inn í kerfið. Eitt stöðugildi í skóla til viðbót­ar get­ur skipt miklu því það er gríðarleg­ur kostnaður sem fylg­ir því ef barn lend­ir til að mynda í einelti eða öðrum fé­lags­leg­um vanda­mál­um. Eitt­hvað sem hef­ur áhrif á allt þess líf. Sum þeirra verða ör­yrkj­ar og eru þar af leiðandi kannski ekki á vinnu­markaði,“ seg­ir Krist­ín. 

Þegar hún var í meist­ara­nám­inu í Lundi var hún beðin um að benda á úrræði í ís­lensku skóla­kerfi fyr­ir þessi börn og kostnað sem fylg­ir því ef ekki er brugðist við vanda barna. „Ég leitaði en fann ekk­ert. Það var ekk­ert til sem sýndi svart á hvítu hvað var að skila ár­angri og hvað ekki. Þá kvikn­ar alltaf spurn­ing­in um hvort verið sé að dæla pen­ing­um í ein­hver meðferðarform sem ekki skila ár­angri en þar sem það er ekki mælt þá liggja aldrei töl­ur fyr­ir um það og pen­ing­um áfram dælt út án þess að vitað sé hver ár­ang­ur­inn er,“ seg­ir Krist­ín Ómars­dótt­ir. 

mbl.is