Hvaða sparnaðartýpa ert þú?

Hvaða sparnaðartýpa ert þú?

„Mikið er rætt um sparnað nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Ýmsir hafa þurft að draga saman seglin og aðrir upplifað að á óvissutímum sé skynsamlegt að spara. En staðreyndin er sú að fólk á misauðvelt, eða kannski réttara sagt miserfitt, með að spara,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli

Hvaða sparnaðartýpa ert þú?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi | 8. desember 2020

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Mikið er rætt um sparnað nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Ýmsir hafa þurft að draga saman seglin og aðrir upplifað að á óvissutímum sé skynsamlegt að spara. En staðreyndin er sú að fólk á misauðvelt, eða kannski réttara sagt miserfitt, með að spara,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli

„Mikið er rætt um sparnað nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Ýmsir hafa þurft að draga saman seglin og aðrir upplifað að á óvissutímum sé skynsamlegt að spara. En staðreyndin er sú að fólk á misauðvelt, eða kannski réttara sagt miserfitt, með að spara,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli

Undirrituð hefur unnið út frá viðhorfum fólks til peninga og peningahegðun um árabil. Út frá hugmyndafræðinni um mismunandi peningapersónugerðir, er aðeins einn af átta sem á alltaf varasjóð og það er Safnarinn. Þessari peningapersónugerð líður jafnan illa ef það gengur á sjóðinn. En það getur verið áskorun fyrir Safnarann að fjárfesta því efasemdir láta gjarnan á sér kræla þegar fjárfestingar eru annars vegar. Því getur verið ráð fyrir Safnarann að skapa jafnvægi milli þess að safna og þess að fjárfesta á öruggan hátt.   

Þekkir þú þig í einhverri af eftirfarandi týpum? 

Rómantíkerinn er mikill fagurkeri og leggur mikinn metnað í að eiga fallegt heimili og vera fallega klædd. Þessi peningapersónugerð fjárfestir gjarnan í fallegri hönnun og jafnvel listaverkum eða einhverju sem gleður augað. Í sparnaðarskyni getur það reynst þessarri týpu vel að skrifa niður peninganotkun sína daglega og tileinka sér að hafa að minnsta kosti einn peningalausan dag í hverri viku. Þannig getur hún tileinkað sér betri meðvitund um peninganotkun sína. Einnig er gott að temja sér að hugsa sig vandlega um áður en kaup eru gerð. 

Sparnaður þarf að hafa tilgang

Dægurstjarnan á auðvelt með að eyða peningum í að viðhalda ímynd sinni og notar peninga til að kaupa vandaðan og dýran fatnað eða til að upplifa eitthvað stórkostlegt eins og að ferðast til staða sem fáir hafa heimsótt.

Óaðfinnanleg ímyndin er þó ekki alltaf í takt við innistæðuna á bankareikningi Dægurstjörnunnar. Með öðrum orðum, hún lítur oft út fyrir að eiga meiri peninga en hún á. Þessi persónugerð er meistari í samningatækni og fær gjarnan það sem hún kaupir á afslætti. Hún á einnig nokkuð auðvelt með að búa til aukapening og leggja fyrir ef tilgangurinn er skýr. Til dæmis ef hún ætlar að verja peningunum í stórfenglegt frí með vinum eða fjölskyldu eða annað sem samræmist gildum hennar. Í sparnaðarskyni virkar vel fyrir Dægurstjörnuna að vera með fjárhagsáætlun og ákveða upphæð sem hún má nota í upplifanir og ímyndarsköpun. Það virkar vel fyrir Dægurstjörnuna að leggja fyrir inn á mismunandi sjóði. Einnig getur það hjálpað henni að skapa jafnvægi að fjárfesta í öruggum fjárfestingum. 

Góðar fyrirmyndir skipta máli

Sú fjórða, Tengiliðurinn, er lítið tengd peningum og á því hvorki auðvelt með að spara né leggja fyrir. Þessi peningapersónugerð trúir því gjarnan að allt muni fara vel og að séð verði um hana. Lykillinn að fjárhagslegri velgengni Tengiliðsins er að byggja upp og viðhalda tengslanetinu sínu því tenging hennar við fólk er lykillinn að tengingu hennar við peninga. Það er því mikið tækifæri í því fólgið fyrir þessa persónugerð að tileinka sér aðferðir sem vinir eða fjölskyldumeðlimir hafa notað til að spara og ná góðum árangri í fjármálum. 

Góðar hugmyndir geta verið undirstaðan í varasjóði

Samband fimmtu persónugerðarinnar við peninga einkennist af blöndu af ást og hatri. Alkemistinn hugsar gjarnan meira um félagslegt réttlæti en fjármál og henni finnst auðnum misskipt í heiminum. Þessi týpa er jafnan mjög hugmyndarík og er oft lýst þannig að hún framleiði hugmyndir. Það er mikið tækifæri fólgið í því fyrir þessa týpu að nýta eitt af þessum tækifærum sem hún sér sem aðrir sjá ekki til þess að leggja grunn að fjárhagslegri framtíð sinni. Skapa eitthvað sem gefur vel í aðra hönd og búa sér til varasjóð. Þannig getur Alkemistinn látið gott af sér leiða í heiminum því peningar geta svo sannarlega verið til góðs.   

Skýrir mælikvarðar og sjálfvirkur sparnaður

Stjórnandinn er sjötta peningapersónugerðin en hún er metnaðargjörn og vill alltaf meira. Hún skapar gjarnan stórveldi en glímir við að finnast ekkert vera nóg. Þetta endurspeglast í sambandi hennar við peninga. Þessari persónugerð finnst ekki auðvelt að spara enda finnst henni aldrei nóg af peningum, hvorki til afnota né til að leggja fyrir. Það er hjálplegt fyrir þessa peningapersónugerð að setja sér skýra mælikvarða og setja upp sjálfvirkan sparnað.

Læstir reikningar virka vel  

Nærandinn elskar að næra aðra en á erfitt með að setja mörk þegar kemur að peningum. Það er gagnlegt fyrir þessa peningapersónugerð að byrja á því að leggja fyrir áður en reikningarnir eru greiddir. Þetta er góð æfing í að heiðra sjálfan sig og eigin sparnaðarmarkmið. Það getur einnig hentað Nærandanum mjög vel að taka peninga úr umferð með því að leggja þá inn á læsta reikninga. 

Varasjóður getur vegið upp á móti áhættusækninni  

Frumkvöðullinn á auðvelt með samninga og höndlar flókin fjárhaldsmál með glæsibrag. Þessi peningapersónugerð hefur einnig auga fyrir fjárhagslegum smáatriðum og tölum. Áskorunin felst hins vegar í áhættusækninni, sem getur reyndar verið mjög útreiknuð þótt hættan á tapi sé alltaf til staðar. Það er áskorun fyrir þessa peningapersónugerð að búa sér til fjárhagslegt öryggi en ávinningurinn af því getur verið mjög mikill. Gott sparnaðarráð fyrir Frumkvöðulinn er að fjárfesta í öruggum sjóðum og eiga ávallt varasjóð til að vega upp á móti áhættusækninni. Þetta á líka við í viðskipta- og rekstrarsamhengi.

Aðventugjöf fyrir lesendur Smartlands

Óháð því hvaða týpu þú samsamar þig við (þær geta verið fleiri en ein) þá er ljóst að allir geta sparað. Þó er ljóst af ofangreindu að leiðirnar að sama markmiði eru ólíkar. Undirrituð hefur útbúið Peningahjól sem er sérstök aðventugjöf fyrir lesendur Smartlands. Peningahjólið er að finna hér. Með notkun þess öðlastu yfirlit yfir í hvað peningarnir þínir fara. Það er fyrsta skrefið.

*Það skal tekið fram að umfjöllunin er ekki ætluð sem fjármálaráðgjöf, heldur byggir á niðurstöðum fjölda sjálfskannana og áralangri vinnu með fjölmörgum einstaklingum.

mbl.is