„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!"

Nágrannaslagir | 6. desember 2020

„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!“

Óvild áhangenda Arsenal í garð nágrannaliðsins Tottenham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyrir leik liðanna í september í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Leikurinn, sem fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, endaði 2:2.  

„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!“

Nágrannaslagir | 6. desember 2020

Áhangendur Arsenal voru í miklu stuði og sungu dátt á …
Áhangendur Arsenal voru í miklu stuði og sungu dátt á Gunnes Pub fyrir viðureignina við Tottenham í september í fyrra. mbl.is/Freyr

Óvild áhangenda Arsenal í garð nágrannaliðsins Tottenham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyrir leik liðanna í september í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Leikurinn, sem fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, endaði 2:2.  

Óvild áhangenda Arsenal í garð nágrannaliðsins Tottenham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyrir leik liðanna í september í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Leikurinn, sem fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, endaði 2:2.  

Seinna í dag mætast liðin á Tottenham Hotspur Stadium í sinni 188. viðureign í deildarkeppni frá upphafi. Af þessu tilefni er rétt að rifja aðeins upp sögu nágrannaslagsins, tilurð St Totteringham-dagsins og nokkra eftirminnilega leiki.

Upphafið

Fyrsti deildarleikur Arsenal og Tottenham var spilaður 4. desember árið 1909. Arsenal vann 1:0 og var það Walter Lawrence sem skoraði sigurmarkið. Þá kallaðist leikurinn ekki North London Derby vegna þess að hann var spilaður á gamla heimavelli Arsenal, Manor Ground í Plumstead í suðausturhluta London.

Rígurinn á milli liðanna tveggja hófst ekki af alvöru fyrr en fjórum árum seinna þegar Arsenal fluttist frá Plumstead yfir til Highbury árið 1913, sem er aðeins í rúmlega sex kílómetra fjarlægð frá þáverandi heimavelli Tottenham, White Hart Lane. Tottenham-mönnum var ekki skemmt og kærðu þeir flutninginn. Þeim varð þó ekki að ósk sinni og þurftu þeir því að sitja uppi með Arsenal og þeirra stuðningsmenn í hverfinu sínu. 

Hér má fræðast nánar um tilurð nágrannaslagsins:  


Síðan þá hafa stuðningsmenn Arsenal og Tottenham verið duglegir við að skjóta á nágrannafélagið með ýmiss konar háðsglósum. Fyrrnefndu stuðningsmennirnir hafa oftar séð ástæðu til að fagna en hinir síðarnefndu þegar horft er til stórra titla, auk þess sem Arsenal hefur töluvert oftar borið sigurorð af Tottenham þegar teknir eru saman leikir í öllum keppnum.    

Kort/mbl.is

Saint Totteringham-dagurinn

Stuðningsmenn Arsenal bjuggu til sérstakan hátíðardag þar sem því er fagnað þegar Tottenham á ekki lengur möguleika á að lenda fyrir ofan Arsenal í deildinni. Þessi óopinberi dagur kallast Saint Totteringham's Day og er í raun og veru afsökun til þess að gera lítið úr erkióvininum.

Umræða um þennan dag fór fyrst af stað á vefsíðum aðdáenda í byrjun þessarar aldar og um áratug síðar hafði hann hlotið almennari viðurkenningu.

Enginn St Totteringham-dagur var haldinn hátíðlegur árið 2017 því 30. apríl það ár vann Tottenham Arsenal 2:0. Þar með lentu þeir fyrir ofan Arsenal í deildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Spursarar hafa á móti kallað 14. apríl St Hotspur Day vegna sigurs þeirra á Arsenal í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 1991.

Frá viðureign Arsenal og Tottenham árið 2018.
Frá viðureign Arsenal og Tottenham árið 2018. AFP

Eftirminnilegir leikir:

Liðin tvö hafa háð margar eftirminnilegar rimmur í gegnum tíðina. Deildartitlar hafa ráðist í viðureignunum og nokkrum sinnum hafa liðin att kappi í bikarkeppninni, að því er kemur fram í samantekt Goal.com frá því í fyrra: 

Tottenham 0:1 Arsenal (3. maí 1971)

Þegar liðin mættust í lokaleik tímabilisins árið 1971 þurfti Arsenal markalaust jafntefli eða sigur til að tryggja sér sigurinn í fyrstu deildinni á kostnað Leeds United. Það tókst því Ray Kennedy tryggði Arsenal sigurinn og það á heimavelli erkifjendanna. 

Tottenham 3:1 Arsenal (14. apríl 1991)

Þessi dagur er kallaður St Hotspur Day af stuðningsmönnum Tottenham. Þessi undanúrslitaleikur í bikarkeppninni á þjóðarleikvangnum Wembley er heldur betur eftirminnilegur. Paul Gascoigne skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Spurs og Gary Lineker bætti við öðru marki áður en Alan Smith minnkaði muninn fyrir Arsenal. Linkeker hafði ekki sagt sitt síðasta því hann bætti við öðru marki og innsiglaði sigurinn. Tottenham vann svo úrslitaleikinn í bikarnum en Arsenal vann deildina.

Arsenal 1:0 Tottenham (4. apríl 1993)

Tveimur árum eftir bikarrimmuna á Wembley áttust Arsenal og Tottenham aftur við í undanúrslitum í bikarnum. Í þetta sinn tókst Arsenal að ná fram hefndum og var það varnarjaxlinn Tony Adams sem skoraði sigurmarkið.

Tottenham 2:2 Arsenal (25. apríl 2004)

Liðsmenn Arsenal, oft kallaðir „Hinir ósigrandi“, sem unnu deildina án þess að tapa árið 2004, þurftu eitt stig á útivelli gegn Tottenham til að tryggja sér sigur í deildinni og núa um leið salti í sárin hjá Tottenham. Patrick Vieira og Robert Pires skoruðu fyrstu tvö mörkin fyrir Arsenal. Jamie Redknapp og Robbie Keane jöfnuðu leikinn í 2:2 en það dugði ekki til að eyðileggja fyrir Arsenal.

Tottenham 2:0 Arsenal (30. apríl 2017)

Tottenham batt enda á 22 ára martröðina í kringum St Totteringham-daginn árið 2017 þegar þeir enduðu loksins fyrir ofan Arsenal í deildinni. Það tókst þeim með stæl í lokaleik deildarinnar á White Hart Lane. Dele Alli og Harry Kane skoruðu mörkin tvö og þar með lenti Tottenham fyrir ofan Arsenal í deildinni í fyrsta sinn síðan 1995.


Sem viðbót við umfjöllun Goal.com er rétt að minnast á tvo eftirminnilega markaleiki til viðbótar. Fyrst ótrúlega viðureign frá árinu 2008, sem lauk með jafntefli 4:4 á Emirates. Þar skoraði David Bentley stórkostlegt mark fyrir Tottenham sem Sky Sports telur mögulega fallegasta mark nágrannaslagsins frá upphafi.

Hinn leikurinn var háður fjórum árum áður þar sem Arsenal vann með fimm mörkum gegn fjórum á White Hart Lane. Mörkunum hreinlega rigndi og skemmtunin var ósvikin fyrir knattspyrnuáhugamenn. 

Elsti nágrannaslagurinn

Viðureignir á borð við þær sem Arsenal og Tottenham hafa háð eiga sér langa sögu því á ann­an í jól­um verða liðin 160 ár síðan fyrsti ná­granna­slag­ur­inn í heim­in­um í fót­bolta var spilaður. Árið 1860 mætt­ust tvö elstu knatt­spyrnulið heims í Der­by-skíri á Englandi, eða Sheffield F.C. og Hallam F.C.

Fyrr­nefnda liðið var stofnað árið 1857 og er viður­kennt ef enska knatt­spyrnu­sam­band­inu og Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­band­inu sem það elsta í heimi. Síðar­nefnda liðið var stofnað þrem­ur árum síðar og spilaði heima­leiki sína á San­dyga­te Road. Sá völl­ur er enn þann dag í dag heima­völl­ur liðsins og jafn­framt sá elsti í heimi sam­kvæmt heims­meta­bók Guinn­ess.

Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876.
Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sheffield-regl­urn­ar

Bæði liðin koma frá borg­inni Sheffield. Aðdrag­andi þessa fyrsta ná­granna­slags var sá að árið 1860 hafði Sheffield FC sam­band við krikk­etlið í grennd­inni og spurði hvort það vildi ekki stofna fót­boltalið, að því er BBC greindi frá. Það var samþykkt og liðið fékk nafnið Hallam F.C. Sama ár spiluðu liðin sinn fyrsta leik og all­ar göt­ur síðan hafa þau keppt inn­byrðis á hverju ein­asta ári en þau spila bæði í ensku áhuga­manna­deild­inni.

Not­ast var við svo­kallaðar „Sheffield-regl­ur“ frá ár­inu 1858 sem urðu grunn­ur­inn að þeim regl­um sem eru notaðar í dag, þar á meðal með innkasti og horn­spyrnu. Sam­kvæmt regl­un­um mátti einnig grípa bolt­ann, ýta öðrum leik­mönn­um og skora mörk utan við marks­tang­irn­ar.

Hér má fræðast nán­ar um elsta knatt­spyrnu­fé­lag í heimi, Sheffield Foot­ball Club:

 

Þessi umfjöllun er hluti af meistaraverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

mbl.is