Kristján ákærður: Á óuppgerða fortíð

Svala Björgvinsdóttir | 6. desember 2020

Kristján ákærður: Á óuppgerða fortíð

Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði frétt DV sem fjallar um fortíð hans á instagramsíðu sinni. Í frétt DV var greint frá ákæru á hendur honum auk þess sem fjallað var um dóm sem Kristján hlaut í fyrra. Kristján er ósáttur við hvernig kærasta hans Svala Björgvinsdóttir og fortíð hans er dregin inn í umræðuna. 

Kristján ákærður: Á óuppgerða fortíð

Svala Björgvinsdóttir | 6. desember 2020

Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði fyrir sig á Instagram.
Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði fyrir sig á Instagram. Skjáskot/Instagram

Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði frétt DV sem fjallar um fortíð hans á instagramsíðu sinni. Í frétt DV var greint frá ákæru á hendur honum auk þess sem fjallað var um dóm sem Kristján hlaut í fyrra. Kristján er ósáttur við hvernig kærasta hans Svala Björgvinsdóttir og fortíð hans er dregin inn í umræðuna. 

Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði frétt DV sem fjallar um fortíð hans á instagramsíðu sinni. Í frétt DV var greint frá ákæru á hendur honum auk þess sem fjallað var um dóm sem Kristján hlaut í fyrra. Kristján er ósáttur við hvernig kærasta hans Svala Björgvinsdóttir og fortíð hans er dregin inn í umræðuna. 

„Ég er ósköp venjulegur maður. Ég á barn. Ég vinn sem sjómaður. Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð. Ég kynntist stúlku. Stúlkan varð kærasta mín. Kærasta mín er farsæll listamaður og verk hennar vekja áhuga. Fjölmiðlar fjalla um hana og það sem hún gerir. Ég á því ekki venjast og mín verk hafa til þess dags ekki vakið athygli fjölmiðla eða flestra þeirra sem þetta lesa. Það hefur breyst,“ skrifar Kristján og vísar í kjölfarið til fréttar á vef DV þar sem er vakin athygli á ákæru á hendur honum og fyrri brotum. 

„Fortíð mín eru ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“

Kristján segist síðan vera að vinna í sjálfum sér. 

„Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut dóm á síðasta ári. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað honum til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég. Af tillitssemi við aðila læt ég vera að fjalla sérstaklega um málið. Þeir sem áhuga hafa á því geta kynnt sér málið og um leið varnir mínar.“

Kristján segist ekki fela fortíð sína en lýsir yfir vonbrigðum með nálgun og framsetningu blaðamanns DV og segir fréttina ónærgætna. 

Á vef DV kemur fram að Kristján sé ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti í desember í fyrra. Er Kristján ákærður fyrir að gerast brotlegur við 106. grein almennra hegningarlaga.

Í desember í fyrra var Kristján dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem var skilorðsbundið til eins árs. Hann var þá dæmdur fyrir líkamsárás, vörslu á fíkniefnum og fyrir vopnalagabrot. 

Hér fyrir neðan má lesa textann sem Kristján birti á Instagram í heild sinni.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is