„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!"

Nágrannaslagir | 6. desember 2020

„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!“

Óvild áhangenda Arsenal í garð nágrannaliðsins Tottenham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyrir leik liðanna í september í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Leikurinn, sem fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, endaði 2:2.  

„Stattu upp ef þú hatar Tottenham!“

Nágrannaslagir | 6. desember 2020

Áhangendur Arsenal voru í miklu stuði og sungu dátt á …
Áhangendur Arsenal voru í miklu stuði og sungu dátt á Gunnes Pub fyrir viðureignina við Tottenham í september í fyrra. mbl.is/Freyr

Óvild áhang­enda Arsenal í garð ná­grannaliðsins Totten­ham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyr­ir leik liðanna í sept­em­ber í fyrra, eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði. Leik­ur­inn, sem fór fram á heima­velli Arsenal, Emira­tes Stadi­um, endaði 2:2.  

Óvild áhang­enda Arsenal í garð ná­grannaliðsins Totten­ham fór ekki á milli mála á The Gunners Pub fyr­ir leik liðanna í sept­em­ber í fyrra, eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði. Leik­ur­inn, sem fór fram á heima­velli Arsenal, Emira­tes Stadi­um, endaði 2:2.  

Seinna í dag mæt­ast liðin á Totten­ham Hot­sp­ur Stadi­um í sinni 188. viður­eign í deild­ar­keppni frá upp­hafi. Af þessu til­efni er rétt að rifja aðeins upp sögu ná­granna­slags­ins, til­urð St Totter­ing­ham-dags­ins og nokkra eft­ir­minni­lega leiki.

Upp­hafið

Fyrsti deild­ar­leik­ur Arsenal og Totten­ham var spilaður 4. des­em­ber árið 1909. Arsenal vann 1:0 og var það Walter Lawrence sem skoraði sig­ur­markið. Þá kallaðist leik­ur­inn ekki North London Der­by vegna þess að hann var spilaður á gamla heima­velli Arsenal, Manor Ground í Plum­stead í suðaust­ur­hluta London.

Ríg­ur­inn á milli liðanna tveggja hófst ekki af al­vöru fyrr en fjór­um árum seinna þegar Arsenal flutt­ist frá Plum­stead yfir til Highbury árið 1913, sem er aðeins í rúm­lega sex kíló­metra fjar­lægð frá þáver­andi heima­velli Totten­ham, White Hart Lane. Totten­ham-mönn­um var ekki skemmt og kærðu þeir flutn­ing­inn. Þeim varð þó ekki að ósk sinni og þurftu þeir því að sitja uppi með Arsenal og þeirra stuðnings­menn í hverf­inu sínu. 

Hér má fræðast nán­ar um til­urð ná­granna­slags­ins:  


Síðan þá hafa stuðnings­menn Arsenal og Totten­ham verið dug­leg­ir við að skjóta á ná­granna­fé­lagið með ým­iss kon­ar háðsglós­um. Fyrr­nefndu stuðnings­menn­irn­ir hafa oft­ar séð ástæðu til að fagna en hinir síðar­nefndu þegar horft er til stórra titla, auk þess sem Arsenal hef­ur tölu­vert oft­ar borið sigur­orð af Totten­ham þegar tekn­ir eru sam­an leik­ir í öll­um keppn­um.    

Kort/​mbl.is

Saint Totter­ing­ham-dag­ur­inn

Stuðnings­menn Arsenal bjuggu til sér­stak­an hátíðardag þar sem því er fagnað þegar Totten­ham á ekki leng­ur mögu­leika á að lenda fyr­ir ofan Arsenal í deild­inni. Þessi óop­in­beri dag­ur kall­ast Saint Totter­ing­ham's Day og er í raun og veru af­sök­un til þess að gera lítið úr erkióvin­in­um.

Umræða um þenn­an dag fór fyrst af stað á vefsíðum aðdá­enda í byrj­un þess­ar­ar ald­ar og um ára­tug síðar hafði hann hlotið al­menn­ari viður­kenn­ingu.

Eng­inn St Totter­ing­ham-dag­ur var hald­inn hátíðleg­ur árið 2017 því 30. apríl það ár vann Totten­ham Arsenal 2:0. Þar með lentu þeir fyr­ir ofan Arsenal í deild­inni í fyrsta sinn í 22 ár. Spurs­ar­ar hafa á móti kallað 14. apríl St Hot­sp­ur Day vegna sig­urs þeirra á Arsenal í undanúr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar árið 1991.

Frá viðureign Arsenal og Tottenham árið 2018.
Frá viður­eign Arsenal og Totten­ham árið 2018. AFP

Eft­ir­minni­leg­ir leik­ir:

Liðin tvö hafa háð marg­ar eft­ir­minni­leg­ar rimm­ur í gegn­um tíðina. Deild­ar­titl­ar hafa ráðist í viður­eign­un­um og nokkr­um sinn­um hafa liðin att kappi í bik­ar­keppn­inni, að því er kem­ur fram í sam­an­tekt Goal.com frá því í fyrra: 

Totten­ham 0:1 Arsenal (3. maí 1971)

Þegar liðin mætt­ust í loka­leik tíma­bil­is­ins árið 1971 þurfti Arsenal marka­laust jafn­tefli eða sig­ur til að tryggja sér sig­ur­inn í fyrstu deild­inni á kostnað Leeds United. Það tókst því Ray Kenn­e­dy tryggði Arsenal sig­ur­inn og það á heima­velli erkifjendanna. 

Totten­ham 3:1 Arsenal (14. apríl 1991)

Þessi dag­ur er kallaður St Hot­sp­ur Day af stuðnings­mönn­um Totten­ham. Þessi undanúr­slita­leik­ur í bik­ar­keppn­inni á þjóðarleik­vangn­um Wembley er held­ur bet­ur eft­ir­minni­leg­ur. Paul Gascoig­ne skoraði beint úr auka­spyrnu fyr­ir Spurs og Gary Lineker bætti við öðru marki áður en Alan Smith minnkaði mun­inn fyr­ir Arsenal. Lin­keker hafði ekki sagt sitt síðasta því hann bætti við öðru marki og inn­siglaði sig­ur­inn. Totten­ham vann svo úr­slita­leik­inn í bik­arn­um en Arsenal vann deild­ina.

Arsenal 1:0 Totten­ham (4. apríl 1993)

Tveim­ur árum eft­ir bik­arrimm­una á Wembley átt­ust Arsenal og Totten­ham aft­ur við í undanúr­slit­um í bik­arn­um. Í þetta sinn tókst Arsenal að ná fram hefnd­um og var það varn­ar­jaxl­inn Tony Adams sem skoraði sig­ur­markið.

Totten­ham 2:2 Arsenal (25. apríl 2004)

Liðsmenn Arsenal, oft kallaðir „Hinir ósigrandi“, sem unnu deild­ina án þess að tapa árið 2004, þurftu eitt stig á úti­velli gegn Totten­ham til að tryggja sér sig­ur í deild­inni og núa um leið salti í sár­in hjá Totten­ham. Pat­rick Vieira og Robert Pires skoruðu fyrstu tvö mörk­in fyr­ir Arsenal. Jamie Red­knapp og Robbie Kea­ne jöfnuðu leik­inn í 2:2 en það dugði ekki til að eyðileggja fyr­ir Arsenal.

Totten­ham 2:0 Arsenal (30. apríl 2017)

Totten­ham batt enda á 22 ára mar­tröðina í kring­um St Totter­ing­ham-dag­inn árið 2017 þegar þeir enduðu loks­ins fyr­ir ofan Arsenal í deild­inni. Það tókst þeim með stæl í loka­leik deild­ar­inn­ar á White Hart Lane. Dele Alli og Harry Kane skoruðu mörk­in tvö og þar með lenti Totten­ham fyr­ir ofan Arsenal í deild­inni í fyrsta sinn síðan 1995.


Sem viðbót við um­fjöll­un Goal.com er rétt að minn­ast á tvo eft­ir­minni­lega marka­leiki til viðbót­ar. Fyrst ótrú­lega viður­eign frá ár­inu 2008, sem lauk með jafn­tefli 4:4 á Emira­tes. Þar skoraði Dav­id Bentley stór­kost­legt mark fyr­ir Totten­ham sem Sky Sports tel­ur mögu­lega fal­leg­asta mark ná­granna­slags­ins frá upp­hafi.

Hinn leik­ur­inn var háður fjór­um árum áður þar sem Arsenal vann með fimm mörk­um gegn fjór­um á White Hart Lane. Mörk­un­um hrein­lega rigndi og skemmt­un­in var ósvik­in fyr­ir knatt­spyrnu­áhuga­menn. 

Elsti ná­granna­slag­ur­inn

Viður­eign­ir á borð við þær sem Arsenal og Totten­ham hafa háð eiga sér langa sögu því á ann­an í jól­um verða liðin 160 ár síðan fyrsti ná­granna­slag­ur­inn í heim­in­um í fót­bolta var spilaður. Árið 1860 mætt­ust tvö elstu knatt­spyrnulið heims í Der­by-skíri á Englandi, eða Sheffield F.C. og Hallam F.C.

Fyrr­nefnda liðið var stofnað árið 1857 og er viður­kennt ef enska knatt­spyrnu­sam­band­inu og Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­band­inu sem það elsta í heimi. Síðar­nefnda liðið var stofnað þrem­ur árum síðar og spilaði heima­leiki sína á San­dyga­te Road. Sá völl­ur er enn þann dag í dag heima­völl­ur liðsins og jafn­framt sá elsti í heimi sam­kvæmt heims­meta­bók Guinn­ess.

Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876.
Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Sheffield-regl­urn­ar

Bæði liðin koma frá borg­inni Sheffield. Aðdrag­andi þessa fyrsta ná­granna­slags var sá að árið 1860 hafði Sheffield FC sam­band við krikk­etlið í grennd­inni og spurði hvort það vildi ekki stofna fót­boltalið, að því er BBC greindi frá. Það var samþykkt og liðið fékk nafnið Hallam F.C. Sama ár spiluðu liðin sinn fyrsta leik og all­ar göt­ur síðan hafa þau keppt inn­byrðis á hverju ein­asta ári en þau spila bæði í ensku áhuga­manna­deild­inni.

Not­ast var við svo­kallaðar „Sheffield-regl­ur“ frá ár­inu 1858 sem urðu grunn­ur­inn að þeim regl­um sem eru notaðar í dag, þar á meðal með innkasti og horn­spyrnu. Sam­kvæmt regl­un­um mátti einnig grípa bolt­ann, ýta öðrum leik­mönn­um og skora mörk utan við marks­tang­irn­ar.

Hér má fræðast nán­ar um elsta knatt­spyrnu­fé­lag í heimi, Sheffield Foot­ball Club:

 

Þessi um­fjöll­un er hluti af meist­ara­verk­efni í blaða- og frétta­mennsku við Há­skóla Íslands.

mbl.is